Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2025 10:10 Fáni Íran með Tehran í bakgrunni. Getty Tveir Hæstaréttardómarar voru skotnir til bana og sá þriðji særður í banatilræði í eða við byggingu Hæstaréttar í Tehran í Íran í morgun. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir árásina. Dómararnir sem dóu hétu Ali Razini og Mohammad Moqiseh. Þriðji dómarinn og einn öryggisvörður særðust í árásinni. Báðir munu hafa verið fluttir á sjúkrahús. Svo virðist sem dómararnir hafi verið skotnir til bana fyrir utan dómshúsið en einnig hefur því verið haldið fram að árásin hafi verið gerð á skrifstofum þeirra. Fréttaveitan IRNA, sem rekin er af klerkastjórn Íran, segir að árásarmaðurinn sé ekki talinn tengjast neinu máli sem er á borði Hæstaréttar um þetta leyti. Eins og áður segir svipti árásarmaðurinn sig lífi en það er hann sagður hafa gert þegar reynt var að handtaka hann. Ekki liggur fyrir hver árásarmaðurinn er eða hvert tilefni árásarinnar var. Hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. IRNA vitnar í yfirlýsingu frá Hæstarétti Íran um að dómararnir sem dóu hafi átt sér langa sögu í að berjast gegn glæpum sem ógna þjóðaröryggi, njósnum og hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld í Íran tóku rúmlega níu hundruð manns af lífi í fyrra, samkvæmt Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Dauðadómar þar í landi eru staðfestir af Hæstarétti. Moqiseh hafði verið beittur refsiaðgerðum af yfirvöldum í Bandaríkjunum vegna dóma hans yfir blaðamönnum og notendum internetsins. Razini sat á árum áður í sérstöku ráði sem samþykkti aftökur þúsunda pólitískra fanga í Íran. Þetta fólk var tekið af lífi í fjölmörgum borgum landsins yfir fimm mánaða tímabili árið 1988. Razini lifði af banatilræði árið 1998 þegar sprengju var komið fyrir við bíl hans. Íran Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Dómararnir sem dóu hétu Ali Razini og Mohammad Moqiseh. Þriðji dómarinn og einn öryggisvörður særðust í árásinni. Báðir munu hafa verið fluttir á sjúkrahús. Svo virðist sem dómararnir hafi verið skotnir til bana fyrir utan dómshúsið en einnig hefur því verið haldið fram að árásin hafi verið gerð á skrifstofum þeirra. Fréttaveitan IRNA, sem rekin er af klerkastjórn Íran, segir að árásarmaðurinn sé ekki talinn tengjast neinu máli sem er á borði Hæstaréttar um þetta leyti. Eins og áður segir svipti árásarmaðurinn sig lífi en það er hann sagður hafa gert þegar reynt var að handtaka hann. Ekki liggur fyrir hver árásarmaðurinn er eða hvert tilefni árásarinnar var. Hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. IRNA vitnar í yfirlýsingu frá Hæstarétti Íran um að dómararnir sem dóu hafi átt sér langa sögu í að berjast gegn glæpum sem ógna þjóðaröryggi, njósnum og hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld í Íran tóku rúmlega níu hundruð manns af lífi í fyrra, samkvæmt Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Dauðadómar þar í landi eru staðfestir af Hæstarétti. Moqiseh hafði verið beittur refsiaðgerðum af yfirvöldum í Bandaríkjunum vegna dóma hans yfir blaðamönnum og notendum internetsins. Razini sat á árum áður í sérstöku ráði sem samþykkti aftökur þúsunda pólitískra fanga í Íran. Þetta fólk var tekið af lífi í fjölmörgum borgum landsins yfir fimm mánaða tímabili árið 1988. Razini lifði af banatilræði árið 1998 þegar sprengju var komið fyrir við bíl hans.
Íran Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna