Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. janúar 2025 17:30 Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara fór yfir gang mála í kjaradeilu Kennarasambandsins og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga. Kennarasamband Íslands Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. Ríflega fjörutíu trúnaðarmenn í Félagi framhaldsskólakennara komu saman til fundar í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Fundurinn sendi frá sér ályktun þar sem tekið var undir þá almennu kröfu kennarasambandins um að staðið verði við samkomulagið frá 2016 um að laun milli markaða verði jöfnuð. Lýst var yfir þungum áhyggjum af pattstöðu sem uppi er í kjaradeilunni. Þá var samþykkt einhljóða að hefja skuli undirbúning ótímabundinna verkfalla í ákveðnum fjölda framhaldsskóla í næsta mánuði. Ekki kemur fram um hvaða framhaldsskóla sé að ræða. Ótímabundið hlé á viðræðum Ótímabundið hlé var gert á kjaraviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn laugardag. Ástráður ríkissáttasemjari sagði þá að viðræður hefðu siglt í strand og að enn bæri talsvert mikið í milli. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu þá aftur á fund ríkissáttasemjara síðastliðinn miðvikudag. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskólana á sínu forræði, mætti ekki á fundinn. Haft var eftir Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands, að lengra væri í samkomulag hjá ríkinu en sveitarfélögunum. Ályktun trúnaðarmanna Félags framhaldsskólakennara í heild sinni er eftirfarandi: Fundur trúnaðarmanna í framhaldsskólum og samninganefndar Félags framhaldsskólakennara lýsir þungum áhyggjum af algerri pattstöðu í kjaradeilu Kennarasambands Íslands við samninganefndir ríkisins og sveitarfélaganna. Krafa alls félagsfólks KÍ er að kjarasamningar inniberi skuldbindingu launagreiðenda um að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016. Samkvæmt því voru lífeyrisréttindi strax jöfnuð milli opinbers og almenns markaðar en jöfnun launa hefur enn ekki komist til framkvæmda. Fundurinn er sammála um að undirbúin verði ótímabundin verkföll í ákveðnum fjölda framhaldsskóla og að atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir fari fram um leið og friðarskyldu lýkur ef samningar hafa ekki tekist þá. Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. 15. janúar 2025 12:13 Deilan í algjörum hnút Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara. 13. janúar 2025 12:51 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Ríflega fjörutíu trúnaðarmenn í Félagi framhaldsskólakennara komu saman til fundar í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Fundurinn sendi frá sér ályktun þar sem tekið var undir þá almennu kröfu kennarasambandins um að staðið verði við samkomulagið frá 2016 um að laun milli markaða verði jöfnuð. Lýst var yfir þungum áhyggjum af pattstöðu sem uppi er í kjaradeilunni. Þá var samþykkt einhljóða að hefja skuli undirbúning ótímabundinna verkfalla í ákveðnum fjölda framhaldsskóla í næsta mánuði. Ekki kemur fram um hvaða framhaldsskóla sé að ræða. Ótímabundið hlé á viðræðum Ótímabundið hlé var gert á kjaraviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn laugardag. Ástráður ríkissáttasemjari sagði þá að viðræður hefðu siglt í strand og að enn bæri talsvert mikið í milli. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu þá aftur á fund ríkissáttasemjara síðastliðinn miðvikudag. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskólana á sínu forræði, mætti ekki á fundinn. Haft var eftir Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands, að lengra væri í samkomulag hjá ríkinu en sveitarfélögunum. Ályktun trúnaðarmanna Félags framhaldsskólakennara í heild sinni er eftirfarandi: Fundur trúnaðarmanna í framhaldsskólum og samninganefndar Félags framhaldsskólakennara lýsir þungum áhyggjum af algerri pattstöðu í kjaradeilu Kennarasambands Íslands við samninganefndir ríkisins og sveitarfélaganna. Krafa alls félagsfólks KÍ er að kjarasamningar inniberi skuldbindingu launagreiðenda um að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016. Samkvæmt því voru lífeyrisréttindi strax jöfnuð milli opinbers og almenns markaðar en jöfnun launa hefur enn ekki komist til framkvæmda. Fundurinn er sammála um að undirbúin verði ótímabundin verkföll í ákveðnum fjölda framhaldsskóla og að atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir fari fram um leið og friðarskyldu lýkur ef samningar hafa ekki tekist þá.
Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. 15. janúar 2025 12:13 Deilan í algjörum hnút Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara. 13. janúar 2025 12:51 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. 15. janúar 2025 12:13
Deilan í algjörum hnút Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara. 13. janúar 2025 12:51
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent