Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 09:31 Frank Anguissa minntist Daniele eftir að hafa skorað fyrir Napoli í gær. Getty Leikmenn Napoli léku í gær fyrir stuðningsmann sinn og vin, Daniele, sem lést nýverið aðeins 13 ára gamall eftir baráttu við hvítblæði. Þetta segir Frank Anguissa sem benti til himins og tileinkaði Daniele seinna mark Napoli í 2-0 sigrinum gegn Verona í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær. Þetta var fimmti sigur Napoli í röð og er liðið með fjögurra stiga forskot á Inter á toppi deildarinnar. Daniele lést fyrir níu dögum síðan en hann hafði tengst leikmönnum Napoli sterkum böndum og orðið eins konar lukkustrákur liðsins, samkvæmt frétt Football Italia. „Elsku Daniele, þú gafst okkur mánuði af gleði með því að vera svona nærri okkur. Þrátt fyrir veikindi þín þá miðlaðir þú áfram styrk, hugrekki og ánægju til okkar,“ sagði Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, eftir að Daniele lést sama daga og Napoli vann 3-0 útisigur gegn Fiorentina. Þjálfarinn Antonio Conte treysti sér ekki til að mæta á blaðamannafund eftir þann leik. „Þú verður alltaf með okkur“ Leikmenn Napoli báru svört sorgarbönd í leiknum við Verona í gær, og foreldrar Daniele fylgdust með leiknum og tóku þátt í að fagna sigrinum eins og Daniele hafði gert á meðan hann hafði enn heilsu til að mæta á leiki. „Hann var alltaf svo hugrakkur strákur og við vitum að verðum alltaf að reyna að vinna fyrir hann. Ég er ánægður með að við skyldum spila fyrir hann í dag og vinna,“ sagði Anguissa við DAZN eftir leik í gær. Daniele 💙 pic.twitter.com/ZKRdwhFMw6— Oficial SSC Napoli (@sscnapoliES) January 12, 2025 Hann kyssti armband sitt eftir að hafa skorað í gær, en á armbandinu stendur: „Þú verður alltaf með okkur.“ Napoli á erfiða leikjadagskrá fyrir höndum því liðið mætir næst Atalanta, sem er í 3. sæti, á útivelli á laugardaginn og á svo leiki við Juventus og Roma. Ítalski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Þetta segir Frank Anguissa sem benti til himins og tileinkaði Daniele seinna mark Napoli í 2-0 sigrinum gegn Verona í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær. Þetta var fimmti sigur Napoli í röð og er liðið með fjögurra stiga forskot á Inter á toppi deildarinnar. Daniele lést fyrir níu dögum síðan en hann hafði tengst leikmönnum Napoli sterkum böndum og orðið eins konar lukkustrákur liðsins, samkvæmt frétt Football Italia. „Elsku Daniele, þú gafst okkur mánuði af gleði með því að vera svona nærri okkur. Þrátt fyrir veikindi þín þá miðlaðir þú áfram styrk, hugrekki og ánægju til okkar,“ sagði Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, eftir að Daniele lést sama daga og Napoli vann 3-0 útisigur gegn Fiorentina. Þjálfarinn Antonio Conte treysti sér ekki til að mæta á blaðamannafund eftir þann leik. „Þú verður alltaf með okkur“ Leikmenn Napoli báru svört sorgarbönd í leiknum við Verona í gær, og foreldrar Daniele fylgdust með leiknum og tóku þátt í að fagna sigrinum eins og Daniele hafði gert á meðan hann hafði enn heilsu til að mæta á leiki. „Hann var alltaf svo hugrakkur strákur og við vitum að verðum alltaf að reyna að vinna fyrir hann. Ég er ánægður með að við skyldum spila fyrir hann í dag og vinna,“ sagði Anguissa við DAZN eftir leik í gær. Daniele 💙 pic.twitter.com/ZKRdwhFMw6— Oficial SSC Napoli (@sscnapoliES) January 12, 2025 Hann kyssti armband sitt eftir að hafa skorað í gær, en á armbandinu stendur: „Þú verður alltaf með okkur.“ Napoli á erfiða leikjadagskrá fyrir höndum því liðið mætir næst Atalanta, sem er í 3. sæti, á útivelli á laugardaginn og á svo leiki við Juventus og Roma.
Ítalski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira