Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 07:02 Vetrarbrautin og aragrúi stjarna yfir Paranal-athuganastöð ESO í Atacama-eyðimörkinni. Kyrrt loft og fjarlægð frá ljósgjöfum gera svæðið einstaklega hentugt til stjörnuskoðunar. ESO/P. Horálek Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni. Síleskst dótturfélag bandaríska orkufyrirtækisins AES Corporation er með tröllvaxið iðnaðarsvæði á teikniborðinu þar sem reisa á höfn, vetnis- og ammoníakverksmiðjum og þúsundum rafala nærri Paranal-athuganastöð Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni. Iðnaðarsvæðið á að ná yfir meira en 3.000 hektara, á við litla borg. Verksmiðjurnar yrðu aðeins fimm til ellefu kílómetra frá sjónaukum ESO, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá athuganastöðinni vegna framkvæmdanna. Verkefnið var lagt fram til umhverfismats á aðfangadag. ESO segir verkefnið ógna ósnortnum himninum yfir Paranal-athuganastöðinni sem sé sá dimmasti og heiðasti yfir nokkurri stjörnuathuganastöð á jörðinni. „Ryklosun á framkvæmdatímanum, aukin ókyrrð í andrúmsloftinu og sérstaklega ljósmengunin mun valda óbætanlegum skaða á getunni til stjarnfræðilegra athugana sem aðildarríki ESO hafa til þessa fjárfesta milljarða evra í,“ er haft eftir Xavier Barcons, framkvæmdastjóra ESO, í yfirlýsingunni. Hvetur ESO sílesk stjórnvöld til þess að vernda stjörnuhimininn og finna athafnasvæði AES Andes annan stað. Næturhimininn yfir Paranal sé í raun náttúruminjar sem þjóni öllu mannkyninu, þvert á landamæri. Fjöldi meiriháttar uppgötvana hefur verið gerður með sjónaukum ESO í Paranal. Þar náðist fyrsta myndin af fjarreikistjörnu og athuganir þar hafa staðfest að það herðir á útþenslu alheimsins. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2020 voru veitt fyrir rannsóknir á risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar en sjónaukar ESO léku stórt hlutverk í þeim. Síle Geimurinn Vísindi Orkumál Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. 21. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Síleskst dótturfélag bandaríska orkufyrirtækisins AES Corporation er með tröllvaxið iðnaðarsvæði á teikniborðinu þar sem reisa á höfn, vetnis- og ammoníakverksmiðjum og þúsundum rafala nærri Paranal-athuganastöð Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni. Iðnaðarsvæðið á að ná yfir meira en 3.000 hektara, á við litla borg. Verksmiðjurnar yrðu aðeins fimm til ellefu kílómetra frá sjónaukum ESO, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá athuganastöðinni vegna framkvæmdanna. Verkefnið var lagt fram til umhverfismats á aðfangadag. ESO segir verkefnið ógna ósnortnum himninum yfir Paranal-athuganastöðinni sem sé sá dimmasti og heiðasti yfir nokkurri stjörnuathuganastöð á jörðinni. „Ryklosun á framkvæmdatímanum, aukin ókyrrð í andrúmsloftinu og sérstaklega ljósmengunin mun valda óbætanlegum skaða á getunni til stjarnfræðilegra athugana sem aðildarríki ESO hafa til þessa fjárfesta milljarða evra í,“ er haft eftir Xavier Barcons, framkvæmdastjóra ESO, í yfirlýsingunni. Hvetur ESO sílesk stjórnvöld til þess að vernda stjörnuhimininn og finna athafnasvæði AES Andes annan stað. Næturhimininn yfir Paranal sé í raun náttúruminjar sem þjóni öllu mannkyninu, þvert á landamæri. Fjöldi meiriháttar uppgötvana hefur verið gerður með sjónaukum ESO í Paranal. Þar náðist fyrsta myndin af fjarreikistjörnu og athuganir þar hafa staðfest að það herðir á útþenslu alheimsins. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2020 voru veitt fyrir rannsóknir á risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar en sjónaukar ESO léku stórt hlutverk í þeim.
Síle Geimurinn Vísindi Orkumál Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. 21. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. 21. nóvember 2024 15:06