Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 20:01 Rýmingar eru í gildi á Seyðisfirði og fleiri stöðum á Austfjörðum. Þá hefur Fjarðarheiði verið lokað. Lögreglan á Austurlandi Ljósmóðir á eftirlaunum sem búsett er á Seyðisfirði og var kölluð út í dag þegar barn fæddist í bænum segir íbúa búa við óbilandi óöryggi í tengslum við heilbrigðisþjónustu og samgöngur. Seyðfirðingar hafi þurft að þola ýmsar skerðingar í heilbrigðisþjónustu í gegn um tíðina. „Það er engin ljósmóðir starfandi á staðnum og engin fæðingaraðstaða. Eina fæðingaraðstaðan á Austurlandi er í Neskaupstað,“ segir Lukka S. Gissurardóttir ljósmóðir sem lauk störfum í fyrra eftir 47 ára starfsferil. Austurfrétt greindi frá því í dag að barn hefði fæðst á Seyðisfirði í morgun. Lokun á Fjarðarheiði veldur því að bæjarbúar geta ekki sótt aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem heilsugæslan býður upp á. Sjá einnig: Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og sonur Lukku, segir frá því í beinskeyttri Facebook færslu að móðir hans hefði svarað kallinu þegar barnshafandi kona var komin að fæðingu í morgun og nærtækasta úrræðið hafi verið að hringja í hana. Hann segir óboðlegt að samgöngur og innviðir í fjórðungnum skapi óöryggi trekk í trekk í veitingu heilbrigðisþjónustu. „Það er ekki alltaf hægt að hringja í ljósmóður sem er hætt störfum vegna aldurs og ekki tekið á móti barni í áratugi,“ segir Eyjólfur og þakkar móður sinni fyrir að svara kallinu. Faglega og samfélagslega skyldan kallar Lukka tekur í sama streng í samtali við fréttastofu. „Það sem vaknaði með mér í morgun eru þessar óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem maður býr við og er ekki hlustað á og hefur aldrei verið,“ segir Lukka. Hún nefnir óvissu í tengslum við samgöngur, skerðingu á heilbrigðisþjónustu og vanmat á öryggisaðstæðum. Sem fyrr segir var hún kölluð út til að aðstoða við fæðingu á Seyðisfirði, sem samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar var það fyrsta til að fæðast á staðnum í þrjátíu ár. „Skyldan kallar, bæði faglega skyldan og líka samfélagslega skyldan. Það er bara þannig,“ segir Lukka. Hún segir þjónustu hafa minnkað óheyrilega á mörgum sviðum á Seyðisfirði. „Þannig að við þurfum milljón sinnum meira á því að halda að það sé hægt að komast yfir Fjarðarheiði.“ Hún segir það mikla heppni að heiðin hafi verið fær fyrir fjórum árum þegar rýma þurfti bæinn allan vegna aurskriða. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því við hvað fólk býr á svona stað eins og hér undir svona kringumstæðum,“ segir Lukka. Hún segir það algjört forgangsmál að bæta öryggisaðstæður í tengslum við Fjarðarheiði. „Það þarf að leggja áherslu á að byrja á þessum fjarðarheiðargöngum, þótt fyrr hefði verið. Það er mitt aðalmottó í dag.“ Heilbrigðismál Samgöngur Múlaþing Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það er engin ljósmóðir starfandi á staðnum og engin fæðingaraðstaða. Eina fæðingaraðstaðan á Austurlandi er í Neskaupstað,“ segir Lukka S. Gissurardóttir ljósmóðir sem lauk störfum í fyrra eftir 47 ára starfsferil. Austurfrétt greindi frá því í dag að barn hefði fæðst á Seyðisfirði í morgun. Lokun á Fjarðarheiði veldur því að bæjarbúar geta ekki sótt aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem heilsugæslan býður upp á. Sjá einnig: Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og sonur Lukku, segir frá því í beinskeyttri Facebook færslu að móðir hans hefði svarað kallinu þegar barnshafandi kona var komin að fæðingu í morgun og nærtækasta úrræðið hafi verið að hringja í hana. Hann segir óboðlegt að samgöngur og innviðir í fjórðungnum skapi óöryggi trekk í trekk í veitingu heilbrigðisþjónustu. „Það er ekki alltaf hægt að hringja í ljósmóður sem er hætt störfum vegna aldurs og ekki tekið á móti barni í áratugi,“ segir Eyjólfur og þakkar móður sinni fyrir að svara kallinu. Faglega og samfélagslega skyldan kallar Lukka tekur í sama streng í samtali við fréttastofu. „Það sem vaknaði með mér í morgun eru þessar óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem maður býr við og er ekki hlustað á og hefur aldrei verið,“ segir Lukka. Hún nefnir óvissu í tengslum við samgöngur, skerðingu á heilbrigðisþjónustu og vanmat á öryggisaðstæðum. Sem fyrr segir var hún kölluð út til að aðstoða við fæðingu á Seyðisfirði, sem samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar var það fyrsta til að fæðast á staðnum í þrjátíu ár. „Skyldan kallar, bæði faglega skyldan og líka samfélagslega skyldan. Það er bara þannig,“ segir Lukka. Hún segir þjónustu hafa minnkað óheyrilega á mörgum sviðum á Seyðisfirði. „Þannig að við þurfum milljón sinnum meira á því að halda að það sé hægt að komast yfir Fjarðarheiði.“ Hún segir það mikla heppni að heiðin hafi verið fær fyrir fjórum árum þegar rýma þurfti bæinn allan vegna aurskriða. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því við hvað fólk býr á svona stað eins og hér undir svona kringumstæðum,“ segir Lukka. Hún segir það algjört forgangsmál að bæta öryggisaðstæður í tengslum við Fjarðarheiði. „Það þarf að leggja áherslu á að byrja á þessum fjarðarheiðargöngum, þótt fyrr hefði verið. Það er mitt aðalmottó í dag.“
Heilbrigðismál Samgöngur Múlaþing Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira