„Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. janúar 2025 07:02 Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, segir að ef fólk sinnir sínum verkefnum vel skipt staðsetningin ekki máli. Að bjóða upp á fjarvinnufyrirkomulag og val um mismunandi starfsstöðvar sé liður í því að mæta starfsfólkinu. Ernir Eyjólfsson „Það er mikilvægt að detta ekki ofan í þá gryfju að ein leið hentar öllum; þetta snýst allt um fólk og ef þau eru að skila sínum verkefnum vel, eru að vinna vel með sínu teymi og öll eru sátt við vinnuumhverfið, þá er markmiðinu náð,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. En Samkaup er eitt þeirra fyrirtækja sem býður starfsfólki sínu upp á verkefnamiðað vinnufyrirkomulag. „Það þýðir að þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta hverju sinni.“ Í Atvinnulífinu í þessari viku fjöllum við um það fyrirkomulag vinnustaða að bjóða starfsfólki upp á að nýta sér skrifstofuhöbb í nærsamfélaginu sínu, til dæmis til að stytta ferðir til og frá vinnu, gera fólki kleift að eiga auðveldara með að sækja og skutla með börn í skóla eða frístundir og svo framvegis. Færri skrifborð en starfsfólk Hjá samstæðu Samkaup miðast vinnuaðstaðan við hvað hentar hverju verkefni og hverjum starfsmanni, á hverjum tíma fyrir sig. „Við erum með verslanir út um allt land svo stundum eru verkefnin breytileg. Þetta snýst ekki lengur um viðveru á ákveðnum einum stað frá 8 til 16, heldur eru verkefnin fjölbreytt og unnin á mismunandi tíma, og hentar mismunandi fyrirkomulag hverjum starfsmanni og hverju sviði.“ Starfstöðvarnar eru víða: „Við erum í dag með höfuðstöðvar í Krossmóum í Reykjanesbæ, þar sem eru færri borð en fjöldi starfsfólks er. Þá erum við einnig með aðstöðu við verslun okkar í Hafnarfirði með nokkrum borðum og einnig í Kjalarvogi inni hjá Samskipum,“ segir Gunnur og bætir við: „Þess á milli nýtum við okkur ýmiskonar lausnir eftir landshlutum og hentugleika hvers starfs. Þá bjóðum við einnig upp á heimavinnu en við erum t.d. með einn starfsmann sem býr í Danmörku og er í fullri vinnu hjá okkur.“ Gunnur segir tæknina tryggja að fólk getur verið í stöðugu sambandi sín á milli. „Þó við séum ekki endilega bundin við eina staðsetningu.“ Að bjóða upp á vinnuaðstöðu á ólíkum stöðum sé partur af því að auka á ánægju starfsfólks. „Það að bjóða upp á sveigjanleika sem hentar starfsfólki og þeim verkefnum sem þau eru að sinna hverju sinni er því partur af því að mæta fólki þar sem það er, hverju sinni.“ Fjarvinna henti þó alls ekki öllum. Fyrir suma hentar best að mæta á skrifstofu, fyrir aðra er gott að vera á ferðinni á milli starfstöðva og enn aðra að vera heima einn til tvo daga í viku. Ef fólk er að vinna verkefnin sín og sinnir þeim vel, þá skiptir ekki máli hvar staðsetningin er.“ Gunnur segir mikilvægt að detta ekki í þá gryfju að ein leið henti öllum. Sumum henti til dæmis betur að mæta á skrifstofuna, aðrir vilja starfa heima eða velja sér eina af þeim starfsstöðvum sem Samkaup býður upp á. Sjálf hitti hún líka fólk á kaffihúsum eða bjóði þeim jafnvel á göngu með hundunum sínum.Ernir Eyjólfsson Góðu ráðin og gryfjurnar Auðvitað er það þó svo að ekkert í lífinu er þannig að því fylgi ekki kostir og gallar. Það sama á við um fjarvinnu annars vegar en að vinna saman staðbundið hins vegar. „Það verður til dæmis ekki tekið af okkur, að þegar fólk kemur saman í hugmyndavinnu, þá gerast töfrar þegar við erum auglitis til auglitis,“ segir Gunnur og bætir við: „Það er gaman að vera með hópi fólks í vinnu en þess á milli þarf að vera einbeitingarvinna og það getur verið misjafnt hvar og hvernig aðstæður henta okkur best í þesskonar vinnu, svo mismunandi aðstæður og vinnuumhverfi þarf að styðja við þá vegferð að styðja við fólk og horfa fremur á verkefni fólks heldur en innstimplun og útstimplun.“ Hugmyndafræðin er auðvitað sú að hver og einn skili sínu vel, vinni með sínu teymi og séu sátt. „Allt annað er svo samtal sem þarf að taka við starfsmanninn sjálfan og aðlaga eftir því viðfangsefni sem kemur upp.“ Til framtíðar sér Gunnur fyrir sér að vinnufyrirkomulagið verði alls konar og kannski allt í bland. „Ég persónulega er á því að mikilvægt er að hitta fólk til að mynda góð tengsl og við þurfum öll að samstilla okkur með því að tala saman og hef ég mikla trú á orku þess að hittast auglitis til auglitis. Það er þó ekki endilega bundið við staðsetningu heldur getur það líka verið í óformlegri aðstæðum og hef ég oft á tíðum boðið fólki bara í góðan kaffibolla á Te og kaffi inn á milli, eða jafnvel í göngutúr með hundana mína.“ Að hennar mati þurfi stjórnendur fyrst og fremst að gera sér grein fyrir því að fólk er misjafnt og að það sé á ábyrgð stjórnenda að læra inn á fólkið og mæta því eins og hægt er í vinnu-umhverfinu. Stærsti lærdómurinn myndi ég telja að það er engin ein leið sem hentar öllum, svo það er verkefni okkar að finna hvaða sveigjanleiki hentar og hvernig virkjum við fólk með því að bjóða upp á góðan sveigjanleika og vinna samt vel í teymi.“ Stjórnun Mannauðsmál Fjarvinna Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Flöskuhálsinn eru ríki og sveitarfélög ekki einkageirinn. Því einkageirinn er alveg búinn að fatta þetta að miklu leiti,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz hjá Regus skrifstofuhúsnæði. 15. janúar 2025 07:00 „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01 Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02 Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
En Samkaup er eitt þeirra fyrirtækja sem býður starfsfólki sínu upp á verkefnamiðað vinnufyrirkomulag. „Það þýðir að þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta hverju sinni.“ Í Atvinnulífinu í þessari viku fjöllum við um það fyrirkomulag vinnustaða að bjóða starfsfólki upp á að nýta sér skrifstofuhöbb í nærsamfélaginu sínu, til dæmis til að stytta ferðir til og frá vinnu, gera fólki kleift að eiga auðveldara með að sækja og skutla með börn í skóla eða frístundir og svo framvegis. Færri skrifborð en starfsfólk Hjá samstæðu Samkaup miðast vinnuaðstaðan við hvað hentar hverju verkefni og hverjum starfsmanni, á hverjum tíma fyrir sig. „Við erum með verslanir út um allt land svo stundum eru verkefnin breytileg. Þetta snýst ekki lengur um viðveru á ákveðnum einum stað frá 8 til 16, heldur eru verkefnin fjölbreytt og unnin á mismunandi tíma, og hentar mismunandi fyrirkomulag hverjum starfsmanni og hverju sviði.“ Starfstöðvarnar eru víða: „Við erum í dag með höfuðstöðvar í Krossmóum í Reykjanesbæ, þar sem eru færri borð en fjöldi starfsfólks er. Þá erum við einnig með aðstöðu við verslun okkar í Hafnarfirði með nokkrum borðum og einnig í Kjalarvogi inni hjá Samskipum,“ segir Gunnur og bætir við: „Þess á milli nýtum við okkur ýmiskonar lausnir eftir landshlutum og hentugleika hvers starfs. Þá bjóðum við einnig upp á heimavinnu en við erum t.d. með einn starfsmann sem býr í Danmörku og er í fullri vinnu hjá okkur.“ Gunnur segir tæknina tryggja að fólk getur verið í stöðugu sambandi sín á milli. „Þó við séum ekki endilega bundin við eina staðsetningu.“ Að bjóða upp á vinnuaðstöðu á ólíkum stöðum sé partur af því að auka á ánægju starfsfólks. „Það að bjóða upp á sveigjanleika sem hentar starfsfólki og þeim verkefnum sem þau eru að sinna hverju sinni er því partur af því að mæta fólki þar sem það er, hverju sinni.“ Fjarvinna henti þó alls ekki öllum. Fyrir suma hentar best að mæta á skrifstofu, fyrir aðra er gott að vera á ferðinni á milli starfstöðva og enn aðra að vera heima einn til tvo daga í viku. Ef fólk er að vinna verkefnin sín og sinnir þeim vel, þá skiptir ekki máli hvar staðsetningin er.“ Gunnur segir mikilvægt að detta ekki í þá gryfju að ein leið henti öllum. Sumum henti til dæmis betur að mæta á skrifstofuna, aðrir vilja starfa heima eða velja sér eina af þeim starfsstöðvum sem Samkaup býður upp á. Sjálf hitti hún líka fólk á kaffihúsum eða bjóði þeim jafnvel á göngu með hundunum sínum.Ernir Eyjólfsson Góðu ráðin og gryfjurnar Auðvitað er það þó svo að ekkert í lífinu er þannig að því fylgi ekki kostir og gallar. Það sama á við um fjarvinnu annars vegar en að vinna saman staðbundið hins vegar. „Það verður til dæmis ekki tekið af okkur, að þegar fólk kemur saman í hugmyndavinnu, þá gerast töfrar þegar við erum auglitis til auglitis,“ segir Gunnur og bætir við: „Það er gaman að vera með hópi fólks í vinnu en þess á milli þarf að vera einbeitingarvinna og það getur verið misjafnt hvar og hvernig aðstæður henta okkur best í þesskonar vinnu, svo mismunandi aðstæður og vinnuumhverfi þarf að styðja við þá vegferð að styðja við fólk og horfa fremur á verkefni fólks heldur en innstimplun og útstimplun.“ Hugmyndafræðin er auðvitað sú að hver og einn skili sínu vel, vinni með sínu teymi og séu sátt. „Allt annað er svo samtal sem þarf að taka við starfsmanninn sjálfan og aðlaga eftir því viðfangsefni sem kemur upp.“ Til framtíðar sér Gunnur fyrir sér að vinnufyrirkomulagið verði alls konar og kannski allt í bland. „Ég persónulega er á því að mikilvægt er að hitta fólk til að mynda góð tengsl og við þurfum öll að samstilla okkur með því að tala saman og hef ég mikla trú á orku þess að hittast auglitis til auglitis. Það er þó ekki endilega bundið við staðsetningu heldur getur það líka verið í óformlegri aðstæðum og hef ég oft á tíðum boðið fólki bara í góðan kaffibolla á Te og kaffi inn á milli, eða jafnvel í göngutúr með hundana mína.“ Að hennar mati þurfi stjórnendur fyrst og fremst að gera sér grein fyrir því að fólk er misjafnt og að það sé á ábyrgð stjórnenda að læra inn á fólkið og mæta því eins og hægt er í vinnu-umhverfinu. Stærsti lærdómurinn myndi ég telja að það er engin ein leið sem hentar öllum, svo það er verkefni okkar að finna hvaða sveigjanleiki hentar og hvernig virkjum við fólk með því að bjóða upp á góðan sveigjanleika og vinna samt vel í teymi.“
Stjórnun Mannauðsmál Fjarvinna Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Flöskuhálsinn eru ríki og sveitarfélög ekki einkageirinn. Því einkageirinn er alveg búinn að fatta þetta að miklu leiti,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz hjá Regus skrifstofuhúsnæði. 15. janúar 2025 07:00 „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01 Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02 Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Flöskuhálsinn eru ríki og sveitarfélög ekki einkageirinn. Því einkageirinn er alveg búinn að fatta þetta að miklu leiti,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz hjá Regus skrifstofuhúsnæði. 15. janúar 2025 07:00
„Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01
Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02
Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01
Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01