„Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Aron Guðmundsson skrifar 15. janúar 2025 07:33 Freyr Alexandersson hefur tekið til starfa sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann Getty Freyr Alexandersson er spenntur fyrir því að reyna við toppbaráttu með einu stærsta liði Norðurlandanna, norska liðinu Brann. Þar eru kröfurnar hins vegar miklar og lítið svigrúm fyrir slæm úrslit. „Það eru búnar að vera miklar tilfinningar tengdar þessu síðustu þrjár vikur og inn í það blandast náttúrulega jól og áramót. Tilfinningin er ofboðslega góð. Ég er mjög stoltur og ánægður með að vera kominn til Brann,“ segir Freyr í samtali við Íþróttadeild. Hugsaði um að taka sér pásu frá þjálfun Brann er eitt stærsta knattspyrnufélag Norðurlandanna og hefur undanfarin tvö tímabil endaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Ástríða heimamanna fyrir liðinu er mikil og krafan um titil ríkjandi ár hvert og margt sem heillar Frey við þetta félag. Hann hafði hugsað sér að taka hlé frá þjálfun fram á næsta sumar en svo kom Brann inn í myndina. „Þegar að ég hætti hjá KV Kortrijk var ég nokkurn veginn með ramma utan um það hvernig ég vildi sjá næsta skref. Ég viss ekki alveg hvenær ég vildi taka það skref, hvort ég vildi aðeins anda og taka mér smá hlé og þar af leiðandi finna starf næsta sumar. En svo er það bara þannig að hlutirnir gerast hratt og þegar að félag eins og Brann kemur inn í myndina þá er ekkert hægt að líta fram hjá því. Maður verður að fara all-in í það.“ Freyr Alexandersson, nýr þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins BrannMynd: Brann SK „Það sem er mest heillandi við Brann er hversu vel uppbyggður klúbburinn er. Hér er skýr sýn á það hvað þeir vilja, hvernig fótbolta hér á að spila, fyrir hvað félagið stendur, kúltúrinn í kringum liðið og svo eru þeir með gríðarlega sterkt samspil milli Brann og Bergen. Þetta er félag með 17 þúsund manna völl og að meðaltali mæta um 16.800 manns á leiki. Það eru því tvö hundruð laus sæti á leikjum liðsins að meðaltali, það er ansi gott. Allt snýst um Brann í Bergen og eins og ég hef fengið að upplifa er fólk hér mjög ástríðufullt fyrir félaginu sínu. Það var eitthvað sem mig langaði til að taka þátt í. Mig langaði að taka þátt í toppbaráttu, langaði að vera í liði með góðan strúktur og heilbrigða sýn þar sem að það væri bær og félag sem fólk brennur fyrir. Ég fékk það í Brann og er mjög ánægður með það.“ Móttökurnar „eitthvað annað og stærra“ Það var við komuna til Bergen þegar að Freyr áttaði sig á áhuganum á Brann liðinu. Þar beið hans fjölmenn fjölmiðlasveit á flugvellinum „Ég var búinn að fá að vita svona nokkurn veginn hvernig þetta væri. Birkir Már Sævarsson fyrrverandi leikmaður liðsins og Magni Fannberg sem starfaði hérna á sínum tíma lýst þessu fyrir mér. Ég tók þá alveg alvarlega en þessar móttökur sem ég fékk á flugvellinum voru eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað. Þú finnur þetta hvergi annars staðar í Skandinavíu. Svona hluti. Ég veit að það eru klúbbar sem eru kannski aðeins stærri en Brann en ástríðan og umfjöllunin í kringum Brann er á hæsta stigi.“ Degi eftir að leiðir Freys og KV Kortrijk skildu um miðjan síðasta mánuð settu forráðamenn Brann sig í samband við Frey. Hann fór í viðræður bæði við norska félagið sem og Knattspyrnusamband Íslands varðandi lausa stöðu landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins og endaði að lokum hjá Brann. Ætlar að læra „bergenskuna“ Freyr stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Brann í gær og fær hann rúman tvo og hálfan mánuð til að gera liðið klárt fyrir komandi tímabil og fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni. „Það er langt síðan að ég hef fengið svona langt undirbúningstímabil. Það er frábært. Ég er ekki viss um að ég hefði tekið þetta starf að mér á miðju tímabili. Ein af ástæðunum fyrir því að mér finnst þetta starf passa mér vel er sú að ég hef tíma til þess að koma mér inn í hlutina og vinna þetta á eðlilegu tempói. Leikmenn eru þannig séð nýkomnir til æfinga. Búnir að æfa í eina viku áður en að ég kom inn og stjórnaði minni fyrstu æfingu. Það er venjulegur undirbúningur fram undan en vissulega svolítið lengri en ég hef vanist upp á síðkastið. Ég mun einblína á að kynnast fólkinu hér, leikmönnum, starfsliðinu og fólkinu í bænum. Það eru náttúrulega margir starfsmenn hérna á öllum sviðum. Þetta er það stórt batterí.“ Stuðningsmenn Brann brenna fyrir sitt liðVisir/Getty „Svo er það náttúrulega verkefni að læra tungumálið. Ég tala dönsku og þeir skilja hana alveg hérna en mig langar að geta talað bergensku eins og þeir segja að tungumálið heiti. Fólkið hér talar ekki norsku heldur bergensku. Ég ætla reyna læra það á þremur mánuðum, hella mér inn í þetta. Svo förum við náttúrulega í það að finna leikmenn, styrkja liðið og svo erum við með einhverja leikmenn sem eru mjög eftirsóknarverðir. Þetta gengur sinn vanagang.“ Freyr hefur gefið það út að til að byrja með muni hann hafa til hliðsjónar leikkerfi sem lið Brann spilaði undir fyrrverandi þjálfara sínum á síðasta tímabili. Útgáfa af 4-3-3 leikkerfinu. „Eins og staðan er í dag er leikmannahópurinn settur saman fyrir það leikkerfi og það er mikið jafnvægi í leikmannahópnum sem er mjög gott. Ég geng út frá því að við munum hefja okkar undirbúning á að spila það leikkerfi. Leikkerfi í dag er hins vegar bara eitthvað aukaatriði (e.secondary), fótbolti er það fljótandi fyrirbæri að þú getur sett menn upp í ákveðnar stöður en svo ertu með alls konar færslur. Lykilatriðið er hins vegar það að ég mun spila með fjögurra manna varnarlínu. Það er alveg klárt. Svo hvort það heiti 4-3-3 eða 4-4-2 tígull fer svolítið eftir því hvaða leikmenn ég hef til að velja úr og ná því besta út úr.“ Með íslenska leikmenn á radarnum Varðandi mögulegar leikmannakomur segist Freyr vera með íslenska leikmenn á sínum radar en líka leikmenn frá öðrum löndum. „Það eru íslenskir leikmenn sem eru áhugaverðir og áhugasamir. Auðvitað eru áhugaverðir íslenskir leikmenn. Þetta snýst bara um tímasetningar, réttu týpurnar, hvað okkur vantar og hverjir séu mögulega á lausu. Það sem þú ert kannski að leita eftir er það hvort ég sé með íslenska leikmenn á radarnum. Það er þannig. Það eru að sjálfsögðu Íslendingar á listanum. Rétt eins og Norðmenn, Danir, Svíar, Englendingar og Walesverjar. Það er nóg af fótboltamönnum þarna úti.“ Logi Tómasson var ítrekað orðaður við KV Kortrijk þegar að Freyr var þjálfari þar. Mun hann ganga til liðs við Brann? Getty/Mike Egerton Hvað gerir Huseklepp? Í Noregi hefur verið mikið rætt og ritað um framtíð aðstoðarþjálfarans Erik Huseklepp sem starfaði sem aðstoðarþjálfari í teymi fyrrverandi þjálfara Brann, Eirik Horneland. Freyr tók með sér sinn trausta aðstoðarþjálfara Jonathan Hartmann, þeir hafa starfað saman hjá bæði Lyngby og Kortrijk. Huseklepp hafði sjálfur lýst yfir áhuga á því að taka við þjálfarastöðunni hjá Brann en Freyr segir hann verða áfram í þjálfarateymi liðsins eins og staðan er í dag. Huseklepp er gífurlega vel metinn hjá Brann og í Bergen. „Ég átti marga góða fundi með honum áður en að við hófumst handa. Hann var alveg heiðarlegur með það gagnvart mér að hann veit ekki alveg sjálfur hvert hann vill fara með sinn þjálfaraferil og hlutverk. Við byrjum þetta því þannig að hann er í því hlutverki sem hann var í áður að mestu megni. Með Eirik Horneland, sem starfaði sem þjálfari Brann á undan mér, fór einn aðstoðarþjálfari til St. Etienne. Hartmann fyllir upp í hans skarð og það er því ekki eins og ég sé að bæta við þjálfarateymið eins og staðan er núna. Heldur var laus staða sem betur fer. Hvað Huseklepp varðar mun það bara þróast hvernig hans starf verður hjá okkur. Það er svolítið undir honum komið. Það eina sem skiptir mig máli er að hann sé heiðarlegur trúr í öllu því sem hann er að gera. Hvað okkar samstarf varðar er ekkert vandamál til staðar. Þetta snýst bara um það hvernig hann nýtist félaginu sem best til framtíðar. En það er mikil fjölmiðlathygli á þessu. Hann er stór prófíll í Bergen, hefur verið stór partur af félaginu bæði sem leikmaður og þjálfari. Maður verður bara að lifa með því og leyfa því að hafa sinn vanagang.“ „Tíu manns í fullu starfi við að elta mig“ Og Freyr staldrar við orð sín um umfjöllun og athygli fjölmiðla á Brann. Hún er gífurleg. Freyr skömmu eftir komuna til Bergen, umkringdur fjölmiðlamönnumMynd: BA.no „Það er engin eðlileg fjölmiðlaumfjöllun hérna. Við vorum með fyrstu æfingu í gær og það voru tuttugu fjölmiðlar að fylgjast með æfingunni. Í staðarblaðinu Bergens Tidende eru fimm blaðamenn í fullri vinnu við að fylgja Brann og sömuleiðis fimm hjá Bergensavisen. Í fullu starfi bara við að fylgja Brann. Þetta eru tíu manns í fullu starfi við að elta mig. Ekki elta mig alla daga sem betur fer, það er virðing hérna milli fólks sem betur fer.“ Þurfti að koma sér út úr því að vera bjargvættur Brann varð síðast norskur meistari árið 2007 en sama hvað tautar og raular er krafan hjá stuðningsmönnum liðsins alltaf sú að berjast á toppnum og vinna titla. Önnur staða en Freyr þurfti að eiga við hjá Kortrijk og Lyngby undanfarin ár þar sem hann fékk viðurnefnið kraftaverkamaðurinn fyrir að hafa bjargað þeim liðum frá falli. Freyr er spenntur fyrir því að vera með lið þar sem krafan er slík að vinna titla. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen „Ég þurfti að koma mér út úr því að vera bjargvættur. Setja saman lið, redda hlutunum og vera í botnbaráttunni. Það voru endalaust af möguleikunum á borðinu fyrir mig þar sem að ég hefði þurft að koma inn og reyna redda hlutunum. Þegar að ég var með Lyngby í 1.deildinni í Danmörku sem og kvennalið Vals heima var ég í þeirri stöðu að eiga að vinna deildina með Lyngby og alla titla með Val. Ég gerði það. Alltaf þegar að ég hef verið í þessari stöðu hef ég náð settu marki. Það er bara svolítið langt síðan. Núna hlakkar mig til. Ég þurfti á þessu að halda, langaði að gera þetta. Ég er bara mjög feginn og þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri.“ Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
„Það eru búnar að vera miklar tilfinningar tengdar þessu síðustu þrjár vikur og inn í það blandast náttúrulega jól og áramót. Tilfinningin er ofboðslega góð. Ég er mjög stoltur og ánægður með að vera kominn til Brann,“ segir Freyr í samtali við Íþróttadeild. Hugsaði um að taka sér pásu frá þjálfun Brann er eitt stærsta knattspyrnufélag Norðurlandanna og hefur undanfarin tvö tímabil endaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Ástríða heimamanna fyrir liðinu er mikil og krafan um titil ríkjandi ár hvert og margt sem heillar Frey við þetta félag. Hann hafði hugsað sér að taka hlé frá þjálfun fram á næsta sumar en svo kom Brann inn í myndina. „Þegar að ég hætti hjá KV Kortrijk var ég nokkurn veginn með ramma utan um það hvernig ég vildi sjá næsta skref. Ég viss ekki alveg hvenær ég vildi taka það skref, hvort ég vildi aðeins anda og taka mér smá hlé og þar af leiðandi finna starf næsta sumar. En svo er það bara þannig að hlutirnir gerast hratt og þegar að félag eins og Brann kemur inn í myndina þá er ekkert hægt að líta fram hjá því. Maður verður að fara all-in í það.“ Freyr Alexandersson, nýr þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins BrannMynd: Brann SK „Það sem er mest heillandi við Brann er hversu vel uppbyggður klúbburinn er. Hér er skýr sýn á það hvað þeir vilja, hvernig fótbolta hér á að spila, fyrir hvað félagið stendur, kúltúrinn í kringum liðið og svo eru þeir með gríðarlega sterkt samspil milli Brann og Bergen. Þetta er félag með 17 þúsund manna völl og að meðaltali mæta um 16.800 manns á leiki. Það eru því tvö hundruð laus sæti á leikjum liðsins að meðaltali, það er ansi gott. Allt snýst um Brann í Bergen og eins og ég hef fengið að upplifa er fólk hér mjög ástríðufullt fyrir félaginu sínu. Það var eitthvað sem mig langaði til að taka þátt í. Mig langaði að taka þátt í toppbaráttu, langaði að vera í liði með góðan strúktur og heilbrigða sýn þar sem að það væri bær og félag sem fólk brennur fyrir. Ég fékk það í Brann og er mjög ánægður með það.“ Móttökurnar „eitthvað annað og stærra“ Það var við komuna til Bergen þegar að Freyr áttaði sig á áhuganum á Brann liðinu. Þar beið hans fjölmenn fjölmiðlasveit á flugvellinum „Ég var búinn að fá að vita svona nokkurn veginn hvernig þetta væri. Birkir Már Sævarsson fyrrverandi leikmaður liðsins og Magni Fannberg sem starfaði hérna á sínum tíma lýst þessu fyrir mér. Ég tók þá alveg alvarlega en þessar móttökur sem ég fékk á flugvellinum voru eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað. Þú finnur þetta hvergi annars staðar í Skandinavíu. Svona hluti. Ég veit að það eru klúbbar sem eru kannski aðeins stærri en Brann en ástríðan og umfjöllunin í kringum Brann er á hæsta stigi.“ Degi eftir að leiðir Freys og KV Kortrijk skildu um miðjan síðasta mánuð settu forráðamenn Brann sig í samband við Frey. Hann fór í viðræður bæði við norska félagið sem og Knattspyrnusamband Íslands varðandi lausa stöðu landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins og endaði að lokum hjá Brann. Ætlar að læra „bergenskuna“ Freyr stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Brann í gær og fær hann rúman tvo og hálfan mánuð til að gera liðið klárt fyrir komandi tímabil og fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni. „Það er langt síðan að ég hef fengið svona langt undirbúningstímabil. Það er frábært. Ég er ekki viss um að ég hefði tekið þetta starf að mér á miðju tímabili. Ein af ástæðunum fyrir því að mér finnst þetta starf passa mér vel er sú að ég hef tíma til þess að koma mér inn í hlutina og vinna þetta á eðlilegu tempói. Leikmenn eru þannig séð nýkomnir til æfinga. Búnir að æfa í eina viku áður en að ég kom inn og stjórnaði minni fyrstu æfingu. Það er venjulegur undirbúningur fram undan en vissulega svolítið lengri en ég hef vanist upp á síðkastið. Ég mun einblína á að kynnast fólkinu hér, leikmönnum, starfsliðinu og fólkinu í bænum. Það eru náttúrulega margir starfsmenn hérna á öllum sviðum. Þetta er það stórt batterí.“ Stuðningsmenn Brann brenna fyrir sitt liðVisir/Getty „Svo er það náttúrulega verkefni að læra tungumálið. Ég tala dönsku og þeir skilja hana alveg hérna en mig langar að geta talað bergensku eins og þeir segja að tungumálið heiti. Fólkið hér talar ekki norsku heldur bergensku. Ég ætla reyna læra það á þremur mánuðum, hella mér inn í þetta. Svo förum við náttúrulega í það að finna leikmenn, styrkja liðið og svo erum við með einhverja leikmenn sem eru mjög eftirsóknarverðir. Þetta gengur sinn vanagang.“ Freyr hefur gefið það út að til að byrja með muni hann hafa til hliðsjónar leikkerfi sem lið Brann spilaði undir fyrrverandi þjálfara sínum á síðasta tímabili. Útgáfa af 4-3-3 leikkerfinu. „Eins og staðan er í dag er leikmannahópurinn settur saman fyrir það leikkerfi og það er mikið jafnvægi í leikmannahópnum sem er mjög gott. Ég geng út frá því að við munum hefja okkar undirbúning á að spila það leikkerfi. Leikkerfi í dag er hins vegar bara eitthvað aukaatriði (e.secondary), fótbolti er það fljótandi fyrirbæri að þú getur sett menn upp í ákveðnar stöður en svo ertu með alls konar færslur. Lykilatriðið er hins vegar það að ég mun spila með fjögurra manna varnarlínu. Það er alveg klárt. Svo hvort það heiti 4-3-3 eða 4-4-2 tígull fer svolítið eftir því hvaða leikmenn ég hef til að velja úr og ná því besta út úr.“ Með íslenska leikmenn á radarnum Varðandi mögulegar leikmannakomur segist Freyr vera með íslenska leikmenn á sínum radar en líka leikmenn frá öðrum löndum. „Það eru íslenskir leikmenn sem eru áhugaverðir og áhugasamir. Auðvitað eru áhugaverðir íslenskir leikmenn. Þetta snýst bara um tímasetningar, réttu týpurnar, hvað okkur vantar og hverjir séu mögulega á lausu. Það sem þú ert kannski að leita eftir er það hvort ég sé með íslenska leikmenn á radarnum. Það er þannig. Það eru að sjálfsögðu Íslendingar á listanum. Rétt eins og Norðmenn, Danir, Svíar, Englendingar og Walesverjar. Það er nóg af fótboltamönnum þarna úti.“ Logi Tómasson var ítrekað orðaður við KV Kortrijk þegar að Freyr var þjálfari þar. Mun hann ganga til liðs við Brann? Getty/Mike Egerton Hvað gerir Huseklepp? Í Noregi hefur verið mikið rætt og ritað um framtíð aðstoðarþjálfarans Erik Huseklepp sem starfaði sem aðstoðarþjálfari í teymi fyrrverandi þjálfara Brann, Eirik Horneland. Freyr tók með sér sinn trausta aðstoðarþjálfara Jonathan Hartmann, þeir hafa starfað saman hjá bæði Lyngby og Kortrijk. Huseklepp hafði sjálfur lýst yfir áhuga á því að taka við þjálfarastöðunni hjá Brann en Freyr segir hann verða áfram í þjálfarateymi liðsins eins og staðan er í dag. Huseklepp er gífurlega vel metinn hjá Brann og í Bergen. „Ég átti marga góða fundi með honum áður en að við hófumst handa. Hann var alveg heiðarlegur með það gagnvart mér að hann veit ekki alveg sjálfur hvert hann vill fara með sinn þjálfaraferil og hlutverk. Við byrjum þetta því þannig að hann er í því hlutverki sem hann var í áður að mestu megni. Með Eirik Horneland, sem starfaði sem þjálfari Brann á undan mér, fór einn aðstoðarþjálfari til St. Etienne. Hartmann fyllir upp í hans skarð og það er því ekki eins og ég sé að bæta við þjálfarateymið eins og staðan er núna. Heldur var laus staða sem betur fer. Hvað Huseklepp varðar mun það bara þróast hvernig hans starf verður hjá okkur. Það er svolítið undir honum komið. Það eina sem skiptir mig máli er að hann sé heiðarlegur trúr í öllu því sem hann er að gera. Hvað okkar samstarf varðar er ekkert vandamál til staðar. Þetta snýst bara um það hvernig hann nýtist félaginu sem best til framtíðar. En það er mikil fjölmiðlathygli á þessu. Hann er stór prófíll í Bergen, hefur verið stór partur af félaginu bæði sem leikmaður og þjálfari. Maður verður bara að lifa með því og leyfa því að hafa sinn vanagang.“ „Tíu manns í fullu starfi við að elta mig“ Og Freyr staldrar við orð sín um umfjöllun og athygli fjölmiðla á Brann. Hún er gífurleg. Freyr skömmu eftir komuna til Bergen, umkringdur fjölmiðlamönnumMynd: BA.no „Það er engin eðlileg fjölmiðlaumfjöllun hérna. Við vorum með fyrstu æfingu í gær og það voru tuttugu fjölmiðlar að fylgjast með æfingunni. Í staðarblaðinu Bergens Tidende eru fimm blaðamenn í fullri vinnu við að fylgja Brann og sömuleiðis fimm hjá Bergensavisen. Í fullu starfi bara við að fylgja Brann. Þetta eru tíu manns í fullu starfi við að elta mig. Ekki elta mig alla daga sem betur fer, það er virðing hérna milli fólks sem betur fer.“ Þurfti að koma sér út úr því að vera bjargvættur Brann varð síðast norskur meistari árið 2007 en sama hvað tautar og raular er krafan hjá stuðningsmönnum liðsins alltaf sú að berjast á toppnum og vinna titla. Önnur staða en Freyr þurfti að eiga við hjá Kortrijk og Lyngby undanfarin ár þar sem hann fékk viðurnefnið kraftaverkamaðurinn fyrir að hafa bjargað þeim liðum frá falli. Freyr er spenntur fyrir því að vera með lið þar sem krafan er slík að vinna titla. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen „Ég þurfti að koma mér út úr því að vera bjargvættur. Setja saman lið, redda hlutunum og vera í botnbaráttunni. Það voru endalaust af möguleikunum á borðinu fyrir mig þar sem að ég hefði þurft að koma inn og reyna redda hlutunum. Þegar að ég var með Lyngby í 1.deildinni í Danmörku sem og kvennalið Vals heima var ég í þeirri stöðu að eiga að vinna deildina með Lyngby og alla titla með Val. Ég gerði það. Alltaf þegar að ég hef verið í þessari stöðu hef ég náð settu marki. Það er bara svolítið langt síðan. Núna hlakkar mig til. Ég þurfti á þessu að halda, langaði að gera þetta. Ég er bara mjög feginn og þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri.“
Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti