Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. janúar 2025 17:30 Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara fór yfir gang mála í kjaradeilu Kennarasambandsins og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga. Kennarasamband Íslands Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. Ríflega fjörutíu trúnaðarmenn í Félagi framhaldsskólakennara komu saman til fundar í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Fundurinn sendi frá sér ályktun þar sem tekið var undir þá almennu kröfu kennarasambandins um að staðið verði við samkomulagið frá 2016 um að laun milli markaða verði jöfnuð. Lýst var yfir þungum áhyggjum af pattstöðu sem uppi er í kjaradeilunni. Þá var samþykkt einhljóða að hefja skuli undirbúning ótímabundinna verkfalla í ákveðnum fjölda framhaldsskóla í næsta mánuði. Ekki kemur fram um hvaða framhaldsskóla sé að ræða. Ótímabundið hlé á viðræðum Ótímabundið hlé var gert á kjaraviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn laugardag. Ástráður ríkissáttasemjari sagði þá að viðræður hefðu siglt í strand og að enn bæri talsvert mikið í milli. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu þá aftur á fund ríkissáttasemjara síðastliðinn miðvikudag. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskólana á sínu forræði, mætti ekki á fundinn. Haft var eftir Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands, að lengra væri í samkomulag hjá ríkinu en sveitarfélögunum. Ályktun trúnaðarmanna Félags framhaldsskólakennara í heild sinni er eftirfarandi: Fundur trúnaðarmanna í framhaldsskólum og samninganefndar Félags framhaldsskólakennara lýsir þungum áhyggjum af algerri pattstöðu í kjaradeilu Kennarasambands Íslands við samninganefndir ríkisins og sveitarfélaganna. Krafa alls félagsfólks KÍ er að kjarasamningar inniberi skuldbindingu launagreiðenda um að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016. Samkvæmt því voru lífeyrisréttindi strax jöfnuð milli opinbers og almenns markaðar en jöfnun launa hefur enn ekki komist til framkvæmda. Fundurinn er sammála um að undirbúin verði ótímabundin verkföll í ákveðnum fjölda framhaldsskóla og að atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir fari fram um leið og friðarskyldu lýkur ef samningar hafa ekki tekist þá. Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. 15. janúar 2025 12:13 Deilan í algjörum hnút Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara. 13. janúar 2025 12:51 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Ríflega fjörutíu trúnaðarmenn í Félagi framhaldsskólakennara komu saman til fundar í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Fundurinn sendi frá sér ályktun þar sem tekið var undir þá almennu kröfu kennarasambandins um að staðið verði við samkomulagið frá 2016 um að laun milli markaða verði jöfnuð. Lýst var yfir þungum áhyggjum af pattstöðu sem uppi er í kjaradeilunni. Þá var samþykkt einhljóða að hefja skuli undirbúning ótímabundinna verkfalla í ákveðnum fjölda framhaldsskóla í næsta mánuði. Ekki kemur fram um hvaða framhaldsskóla sé að ræða. Ótímabundið hlé á viðræðum Ótímabundið hlé var gert á kjaraviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn laugardag. Ástráður ríkissáttasemjari sagði þá að viðræður hefðu siglt í strand og að enn bæri talsvert mikið í milli. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu þá aftur á fund ríkissáttasemjara síðastliðinn miðvikudag. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskólana á sínu forræði, mætti ekki á fundinn. Haft var eftir Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands, að lengra væri í samkomulag hjá ríkinu en sveitarfélögunum. Ályktun trúnaðarmanna Félags framhaldsskólakennara í heild sinni er eftirfarandi: Fundur trúnaðarmanna í framhaldsskólum og samninganefndar Félags framhaldsskólakennara lýsir þungum áhyggjum af algerri pattstöðu í kjaradeilu Kennarasambands Íslands við samninganefndir ríkisins og sveitarfélaganna. Krafa alls félagsfólks KÍ er að kjarasamningar inniberi skuldbindingu launagreiðenda um að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016. Samkvæmt því voru lífeyrisréttindi strax jöfnuð milli opinbers og almenns markaðar en jöfnun launa hefur enn ekki komist til framkvæmda. Fundurinn er sammála um að undirbúin verði ótímabundin verkföll í ákveðnum fjölda framhaldsskóla og að atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir fari fram um leið og friðarskyldu lýkur ef samningar hafa ekki tekist þá.
Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. 15. janúar 2025 12:13 Deilan í algjörum hnút Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara. 13. janúar 2025 12:51 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. 15. janúar 2025 12:13
Deilan í algjörum hnút Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara. 13. janúar 2025 12:51