Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 22:30 Sjókvíaeldi í Berufirði. Tillaga til rekstrarleyfis til sjókvíaeldis í Seyðisfirði var kynnt á dögunum. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna VÁ! – félags um vernd fjarðar og eigenda jarðarinnar Dvergasteins á hendur Matvælastofnun vegna synjunar um frest til að skila inn athugasemdum við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf. til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna rann út í gær. Í úrskurðinum, sem kveðinn var upp í dag, segir að í upphafi árs hafi VÁ og eigendur jarðarinnar Dvergasteins á Seyðisfirði óskað eftir því við Matvælastofnun að frestur til athugasemda við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði yrði framlengdur. Kærendur hafi vísað til þess að nýju áhættumati frá Hafrannsóknarstofnun hefði verið frestað og fyrir vikið lægju ekki fyrir ný viðmið frá því að umfangsmiklar slysasleppingar og umhverfisslys hefðu orðið í atvinnugreininni. Matvælastofnun hafi gefið þau svör að stofnunin teldi ekki þörf á að framlengja umræddan frest. Kærendur hafi þá ítrekað beiðni sína en stofnunin vísað til fyrra svars og hafnað beiðninni. Í kjölfarið hafi synjunin verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að samkvæmt stjórnsýslulögum verði stjórnvaldsákvörðun, sem ekki bindi enda á mál, ekki kærð fyrr en málið hafi verið til lykta leidd. Hin kærða ákvörðun varði málsmeðferð Matvælastofnunar við útgáfu rekstrarleyfis en ekki sé að ræða um ákvörðun sem bindi enda á mál. Þá eigi undantekningar frá því ákvæði ekki við í málinu. Með vísan til þess yrði kærumálinu vísað frá úrskurðarnefndinni. Rætt var við Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur formann félagsins og Katrínu Oddsdóttur lögmann um áformin í Kvöldfréttum á dögunum. Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitinguna. Sjókvíaeldi Múlaþing Stjórnsýsla Fiskeldi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf. til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna rann út í gær. Í úrskurðinum, sem kveðinn var upp í dag, segir að í upphafi árs hafi VÁ og eigendur jarðarinnar Dvergasteins á Seyðisfirði óskað eftir því við Matvælastofnun að frestur til athugasemda við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði yrði framlengdur. Kærendur hafi vísað til þess að nýju áhættumati frá Hafrannsóknarstofnun hefði verið frestað og fyrir vikið lægju ekki fyrir ný viðmið frá því að umfangsmiklar slysasleppingar og umhverfisslys hefðu orðið í atvinnugreininni. Matvælastofnun hafi gefið þau svör að stofnunin teldi ekki þörf á að framlengja umræddan frest. Kærendur hafi þá ítrekað beiðni sína en stofnunin vísað til fyrra svars og hafnað beiðninni. Í kjölfarið hafi synjunin verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að samkvæmt stjórnsýslulögum verði stjórnvaldsákvörðun, sem ekki bindi enda á mál, ekki kærð fyrr en málið hafi verið til lykta leidd. Hin kærða ákvörðun varði málsmeðferð Matvælastofnunar við útgáfu rekstrarleyfis en ekki sé að ræða um ákvörðun sem bindi enda á mál. Þá eigi undantekningar frá því ákvæði ekki við í málinu. Með vísan til þess yrði kærumálinu vísað frá úrskurðarnefndinni. Rætt var við Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur formann félagsins og Katrínu Oddsdóttur lögmann um áformin í Kvöldfréttum á dögunum. Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitinguna.
Sjókvíaeldi Múlaþing Stjórnsýsla Fiskeldi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira