Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 21:54 Hundurinn Mosi heldur uppi eigin síðu á Instagram. Aðsend Hundurinn Mosi fann heyrnartól sem týnst höfðu í göngutúr á Vatnsenda. Eigandi Mosa hafði gefist upp á leitinni, enda hægara sagt en gert að koma auga á hvít heyrnartól í snjónum, þegar Mosi gróf þau upp. Þetta kemur fram á einkareikningi Mosa sjálfs á Instagram sem eigandi hans, Nína Petersen, rekur. Hún segist hafa verið með Mosa í göngutúr í Heiðmörk þegar hún taldi glænýju heyrnartólin af gerðinni Airpods vera týnd og tröllum gefin. „Hann er yfirleitt alltaf að þefa uppi kúk, hann er með einstakan hæfileika í því. Það er gaman að þetta nýttist í eitthvað,“ segir Nína. Hafði fengið heyrnartólin í jólagjöf Hún segist hafa verið mjög súr þegar ekkert bólaði á þeim þrátt fyrir að hafa kembt svæðið í kringum göngustiginn enda hálfvonlaust að finna skjannahvíta græjuna sem hún var nýbúin að fá í jólagjöf á snævi þakinni jörðinni. Klippa: Hundurinn Mosi fann týnd heyrnartól í snjónum Hún dó þó ekki ráðalaus heldur tók til þess bragðs að leyfa Mosa, eins og hálfs árs gamals whippet-hunds, að þefa af annarri ómvölunni sem hún hafði í eyranu. „Eftir að hafa kembt svæðið var ég við það að gefast upp og halda aftur í átt að bílnum þegar ég sá að Mosi tók eitthvað hvítt upp úr snjónum og fleygði því í loftið,“ skrifar Nína á Instagram. Hlaut gómsæt fundarlaun „Þá byrjaði hann að hlaupa um með það og leika sér. Getið hvað það var? Heyrnartólin mín!“ skrifar hún. Hún segist vera mjög ánægð með Mosa sinn og að heppnin hafi verið með þeim í dag. Hún hafi vitað að whippet-hundar væru gáfaðir en Mosi hafi komið sér skemmtilega á óvart. Nína segir Mosa hafa verið hrósað nóg og að hún hafi gefið honum gómsæt fundarlaun. Gæludýr Hundar Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Þetta kemur fram á einkareikningi Mosa sjálfs á Instagram sem eigandi hans, Nína Petersen, rekur. Hún segist hafa verið með Mosa í göngutúr í Heiðmörk þegar hún taldi glænýju heyrnartólin af gerðinni Airpods vera týnd og tröllum gefin. „Hann er yfirleitt alltaf að þefa uppi kúk, hann er með einstakan hæfileika í því. Það er gaman að þetta nýttist í eitthvað,“ segir Nína. Hafði fengið heyrnartólin í jólagjöf Hún segist hafa verið mjög súr þegar ekkert bólaði á þeim þrátt fyrir að hafa kembt svæðið í kringum göngustiginn enda hálfvonlaust að finna skjannahvíta græjuna sem hún var nýbúin að fá í jólagjöf á snævi þakinni jörðinni. Klippa: Hundurinn Mosi fann týnd heyrnartól í snjónum Hún dó þó ekki ráðalaus heldur tók til þess bragðs að leyfa Mosa, eins og hálfs árs gamals whippet-hunds, að þefa af annarri ómvölunni sem hún hafði í eyranu. „Eftir að hafa kembt svæðið var ég við það að gefast upp og halda aftur í átt að bílnum þegar ég sá að Mosi tók eitthvað hvítt upp úr snjónum og fleygði því í loftið,“ skrifar Nína á Instagram. Hlaut gómsæt fundarlaun „Þá byrjaði hann að hlaupa um með það og leika sér. Getið hvað það var? Heyrnartólin mín!“ skrifar hún. Hún segist vera mjög ánægð með Mosa sinn og að heppnin hafi verið með þeim í dag. Hún hafi vitað að whippet-hundar væru gáfaðir en Mosi hafi komið sér skemmtilega á óvart. Nína segir Mosa hafa verið hrósað nóg og að hún hafi gefið honum gómsæt fundarlaun.
Gæludýr Hundar Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira