Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Jón Þór Stefánsson skrifar 21. janúar 2025 08:46 Maður sem ók steypubíl á átta ára gamlan dreng sem lést fyrir vikið í október 2023 hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi fyrir að aka steypubíl á hinn átta ára gamla Ibrahim Shah, sem lést fyrir vikið, í október 2023 segist ekki hafa séð drenginn í aðdraganda slyssins. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar skýrði maðurinn að hann hafi verið að koma með steypu fyrir vinnusvæði á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hann hefði keyrt að röngu vinnusvæði og verkstjórinn komið til hans og útskýrt fyrir honum að steypibíllinn ætti í raun að fara á annan stað. Í kjölfarið hafi hann verið í einhverju brasi með að snúa við, og endað á að bakka bílnum þaðan sem hann var kominn. Síðan hafi hann skyndilega verið búinn að keyra á drenginn. „Ég sá engan mann, eða neitt yfirleitt,“ sagði hann. Erfitt að enda ferilinn með þessum hætti Maðurinn sagðist hafa fjörutíu ára reynslu af því að aka ýmsum þungaflutningabílum. Málið hefði haft mikil áhrif á hann. Það hefði truflað svefn hans og hann væri búin að hugsa mikið um atvikið. „Ég var búinn að ákveða að hætta. Það var skelfilegt að enda ferilinn svona.“ Fannst hann keyra eins og hann hefur gert áður Steypubílstjórinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot. Honum er gefið að sök að hafa ekið steypubílnum suður Ásvelli og beygja til hægri án þess að gefa ljósmerki og án nægilegrar aðgæslu inn á bílastæði Ásvallalaugar, án þess að virða forgang hjólreiðamanna og víkja greiðlega fyrir þeim. Í ákæru segir að þannig hafi bíllinn hafnað á hinum átta ára gamla Ibrahim sem lenti undir hjóli bílsins og lést samstundis. Fyrir dómi talaði maðurinn um að það væri erfitt að bakka steypubíl sem þessum og fylgjast með öllu sem væri í gangi í öllum speglum á sama tíma. Hann hefði verið að keyra vörubíl þarna um í fyrsta skipti. Þá hefði hann ekki haft hugmynd um að göngustígurinn, þar sem Ibrahim hafi verið að hjóla, leiddi í íbúabyggð. „Mér fannst ég vera að keyra eins og ég hef gert í öll mín ár.“ Taldi sig sýna nægilega mikla aðgát Maðurinn var spurður hvort hann hefði sýnt næga aðgát, og hann sagðist telja sjálfan sig hafa gert það, og hefði ekki séð neinn. „Það er voðalega erfitt að varast eitthvað sem maður sér ekki. Og ég sá hann allavega ekki, og taldi því að það væri enginn þarna,“ sagði hann og tók fram að hann væri enginn glanni í umferðinni. Samkvæmt lögregluskýrslu sem liggur fyrir í málinu hefði maðurinn verið sjáanlegur í baksýnisspeglum bílsins í 34 sekúndur fyrir áreksturinn. Fyrir dómi setti ökumaðurinn spurningamerki við það, og tók fram að umræddir speglar væru almennt lítið notaðir við akstur vörubíls, nema í sérstökum aðstæðum. Þinghald lokað meðan myndefni var sýnt Myndefni úr öryggismyndavél sem sýndi atvikið sem málið varðar var sýnt fyrir dómi í gær, en á meðan var þinghaldinu lokað. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði gefið stefnuljós. Hann sagðist ekki muna það. „Maður gefur milljón sinnum stefnuljós. Ég man ekki hvort ég gerði það í nákvæmlega þetta skipti.“ Lögreglan sviðsetti atvikið við rannsókn málsins og fram kom í máli saksóknara að í sambærilegu myndefni, og því sem var til af atvikinu, sæist greinilega ef vörubíllinn gæfi stefnuljós. Það var hins vegar ekki að sjá af hinu raunverulega atviki að stefnuljós hefði verið sýnt. Þá var maðurinn spurður hvaða ályktun væri hægt að draga af því, og hann sagði að líklega hefði hann þá ekki gefið stefnuljós í umrætt sinn. Ekki nægilega vel merkt Nokkrir lögreglumenn sem komu á vettvang gáfu skýrslur fyrir dómi. Einhverjir þeirra töluðu um að merkingum á vettvangi hafi verið ábótavant. Þarna hefði verið íþróttaaðstaða fyrir börn rétt hjá vinnusvæði og lítið sem ekkert sýnt það. Einn lögreglumaðurinn talaði um að hann hefði tekið eftir því að þarna hefðu síðan verið gerðar úrbætur. Bílnum ekki ekið hratt Verkstjóri vinnusvæðisins lýsti því að hann hafi verið að bíða eftir steypunni og séð þegar bílstjórinn hafi farið ranga leið. Hann sagði að það væri í raun mjög skiljanlegt. Heimilisfangið sem bílstjórinn hafi fengið hafi verið ónákvæmt, og steypan sem hefði verið á leiðinni hefði átt að vera fyrsta steypan í nýju verki. Áður hafi vinna farið fram á vinnusvæðinu þar sem bílstjórinn stefndi í fyrstu. Verkstjórinn sagðist hafa látið bílstjórinn vita, og hann hafi því verið að reyna að snúa við. Á meðan hafi hann lagt bílnum sínum skammt frá og fylgst með álengdar. Hann tók fram að steypubílnum hafi alls ekki verið ekið hratt. Einhverjum mínútum síðar hafi hann tekið eftir því að steypubíllinn væri stopp og svo heyrði hann sírenuhljóð. Reikna má með dómi í málinu eftir fjórar vikur eða svo. Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar skýrði maðurinn að hann hafi verið að koma með steypu fyrir vinnusvæði á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hann hefði keyrt að röngu vinnusvæði og verkstjórinn komið til hans og útskýrt fyrir honum að steypibíllinn ætti í raun að fara á annan stað. Í kjölfarið hafi hann verið í einhverju brasi með að snúa við, og endað á að bakka bílnum þaðan sem hann var kominn. Síðan hafi hann skyndilega verið búinn að keyra á drenginn. „Ég sá engan mann, eða neitt yfirleitt,“ sagði hann. Erfitt að enda ferilinn með þessum hætti Maðurinn sagðist hafa fjörutíu ára reynslu af því að aka ýmsum þungaflutningabílum. Málið hefði haft mikil áhrif á hann. Það hefði truflað svefn hans og hann væri búin að hugsa mikið um atvikið. „Ég var búinn að ákveða að hætta. Það var skelfilegt að enda ferilinn svona.“ Fannst hann keyra eins og hann hefur gert áður Steypubílstjórinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot. Honum er gefið að sök að hafa ekið steypubílnum suður Ásvelli og beygja til hægri án þess að gefa ljósmerki og án nægilegrar aðgæslu inn á bílastæði Ásvallalaugar, án þess að virða forgang hjólreiðamanna og víkja greiðlega fyrir þeim. Í ákæru segir að þannig hafi bíllinn hafnað á hinum átta ára gamla Ibrahim sem lenti undir hjóli bílsins og lést samstundis. Fyrir dómi talaði maðurinn um að það væri erfitt að bakka steypubíl sem þessum og fylgjast með öllu sem væri í gangi í öllum speglum á sama tíma. Hann hefði verið að keyra vörubíl þarna um í fyrsta skipti. Þá hefði hann ekki haft hugmynd um að göngustígurinn, þar sem Ibrahim hafi verið að hjóla, leiddi í íbúabyggð. „Mér fannst ég vera að keyra eins og ég hef gert í öll mín ár.“ Taldi sig sýna nægilega mikla aðgát Maðurinn var spurður hvort hann hefði sýnt næga aðgát, og hann sagðist telja sjálfan sig hafa gert það, og hefði ekki séð neinn. „Það er voðalega erfitt að varast eitthvað sem maður sér ekki. Og ég sá hann allavega ekki, og taldi því að það væri enginn þarna,“ sagði hann og tók fram að hann væri enginn glanni í umferðinni. Samkvæmt lögregluskýrslu sem liggur fyrir í málinu hefði maðurinn verið sjáanlegur í baksýnisspeglum bílsins í 34 sekúndur fyrir áreksturinn. Fyrir dómi setti ökumaðurinn spurningamerki við það, og tók fram að umræddir speglar væru almennt lítið notaðir við akstur vörubíls, nema í sérstökum aðstæðum. Þinghald lokað meðan myndefni var sýnt Myndefni úr öryggismyndavél sem sýndi atvikið sem málið varðar var sýnt fyrir dómi í gær, en á meðan var þinghaldinu lokað. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði gefið stefnuljós. Hann sagðist ekki muna það. „Maður gefur milljón sinnum stefnuljós. Ég man ekki hvort ég gerði það í nákvæmlega þetta skipti.“ Lögreglan sviðsetti atvikið við rannsókn málsins og fram kom í máli saksóknara að í sambærilegu myndefni, og því sem var til af atvikinu, sæist greinilega ef vörubíllinn gæfi stefnuljós. Það var hins vegar ekki að sjá af hinu raunverulega atviki að stefnuljós hefði verið sýnt. Þá var maðurinn spurður hvaða ályktun væri hægt að draga af því, og hann sagði að líklega hefði hann þá ekki gefið stefnuljós í umrætt sinn. Ekki nægilega vel merkt Nokkrir lögreglumenn sem komu á vettvang gáfu skýrslur fyrir dómi. Einhverjir þeirra töluðu um að merkingum á vettvangi hafi verið ábótavant. Þarna hefði verið íþróttaaðstaða fyrir börn rétt hjá vinnusvæði og lítið sem ekkert sýnt það. Einn lögreglumaðurinn talaði um að hann hefði tekið eftir því að þarna hefðu síðan verið gerðar úrbætur. Bílnum ekki ekið hratt Verkstjóri vinnusvæðisins lýsti því að hann hafi verið að bíða eftir steypunni og séð þegar bílstjórinn hafi farið ranga leið. Hann sagði að það væri í raun mjög skiljanlegt. Heimilisfangið sem bílstjórinn hafi fengið hafi verið ónákvæmt, og steypan sem hefði verið á leiðinni hefði átt að vera fyrsta steypan í nýju verki. Áður hafi vinna farið fram á vinnusvæðinu þar sem bílstjórinn stefndi í fyrstu. Verkstjórinn sagðist hafa látið bílstjórinn vita, og hann hafi því verið að reyna að snúa við. Á meðan hafi hann lagt bílnum sínum skammt frá og fylgst með álengdar. Hann tók fram að steypubílnum hafi alls ekki verið ekið hratt. Einhverjum mínútum síðar hafi hann tekið eftir því að steypubíllinn væri stopp og svo heyrði hann sírenuhljóð. Reikna má með dómi í málinu eftir fjórar vikur eða svo.
Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent