Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2025 10:42 Donald Trump tekur við embætti á morgun. AP/Matt Rourke Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun, stofnaði í gær eigin rafmynt. Virði rafmyntarinnar hefur aukist mjög en hún hefur þó orðið fyrir töluverðri gagnrýni. Rafmynt þessi ber nafnið $TRUMP og er hún skilgreind sem svokölluð meme-rafmynt og byggir hún á Solana-gagnakeðjunni (e. Blockchain). Samkvæmt upplýsingum á síðu rafmyntarinnar er búið að gefa út 200 milljón rafmyntir og 800 milljónir til viðbótar gefnar út á næstu þremur árum. Trump tilkynnti rafmynt sína á samfélagsmiðlum í gær. Þessar svokölluðu „meme“-rafmyntir eru alræmdar fyrir það að virði þeirra getur ekki byggt á neinu öðru en mikilli umfjöllun og spennu kringum þær. Virði rafmyntarinnar jókst mjög í upphafi og var heildarverðmæti rafmyntanna metið á sex milljarða dala í gærkvöldi, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þegar þetta er skrifað er virðið komið í 12,9 milljarða dala, samkvæmt Coin Market Cap. Það samsvarar um 1,8 billjón króna. Útgáfa rafmyntarinnar hefur verið gagnrýnd töluvert og meðal annars af stuðningsmönnum Trumps og rafmynta. Stærsta gagnrýnisatriðið er að áttatíu prósent rafmyntanna eru í eigu félaga í eigu fyrirtækis Trumps. Þá hefur WSJ eftir sérfræðingum að rafmyntin veki áhyggjur varðandi hagsmunaárekstra. Erlendir aðilar og forsvarsmenn fyrirtækja geti keypt rafmynt til að hafa áhrif á Trump. Trump hefur heitið því að gera rafmynt hátt undir höfði, ef svo má segja, á kjörtímabili sínu. Hann hefur meðal annars talað um að gera lög til að bæta viðskipti með rafmyntir og talað um Washington DC sem höfuðborg rafmynta. Bandaríkin Donald Trump Rafmyntir Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Rafmynt þessi ber nafnið $TRUMP og er hún skilgreind sem svokölluð meme-rafmynt og byggir hún á Solana-gagnakeðjunni (e. Blockchain). Samkvæmt upplýsingum á síðu rafmyntarinnar er búið að gefa út 200 milljón rafmyntir og 800 milljónir til viðbótar gefnar út á næstu þremur árum. Trump tilkynnti rafmynt sína á samfélagsmiðlum í gær. Þessar svokölluðu „meme“-rafmyntir eru alræmdar fyrir það að virði þeirra getur ekki byggt á neinu öðru en mikilli umfjöllun og spennu kringum þær. Virði rafmyntarinnar jókst mjög í upphafi og var heildarverðmæti rafmyntanna metið á sex milljarða dala í gærkvöldi, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þegar þetta er skrifað er virðið komið í 12,9 milljarða dala, samkvæmt Coin Market Cap. Það samsvarar um 1,8 billjón króna. Útgáfa rafmyntarinnar hefur verið gagnrýnd töluvert og meðal annars af stuðningsmönnum Trumps og rafmynta. Stærsta gagnrýnisatriðið er að áttatíu prósent rafmyntanna eru í eigu félaga í eigu fyrirtækis Trumps. Þá hefur WSJ eftir sérfræðingum að rafmyntin veki áhyggjur varðandi hagsmunaárekstra. Erlendir aðilar og forsvarsmenn fyrirtækja geti keypt rafmynt til að hafa áhrif á Trump. Trump hefur heitið því að gera rafmynt hátt undir höfði, ef svo má segja, á kjörtímabili sínu. Hann hefur meðal annars talað um að gera lög til að bæta viðskipti með rafmyntir og talað um Washington DC sem höfuðborg rafmynta.
Bandaríkin Donald Trump Rafmyntir Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira