Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 10:28 Leikmenn Vipers þurfa að finna sér nýtt félag til að spila fyrir. EPA-EFE/Tor Erik Schroder Norska handboltafélagið Vipers frá Kristiansand er endanlega orðið gjaldþrota. Tilraunir til að bjarga félaginu í haust báru á endanum ekki árangur. Vipers hefur orðið norskur meistari undanfarin sjö ár og vann Meistaradeildina þrjú ár í röð (2021-23). Meðal þekktra leikmanna liðsins má nefna norsku landsliðsmarkverðina Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel, sænsku landsliðskonuna Jaminu Roberts og Lois Abbingh frá Hollandi. Tilkynning stjórnenda Vipers í dag, um að starfsemi félagsins yrði hætt og það tekið til gjaldþrotaskipta, er óvænt þrátt fyrir fjárhagsvandræði því svo virtist í haust sem að tekist hefði að bjarga félaginu. Stjórnendur höfðu þá sagt að félagið þyrfti 25 milljónir norskra króna til að forðast gjaldþrot, en enduðu á að lýsa yfir gjaldþroti áður en nýr fjárfestahópur kom svo inn og hélt félaginu á floti. Lifðu um efni fram og fóru of seint í að rétta af reksturinn Það reyndist hins vegar skammgóður vermir eins og fyrr segir. Ekki tókst að tryggja rekstur félagsins út yfirstandandi leiktíð auk þess sem félagið glímir við lausafjárskort, segir í tilkynningu frá Vipers um gjaldþrotið í dag. Íþróttafréttamaður norska ríkismiðilsins NRK, Jan Petter Saltvedt, segir tíðindin ergileg: „Fyrst og fremst fyrir hönd þeirra leikmanna sem fengu nýja von nú síðast í haust. En einnig fyrir hönd allra þeirra sem töldu að varanleg lausn væri í raun möguleg. Það eru margir sem telja sig svikna í dag.“ Fyrrverandi stjórnarformaður Vipers, Peter Gitmark, segir við NRK: „Þetta er óendanlega sorglegt. Aðalvandamálið er að félagið hefur um nokkurt skeið eytt meiri peningum en félagið átti og grundvöllur var fyrir. Menn lifðu um efni fram og það var farið í það of seint að snúa rekstrinum við,“ sagði Gitmark. Norski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ Sjá meira
Vipers hefur orðið norskur meistari undanfarin sjö ár og vann Meistaradeildina þrjú ár í röð (2021-23). Meðal þekktra leikmanna liðsins má nefna norsku landsliðsmarkverðina Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel, sænsku landsliðskonuna Jaminu Roberts og Lois Abbingh frá Hollandi. Tilkynning stjórnenda Vipers í dag, um að starfsemi félagsins yrði hætt og það tekið til gjaldþrotaskipta, er óvænt þrátt fyrir fjárhagsvandræði því svo virtist í haust sem að tekist hefði að bjarga félaginu. Stjórnendur höfðu þá sagt að félagið þyrfti 25 milljónir norskra króna til að forðast gjaldþrot, en enduðu á að lýsa yfir gjaldþroti áður en nýr fjárfestahópur kom svo inn og hélt félaginu á floti. Lifðu um efni fram og fóru of seint í að rétta af reksturinn Það reyndist hins vegar skammgóður vermir eins og fyrr segir. Ekki tókst að tryggja rekstur félagsins út yfirstandandi leiktíð auk þess sem félagið glímir við lausafjárskort, segir í tilkynningu frá Vipers um gjaldþrotið í dag. Íþróttafréttamaður norska ríkismiðilsins NRK, Jan Petter Saltvedt, segir tíðindin ergileg: „Fyrst og fremst fyrir hönd þeirra leikmanna sem fengu nýja von nú síðast í haust. En einnig fyrir hönd allra þeirra sem töldu að varanleg lausn væri í raun möguleg. Það eru margir sem telja sig svikna í dag.“ Fyrrverandi stjórnarformaður Vipers, Peter Gitmark, segir við NRK: „Þetta er óendanlega sorglegt. Aðalvandamálið er að félagið hefur um nokkurt skeið eytt meiri peningum en félagið átti og grundvöllur var fyrir. Menn lifðu um efni fram og það var farið í það of seint að snúa rekstrinum við,“ sagði Gitmark.
Norski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ Sjá meira