Innlent

Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið

Árni Sæberg skrifar
Bílnum var ekið á vegrið á Eyrarbakkavegi.
Bílnum var ekið á vegrið á Eyrarbakkavegi. Vísir/Magnús Hlynur

Toyota Corolla er heldur illa farin eftir að henni var ekið á vegrið á Eyrarbakkavegi á öðrum tímanum í dag. 

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, urðu ekki alvarleg slys á fólki í árekstrinum. Lögreglumenn og fleiri viðbragðsaðilar séu enn að störfum á vettvangi og því liggi frekari upplýsingar ekki fyrir að svo stöddu.

Þessum bíl verður ekki ekið á brott í bráð.Vísir/Magnús Hlynur

Af myndum að dæma er talsverð hálka á Eyrarbakkavegi og Sveinn Kristján segir ekki ólíklegt að hálka hafi orsakað áreksturinn. Hált sé á öllum vegum í umdæminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×