„Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2025 21:36 Dagur Sigurðsson er með króatíska landsliðið á heimavelli á þessu heimsmeistaramóti. Getty/Luka Stanzl/ Dagur Sigurðsson byrjaði vel með króatíska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld því liðið vann þá fjórtán marka sigur á Barein í fyrsta leik. Það var mikil stemmning í höllinni og Króatar töku öll völd frá byrjun leiks. Dagur var þarna að fara illa með gamlan félaga úr landsliðinu því Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein. „Ég er ekki frá því að það sé frekar gott að hafa klárað þetta svona. Við vorum einbeittir og flottir í byrjun. Við náðum að keyra á þá,“ sagði Dagur Sigurðsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Það verður samt að segjast eins og er að Aron er ekki öfundsverður. Hann var með hálflaskað lið fyrir mót og menn ekki alveg í standi. Það er erfitt í þessum bransa,“ sagði Dagur. Hvernig var fyrir Dag að stýra króatíska landsliðinu á heimavelli? „Það er skemmtilegt. Þetta er blóðheitt og það eru læti. Við eigum eftir að sjá þegar við verðum settir upp við vegginn líka hvernig þetta virkar þá,“ sagði Dagur en finnur hann fyrir pressu? „Nei ekki þannig lagað. Ég veit alveg að ég þarf að vinna leiki en ég er tiltölulega rólegur með það allt saman.,“ sagði Dagur. „Þeir eru vanir að skipta hratt um þjálfara og ég læt mér ekkert bregða þótt að það gerist,“ sagði Dagur en hverjar eru væntingarnar til liðsins? „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það, í hvaða sæti ég á að lenda. Ég vona að ég geti bætt okkar leik og að við verðum sterkir,“ sagði Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Dagur eftir sigur á Barein HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Það var mikil stemmning í höllinni og Króatar töku öll völd frá byrjun leiks. Dagur var þarna að fara illa með gamlan félaga úr landsliðinu því Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein. „Ég er ekki frá því að það sé frekar gott að hafa klárað þetta svona. Við vorum einbeittir og flottir í byrjun. Við náðum að keyra á þá,“ sagði Dagur Sigurðsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Það verður samt að segjast eins og er að Aron er ekki öfundsverður. Hann var með hálflaskað lið fyrir mót og menn ekki alveg í standi. Það er erfitt í þessum bransa,“ sagði Dagur. Hvernig var fyrir Dag að stýra króatíska landsliðinu á heimavelli? „Það er skemmtilegt. Þetta er blóðheitt og það eru læti. Við eigum eftir að sjá þegar við verðum settir upp við vegginn líka hvernig þetta virkar þá,“ sagði Dagur en finnur hann fyrir pressu? „Nei ekki þannig lagað. Ég veit alveg að ég þarf að vinna leiki en ég er tiltölulega rólegur með það allt saman.,“ sagði Dagur. „Þeir eru vanir að skipta hratt um þjálfara og ég læt mér ekkert bregða þótt að það gerist,“ sagði Dagur en hverjar eru væntingarnar til liðsins? „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það, í hvaða sæti ég á að lenda. Ég vona að ég geti bætt okkar leik og að við verðum sterkir,“ sagði Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Dagur eftir sigur á Barein
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira