Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 19:41 Einstaklingur sem þóttist vera Brad Pitt fékk konu til að greiða sér tugi milljóna króna. Getty/gilbert flores Fjársvikar þóttist vera Brad Pitt í rúmlega ár til að svíkja konu um tugi milljóna. Konan hélt að hún væri að greiða fyrir krabbameinsmeðferð leikarans. Viðtal við hana hefur fengið mikla neikvæða athygli á netinu. Anne, 53 ára franskur innanhúshönnuður, hafði átt í samskiptum við aðila sem þóttist vera Pitt í um eitt og hálft ár. Þau byrjuðu fyrst að tala saman eftir að einstaklingur sem þóttist vera móðir leikarans hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Hún átti að hafa sagt Anne hvað þau myndu passa vel saman sem par. Eftir að hafa átt í samskiptum við móðurina hafði aðili sem þóttist vera Brad Pitt haft samband við hana á samfélagsmiðlinum. Einstaklingurinn notaði falska aðganga á samfélagsmiðlum og ljósmyndir búnar til af gervigreind. „Ég spyr mig af hverju þau völdu að valda svona skaða,“ sagði Anne í viðtali en greint er frá á fjölmiðlinum France24. „Ég hef aldrei skaðað neinn. Þessi einstaklingar eiga heima í helvíti.“ Aðilinn sem þóttist vera Pitt bað hana síðan um fjárhagsaðstoð þar sem að hann væri kominn með krabbamein í nýra. Hann hefði ekki aðgang að bankareikningnum sínum þar sem hann hafði verið fyrstur út af skilnaði sínum við Angelina Jolie. Anne trúði því að þau væru ástfangin og greiddi því fjársvikaranum rúmlega 120 milljónir íslenskra króna til að borga fyrir meðferðina. Það var ekki fyrr en hún sá ljósmynd af Brad Pitt og maka hans Ines de Ramon að hún gerði sér grein fyrir því að um fjársvik væri að ræða. Mikið af neikvæðum athugasemdum Anne fór í viðtal vegna málsins sem uppskar mikla neikvæða umfjöllun á netinu. Margir gerðu grín af henni en sem dæmi birti samfélagsmiðlareikningur Netflix í Frakklandi auglýsingu þar sem stóð „fjórar kvikmyndir til að sjá með Brad Pitt (í alvörunni) frítt.“ Aðrir hafa gagnrýnt TF1 sem tóku og birtu viðtalið fyrir að vernda ekki einstakling sem gerði sér ef til vill ekki grein fyrir afleiðingum þess að veita viðtal. Fram kom að á þeim tíma sem viðtalið var tekið hafi Anne verið með mjög þunglynd. Frakkland Samfélagsmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Anne, 53 ára franskur innanhúshönnuður, hafði átt í samskiptum við aðila sem þóttist vera Pitt í um eitt og hálft ár. Þau byrjuðu fyrst að tala saman eftir að einstaklingur sem þóttist vera móðir leikarans hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Hún átti að hafa sagt Anne hvað þau myndu passa vel saman sem par. Eftir að hafa átt í samskiptum við móðurina hafði aðili sem þóttist vera Brad Pitt haft samband við hana á samfélagsmiðlinum. Einstaklingurinn notaði falska aðganga á samfélagsmiðlum og ljósmyndir búnar til af gervigreind. „Ég spyr mig af hverju þau völdu að valda svona skaða,“ sagði Anne í viðtali en greint er frá á fjölmiðlinum France24. „Ég hef aldrei skaðað neinn. Þessi einstaklingar eiga heima í helvíti.“ Aðilinn sem þóttist vera Pitt bað hana síðan um fjárhagsaðstoð þar sem að hann væri kominn með krabbamein í nýra. Hann hefði ekki aðgang að bankareikningnum sínum þar sem hann hafði verið fyrstur út af skilnaði sínum við Angelina Jolie. Anne trúði því að þau væru ástfangin og greiddi því fjársvikaranum rúmlega 120 milljónir íslenskra króna til að borga fyrir meðferðina. Það var ekki fyrr en hún sá ljósmynd af Brad Pitt og maka hans Ines de Ramon að hún gerði sér grein fyrir því að um fjársvik væri að ræða. Mikið af neikvæðum athugasemdum Anne fór í viðtal vegna málsins sem uppskar mikla neikvæða umfjöllun á netinu. Margir gerðu grín af henni en sem dæmi birti samfélagsmiðlareikningur Netflix í Frakklandi auglýsingu þar sem stóð „fjórar kvikmyndir til að sjá með Brad Pitt (í alvörunni) frítt.“ Aðrir hafa gagnrýnt TF1 sem tóku og birtu viðtalið fyrir að vernda ekki einstakling sem gerði sér ef til vill ekki grein fyrir afleiðingum þess að veita viðtal. Fram kom að á þeim tíma sem viðtalið var tekið hafi Anne verið með mjög þunglynd.
Frakkland Samfélagsmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira