Íslenski boltinn

Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Bendiktsson ætlar að hjálpa strákunum í HK sem ætla að halda styrktarleik fyrir vin sinn í dag.
Guðmundur Bendiktsson ætlar að hjálpa strákunum í HK sem ætla að halda styrktarleik fyrir vin sinn í dag. S2 Sport

Þrettán ára gamlir strákar úr HK ætla að halda styrktarleik í dag fyrir vin sinn sem greindist með krakkamein.

Tómas Freyr, vinur strákanna í 4. flokki HK, greindist með krabbamein í október. Hann hefur þurft að fara í erfiðar lyfjameðferðir og risastóra aðgerð í Svíþjóð núna fyrir jólin. Fram undan er langt og strangt ferli fyrir hann og félagar hans vilja leggja sitt af mörkum við að aðstoða hann.

Strákarnir hafa skipulagt styrktarleik í Kórnum. 4. flokkslið HK mætir Vikingi tvisvar sinnum og á milli leikjanna verður síðan stjörnuleikur á milli stjörnuliðs Ómars Inga og liði HK undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar.

Leikurinn hefst klukkan 11.00 í dag í Kórnum í Kópavogi en strákarnir vonast til þess að geta safnað nægum pening til að hjálpa vini sínum á erfiðum tíma.

Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, mun verða á svæðinu og lýsa því sem fram fer og Gunnar Oddur Hafliðason dæmir leikinn með þá Eystein Hrafnkelsson og Egil Guðvarð Guðlaugsson sér til aðstoðar.

Stjörnulið Ómars Inga Guðmundssonar mætir HK undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar sem tók við liðinu af Ómari í haust. Meðal þeirra sem spila leikinn í liði Ómars verða Kári Árnason, Hreimur, Viktor Bjarki, Jói Ásbjörns, Óskar Örn Hauksson og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks.

Aðgangseyri til styrktar Tómasi er 1500 krónur eða frjáls framlög. Posi verður að sjálfsögðu á svæðinu. Sjoppa verður á staðnum.

Fyrir þau sem komast ekki og langar að styrkja þá hefur verið stofnaður reikningur:

Reikningsnúmer: 0370-22-099772

Kennitala: 170411-2260

HK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×