Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. janúar 2025 13:00 Nýtt ár, ný ríkisstjórn og nýtt upphaf fyrir marga. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér fyrirætlanir um aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu og er virkilega ástæða til að fagna því. Atvinnulífið er að sjálfsögðu mikilvægasta uppspretta verðmætasköpunnar í landinu. Ég ætla ekki að rekja það í smáatriðum hér hversu miklum verðmætum íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa skilað íslensku samfélagi síðustu áratugi og sérstaklega síðustu 12-15 ár. Þó er rétt að minna á það hér, að hún er aftur (eftir bakslag faraldursáranna) orðin stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugreinin okkar. Talað af vanþekkingu Í aðdraganda kosninga mátti alltof oft heyra frambjóðendur allflestra flokka tala af mikilli vanþekkingu um ferðaþjónustu og þótti hún mjög hentugur blóraböggull fyrir flest sem afvega hefur farið hér á landi undanfarin misseri. Okkur sem störfum í greininni leiðist þetta ákaflega og vildum óska þess að borin væri meiri virðing fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og að fólk í framboði hefði fyrir því að setja sig inn í mál hennar. Í allra síðasta lagi þó, eftir að það hefur verið kjörið á Alþingi. Skattleggjum meira og meira Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn leggi að eigin sögn áherslu á verðmætasköpun, þá er það nánast það eina sem heyrst hefur frá henni varðandi ferðaþjónustu, að leggja á hana frekari skatta og gjöld. Ráðherrar tala reyndar út og suður um þetta - en mest áberandi er tal um komugjöld á ferðamenn og “auðlindagjald”, sem skal tengjast álagsstýringu. Þessu skal að sjálfsögðu komið á sem fyrst, þó ekki nokkur maður viti hvað eða hvaða upphæðir nákvæmlega er verið að tala um. Það er nokkuð ljóst, að ríkisstjórnin vill skattleggja ferðaþjónustuna meira, en er ekki viss um hvernig sé best að gera það sem mest og sem hraðast - og undir hvaða yfirskyni. Rétt er að geta þess hér að ferðaþjónustan hefur ekki kallað eftir auðlindagjaldi, þó hún sé opin fyrir einhvers konar álagsstýringu, þar sem það á við. Fullkomið stjórnleysi í bílastæðagjöldum Á sama tíma sitja forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í landinu og klóra sér í kollinum yfir nýjum álögum sem tóku gildi fyrirvaralaust bæði um þarsíðustu áramót og nýliðin (gistináttaskattur, hækkun gistináttaskatts og innviðagjöld á skemmtiferðaskip). Enn meira hugarangri valda síðan hin ýmsu bílastæða- og þjónustugjöld, sem spretta upp á einkalöndum úti um allt land nánast daglega - mér er til efs að nokkur maður hafi yfirsýn yfir þau. Enda er þar um fullkomið stjórn- og regluleysi að ræða, þar sem hver sem er virðist geta krafist hvaða gjalds sem er fyrir hvaða aðstöðu sem er og jafnvel enga aðstöðu. Þessi gjöld eru orðin verulega íþyngjandi og farin að hafa neikvæð áhrif á ímynd okkar og samkeppnishæfni sem áfangastaðar. Sem dæmi má nefna að farþegi í hópferð (hringinn í kringum landið) er að greiða á bilinu 25-30 € bara í bílastæða og þjónustugjöld, eins og staðan er í dag og líklegt að sú upphæð hækki með hverjum deginum. Þessi upphæð kann að hljóma lítilvæg, en hún hækkar útsöluverð á rándýrri Íslandsferð um 40-50 €. Leitaráhugi minnkar - verri bókunarstaða Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í landinu hafa líka töluverðar áhyggjur af stöðunni í ferðaþjónustu almennt - þar sem greinin er ekki að vaxa hvað verðmætasköpun varðar, eins og vonast hafði verið eftir og ávallt er stefnt að. Það bendir allt til þess að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar hafi verið og sé að minnka. Á Nýársmálstofu á vegum SAF, KPMG og Íslenska ferðaklasans, sem fram fór í byrjun vikunnar, kom fram í máli Hjalta Más Einarssonar forstjóra Datera, að staðan fyrir árið 2025 væri grafalvarleg, ef litið væri til leitaráhuga á Íslandi á leitarvélum. Það hefur því miður hratt dregið úr honum beggja vegna Atlantsála. Leitaráhugi hefur forspárgildi varðandi markaðshlutdeild og því er þetta alvarlegt og gefur tilefni til að staldra við. Ekkert er hægt að fullyrða um það af hverju Ísland er að tapa flugi - en reynslan hefur þó kennt okkur að þar spilar verðlag stóra rullu. Ekki bætir svo úr skák að Ísland hefur ekki sinnt almennri neytendamarkaðssetningu erlendis eins og keppinautar okkar hafa myndarlega gert. Sömu sögu segja þeir sem selja Íslandsferðir á erlendum mörkuðum. Bókunarstaða og áhugi á Íslandi miðað við síðasta ár, eru marktækt slakari. Förum varlega Að öllu ofangreindu er því ljóst að það borgar sig að fara varlega í því að leggja frekari álögur á ferðaþjónustu á Íslandi eins og sakir standa. Skattar og gjöld hækka útsöluverð á ferðum til Íslands og það er ekkert svigrúm til slíks núna. Skattar og gjöld skapa heldur ekki verðmæti á sjálfbæran hátt, heldur geta hratt og örugglega dregið úr verðmætasköpun og snúist þar með upp í andhverfu sína. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár, ný ríkisstjórn og nýtt upphaf fyrir marga. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér fyrirætlanir um aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu og er virkilega ástæða til að fagna því. Atvinnulífið er að sjálfsögðu mikilvægasta uppspretta verðmætasköpunnar í landinu. Ég ætla ekki að rekja það í smáatriðum hér hversu miklum verðmætum íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa skilað íslensku samfélagi síðustu áratugi og sérstaklega síðustu 12-15 ár. Þó er rétt að minna á það hér, að hún er aftur (eftir bakslag faraldursáranna) orðin stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugreinin okkar. Talað af vanþekkingu Í aðdraganda kosninga mátti alltof oft heyra frambjóðendur allflestra flokka tala af mikilli vanþekkingu um ferðaþjónustu og þótti hún mjög hentugur blóraböggull fyrir flest sem afvega hefur farið hér á landi undanfarin misseri. Okkur sem störfum í greininni leiðist þetta ákaflega og vildum óska þess að borin væri meiri virðing fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og að fólk í framboði hefði fyrir því að setja sig inn í mál hennar. Í allra síðasta lagi þó, eftir að það hefur verið kjörið á Alþingi. Skattleggjum meira og meira Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn leggi að eigin sögn áherslu á verðmætasköpun, þá er það nánast það eina sem heyrst hefur frá henni varðandi ferðaþjónustu, að leggja á hana frekari skatta og gjöld. Ráðherrar tala reyndar út og suður um þetta - en mest áberandi er tal um komugjöld á ferðamenn og “auðlindagjald”, sem skal tengjast álagsstýringu. Þessu skal að sjálfsögðu komið á sem fyrst, þó ekki nokkur maður viti hvað eða hvaða upphæðir nákvæmlega er verið að tala um. Það er nokkuð ljóst, að ríkisstjórnin vill skattleggja ferðaþjónustuna meira, en er ekki viss um hvernig sé best að gera það sem mest og sem hraðast - og undir hvaða yfirskyni. Rétt er að geta þess hér að ferðaþjónustan hefur ekki kallað eftir auðlindagjaldi, þó hún sé opin fyrir einhvers konar álagsstýringu, þar sem það á við. Fullkomið stjórnleysi í bílastæðagjöldum Á sama tíma sitja forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í landinu og klóra sér í kollinum yfir nýjum álögum sem tóku gildi fyrirvaralaust bæði um þarsíðustu áramót og nýliðin (gistináttaskattur, hækkun gistináttaskatts og innviðagjöld á skemmtiferðaskip). Enn meira hugarangri valda síðan hin ýmsu bílastæða- og þjónustugjöld, sem spretta upp á einkalöndum úti um allt land nánast daglega - mér er til efs að nokkur maður hafi yfirsýn yfir þau. Enda er þar um fullkomið stjórn- og regluleysi að ræða, þar sem hver sem er virðist geta krafist hvaða gjalds sem er fyrir hvaða aðstöðu sem er og jafnvel enga aðstöðu. Þessi gjöld eru orðin verulega íþyngjandi og farin að hafa neikvæð áhrif á ímynd okkar og samkeppnishæfni sem áfangastaðar. Sem dæmi má nefna að farþegi í hópferð (hringinn í kringum landið) er að greiða á bilinu 25-30 € bara í bílastæða og þjónustugjöld, eins og staðan er í dag og líklegt að sú upphæð hækki með hverjum deginum. Þessi upphæð kann að hljóma lítilvæg, en hún hækkar útsöluverð á rándýrri Íslandsferð um 40-50 €. Leitaráhugi minnkar - verri bókunarstaða Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í landinu hafa líka töluverðar áhyggjur af stöðunni í ferðaþjónustu almennt - þar sem greinin er ekki að vaxa hvað verðmætasköpun varðar, eins og vonast hafði verið eftir og ávallt er stefnt að. Það bendir allt til þess að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar hafi verið og sé að minnka. Á Nýársmálstofu á vegum SAF, KPMG og Íslenska ferðaklasans, sem fram fór í byrjun vikunnar, kom fram í máli Hjalta Más Einarssonar forstjóra Datera, að staðan fyrir árið 2025 væri grafalvarleg, ef litið væri til leitaráhuga á Íslandi á leitarvélum. Það hefur því miður hratt dregið úr honum beggja vegna Atlantsála. Leitaráhugi hefur forspárgildi varðandi markaðshlutdeild og því er þetta alvarlegt og gefur tilefni til að staldra við. Ekkert er hægt að fullyrða um það af hverju Ísland er að tapa flugi - en reynslan hefur þó kennt okkur að þar spilar verðlag stóra rullu. Ekki bætir svo úr skák að Ísland hefur ekki sinnt almennri neytendamarkaðssetningu erlendis eins og keppinautar okkar hafa myndarlega gert. Sömu sögu segja þeir sem selja Íslandsferðir á erlendum mörkuðum. Bókunarstaða og áhugi á Íslandi miðað við síðasta ár, eru marktækt slakari. Förum varlega Að öllu ofangreindu er því ljóst að það borgar sig að fara varlega í því að leggja frekari álögur á ferðaþjónustu á Íslandi eins og sakir standa. Skattar og gjöld hækka útsöluverð á ferðum til Íslands og það er ekkert svigrúm til slíks núna. Skattar og gjöld skapa heldur ekki verðmæti á sjálfbæran hátt, heldur geta hratt og örugglega dregið úr verðmætasköpun og snúist þar með upp í andhverfu sína. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun