Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 14. janúar 2025 20:04 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræddi kjaradeiluna í Kvöldfréttum. Vísir/Einar Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funda í Karphúsinu á morgun eftir stutt hlé á samningaviðræðunum. Formaður Kennarasambandsins segir miður að vera aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna, sem er með grunn-, leik- og tónlistarskóla á sínu forræði, mun sitja fundinn með kennurum. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskóla á sínu forræði, verður ekki viðstödd. Ef samningar nást ekki fyrir mánaðamót hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný. Að sögn Magnúsar Þórs Jónssonar formanns Kennarasambandsins hefjast verkföll í tuttugu og einum skóla, fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum, þann 1. febrúar ef ekki næst að semja. „Við höfum ekki ennþá fundað með samninganefnd ríkisins og því miður er ég á því að þau séu kannski lengra frá samkomulagi eða alvöru samningsvilja þeim megin heldur en sambandsmegin,“ segir Magnús og á þar við Samband sveitarfélaga. Kröfur kennara séu skýrar en þeir vilji að laun verði jöfnuð á milli markaða en samkomulag þessa efnis var gert árið 2016 sem ríkið er aðli að. Fulltrúar í nýrri ríkisstjórn hafi gefið það upp að þeir teldu tímabært að samkomulagið væri fullnustað. Í samkomulaginu felist að laun kennara, ráðgjafa og stjórnenda í grunn-, leik-, tónlistar- og framhaldsskólum séu jafnsett við laun á almennum og opinberum markaði. Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði fréttastofu í vikunni að viðræðurnar hefðu helst strandað á launakröfum Kennarasambandsins. Aðspurður hvort launakröfur þeirra væru óraunhæfar segir Magnús þær sanngjarnar í ljósi áðurnefnds samkomulags. „Við höfum alveg verið skýr með það frá upphafi að það merki markaðarins sem hefur svolítið verið talað um myndi ekki duga til þess að gera KÍ samning. Og núna þurfum við bara að einbeita okkur að því verkefni, að finna leið til þetta markmið okkar verði sett í þann farveg sem þetta samkomulag á að gefa okkur.“ Hann bendir á aukið hlutfall ófaglærðra kennara í stofnunum sambandsins. „Við verðum að stoppa þessa blæðingu sem er út úr kerfunum. Það verður ekkert gert nema ef þeir sem standa ábyrgir gagnvart kerfunum verði með okkur í þessari vegferð, sem við teljum okkur eiga mikinn hljómgrunn meðal fólks. En við erum því miður aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á okkur. Við getum ekki horft upp á það að fólkinu sé sama um hvernig kerfin okkar virka.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Samninganefnd sveitarfélaganna, sem er með grunn-, leik- og tónlistarskóla á sínu forræði, mun sitja fundinn með kennurum. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskóla á sínu forræði, verður ekki viðstödd. Ef samningar nást ekki fyrir mánaðamót hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný. Að sögn Magnúsar Þórs Jónssonar formanns Kennarasambandsins hefjast verkföll í tuttugu og einum skóla, fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum, þann 1. febrúar ef ekki næst að semja. „Við höfum ekki ennþá fundað með samninganefnd ríkisins og því miður er ég á því að þau séu kannski lengra frá samkomulagi eða alvöru samningsvilja þeim megin heldur en sambandsmegin,“ segir Magnús og á þar við Samband sveitarfélaga. Kröfur kennara séu skýrar en þeir vilji að laun verði jöfnuð á milli markaða en samkomulag þessa efnis var gert árið 2016 sem ríkið er aðli að. Fulltrúar í nýrri ríkisstjórn hafi gefið það upp að þeir teldu tímabært að samkomulagið væri fullnustað. Í samkomulaginu felist að laun kennara, ráðgjafa og stjórnenda í grunn-, leik-, tónlistar- og framhaldsskólum séu jafnsett við laun á almennum og opinberum markaði. Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði fréttastofu í vikunni að viðræðurnar hefðu helst strandað á launakröfum Kennarasambandsins. Aðspurður hvort launakröfur þeirra væru óraunhæfar segir Magnús þær sanngjarnar í ljósi áðurnefnds samkomulags. „Við höfum alveg verið skýr með það frá upphafi að það merki markaðarins sem hefur svolítið verið talað um myndi ekki duga til þess að gera KÍ samning. Og núna þurfum við bara að einbeita okkur að því verkefni, að finna leið til þetta markmið okkar verði sett í þann farveg sem þetta samkomulag á að gefa okkur.“ Hann bendir á aukið hlutfall ófaglærðra kennara í stofnunum sambandsins. „Við verðum að stoppa þessa blæðingu sem er út úr kerfunum. Það verður ekkert gert nema ef þeir sem standa ábyrgir gagnvart kerfunum verði með okkur í þessari vegferð, sem við teljum okkur eiga mikinn hljómgrunn meðal fólks. En við erum því miður aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á okkur. Við getum ekki horft upp á það að fólkinu sé sama um hvernig kerfin okkar virka.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46