Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 14:00 Ljóst er að þrýst er á árangur hjá Degi Sigurðssyni og hans mönnum á HM, þar sem Króatía er á heimavelli. EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO Króatar verða væntanlega mótherjar Íslands í milliriðli á HM í handbolta í þessum mánuði. Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu, var vægast sagt óhress með lið sitt í gærkvöld. Króatar verða á heimavelli í Zagreb á HM. Í gær spiluðu þeir í bænum Varaždin, vináttulandsleik við Norður-Makedóníu, og unnu 27-25 sigur, eftir að gestirnir höfðu verið 14-13 yfir í hálfleik. Staðan var jöfn, 24-24, þegar skammt var eftir en lærisveinar Kiril Lazarov urðu að játa sig sigraða. Dagur var samt hundóánægður, miðað við ummæli hans í viðtali við 24 Sata: „Í fyrri hálfleikunum var vörnin skelfileg og skotin fyrir utan voru enn verri. Við gerðum of mörg mistök og heilt yfir var margt neikvætt í gangi. Seinni hálfleikurinn var hins vegar betri en við verðum að gera betur í sóknarleiknum,“ sagði Dagur. Mario Sostaric tók undir með honum: „Við megum svo sannarlega ekki eiga annan svona leik. Það var ekki mjög notalegt í klefanum í hálfleik. Duvnjak fyrirliði hafði sitt að segja. Við verðum að gera mun betur. Við vorum ekki rétt stilltir og það gæti reynst dýrkeypt á HM,“ sagði Sostaric. Luka Cindric í baráttunni á Ólympíuleikunum í sumar.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Cindric ekki spilað síðasta mánuðinn Króatíska liðið hefur þurft að spjara sig án Luka Cindric sem króatíski miðillinn 24 Sata lýsir sem besta leikmanni Króatíu. Hann hefur ekki spilað með liði sínu Veszprém síðan 4. desember, vegna meiðsla. „Cindric er að glíma við vandamál og hefur lítið getað æft síðan um miðjan desember. Vonandi snýr hann brátt aftur,“ sagði Dagur. Hann hefur verið með 22 leikmenn í sínum hópi en fjórir þeirra detta svo út fyrir HM, og sextán menn eru á skýrslu í hverjum leik. Mæta mótherjum Íslands Dagur og hans menn takast á við Slóvena, erfiðustu mótherjana í riðli Íslands, í vináttulandsleik í Zagreb á föstudaginn. Fyrsti leikur Króata á HM er við lærisveina Arons Kristjánssonar í Barein á miðvikudaginn. Liðin eru í H-riðli með Argentínu og Egyptalandi, og þrjú efstu liðin verða í milliriðli með liðum úr G-riðli (Ísland, Slóvenía, Kúba, Grænhöfðaeyjar). HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Króatar verða á heimavelli í Zagreb á HM. Í gær spiluðu þeir í bænum Varaždin, vináttulandsleik við Norður-Makedóníu, og unnu 27-25 sigur, eftir að gestirnir höfðu verið 14-13 yfir í hálfleik. Staðan var jöfn, 24-24, þegar skammt var eftir en lærisveinar Kiril Lazarov urðu að játa sig sigraða. Dagur var samt hundóánægður, miðað við ummæli hans í viðtali við 24 Sata: „Í fyrri hálfleikunum var vörnin skelfileg og skotin fyrir utan voru enn verri. Við gerðum of mörg mistök og heilt yfir var margt neikvætt í gangi. Seinni hálfleikurinn var hins vegar betri en við verðum að gera betur í sóknarleiknum,“ sagði Dagur. Mario Sostaric tók undir með honum: „Við megum svo sannarlega ekki eiga annan svona leik. Það var ekki mjög notalegt í klefanum í hálfleik. Duvnjak fyrirliði hafði sitt að segja. Við verðum að gera mun betur. Við vorum ekki rétt stilltir og það gæti reynst dýrkeypt á HM,“ sagði Sostaric. Luka Cindric í baráttunni á Ólympíuleikunum í sumar.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Cindric ekki spilað síðasta mánuðinn Króatíska liðið hefur þurft að spjara sig án Luka Cindric sem króatíski miðillinn 24 Sata lýsir sem besta leikmanni Króatíu. Hann hefur ekki spilað með liði sínu Veszprém síðan 4. desember, vegna meiðsla. „Cindric er að glíma við vandamál og hefur lítið getað æft síðan um miðjan desember. Vonandi snýr hann brátt aftur,“ sagði Dagur. Hann hefur verið með 22 leikmenn í sínum hópi en fjórir þeirra detta svo út fyrir HM, og sextán menn eru á skýrslu í hverjum leik. Mæta mótherjum Íslands Dagur og hans menn takast á við Slóvena, erfiðustu mótherjana í riðli Íslands, í vináttulandsleik í Zagreb á föstudaginn. Fyrsti leikur Króata á HM er við lærisveina Arons Kristjánssonar í Barein á miðvikudaginn. Liðin eru í H-riðli með Argentínu og Egyptalandi, og þrjú efstu liðin verða í milliriðli með liðum úr G-riðli (Ísland, Slóvenía, Kúba, Grænhöfðaeyjar).
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira