„Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2025 21:36 Dagur Sigurðsson er með króatíska landsliðið á heimavelli á þessu heimsmeistaramóti. Getty/Luka Stanzl/ Dagur Sigurðsson byrjaði vel með króatíska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld því liðið vann þá fjórtán marka sigur á Barein í fyrsta leik. Það var mikil stemmning í höllinni og Króatar töku öll völd frá byrjun leiks. Dagur var þarna að fara illa með gamlan félaga úr landsliðinu því Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein. „Ég er ekki frá því að það sé frekar gott að hafa klárað þetta svona. Við vorum einbeittir og flottir í byrjun. Við náðum að keyra á þá,“ sagði Dagur Sigurðsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Það verður samt að segjast eins og er að Aron er ekki öfundsverður. Hann var með hálflaskað lið fyrir mót og menn ekki alveg í standi. Það er erfitt í þessum bransa,“ sagði Dagur. Hvernig var fyrir Dag að stýra króatíska landsliðinu á heimavelli? „Það er skemmtilegt. Þetta er blóðheitt og það eru læti. Við eigum eftir að sjá þegar við verðum settir upp við vegginn líka hvernig þetta virkar þá,“ sagði Dagur en finnur hann fyrir pressu? „Nei ekki þannig lagað. Ég veit alveg að ég þarf að vinna leiki en ég er tiltölulega rólegur með það allt saman.,“ sagði Dagur. „Þeir eru vanir að skipta hratt um þjálfara og ég læt mér ekkert bregða þótt að það gerist,“ sagði Dagur en hverjar eru væntingarnar til liðsins? „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það, í hvaða sæti ég á að lenda. Ég vona að ég geti bætt okkar leik og að við verðum sterkir,“ sagði Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Dagur eftir sigur á Barein HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Það var mikil stemmning í höllinni og Króatar töku öll völd frá byrjun leiks. Dagur var þarna að fara illa með gamlan félaga úr landsliðinu því Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein. „Ég er ekki frá því að það sé frekar gott að hafa klárað þetta svona. Við vorum einbeittir og flottir í byrjun. Við náðum að keyra á þá,“ sagði Dagur Sigurðsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Það verður samt að segjast eins og er að Aron er ekki öfundsverður. Hann var með hálflaskað lið fyrir mót og menn ekki alveg í standi. Það er erfitt í þessum bransa,“ sagði Dagur. Hvernig var fyrir Dag að stýra króatíska landsliðinu á heimavelli? „Það er skemmtilegt. Þetta er blóðheitt og það eru læti. Við eigum eftir að sjá þegar við verðum settir upp við vegginn líka hvernig þetta virkar þá,“ sagði Dagur en finnur hann fyrir pressu? „Nei ekki þannig lagað. Ég veit alveg að ég þarf að vinna leiki en ég er tiltölulega rólegur með það allt saman.,“ sagði Dagur. „Þeir eru vanir að skipta hratt um þjálfara og ég læt mér ekkert bregða þótt að það gerist,“ sagði Dagur en hverjar eru væntingarnar til liðsins? „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það, í hvaða sæti ég á að lenda. Ég vona að ég geti bætt okkar leik og að við verðum sterkir,“ sagði Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Dagur eftir sigur á Barein
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira