Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2025 07:03 Baltasar Kormákur verður staddur í Nýja-Sjálandi þegar tilkynnt verður hvaða myndir verða tilnefndar til Óskars á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Baltasar Kormákur leikstjóri segir að gróðureldar í Los Angeles hafi sett strik í reikninginn vegna kynningarstarfs á kvikmyndinni Snertingu fyrir Óskarsakademíuna. Tilkynnt verður á fimmtudag hvort myndin verði á lista erlendra kvikmynda sem tilnefndar eru til verðlaunanna en Baltasar fær ekkert að vita fyrr en á sama tíma og allir aðrir. Sérstök hátíðarsýning á myndinni fer fram í Kringlunni á fimmtudag. „Ég veit í raun bara ekki neitt,“ segir Baltasar hlæjandi í samtali við Vísi um mögulega Óskarstilnefningu þar sem hann er staddur í Sydney í Ástralíu við fortökur á spennumyndinni Apex sem mun skarta þeim Charlize Theron og Taron Egerton í aðalhlutverkum. Baltasar hefur því eðli málsins samkvæmt haft lítinn tíma til að velta fyrir sér örlögum Snertingar sem frumsýnd var í kvikmyndahúsum á Íslandi í apríl. Eins og fram hefur komið er myndin á stuttlista Óskarsverðlaunanna í flokknum besta erlenda kvikmyndin. 85 þjóðir sendu inn framlag til verðlaunanna og eru fimmtán nú eftir. Tilkynnt verður á morgun fimmtudag hvaða fimm myndir verða tilnefndar. Að sögn Baltasars réði tilviljun ein því að myndin verði sýnd að nýju í Kringlunni sama dag en eins og fram hefur komið var tilkynningum um tilnefningar frestað vegna gróðurelda sem gert hafa íbúum Los Angeles lífið leitt. Egill Ólafsson fór með aðahlutverkið í Snertingu og vakti verðskuldaða athygli. Eins og anddyri helvítis í LA En hvernig virkar þetta þegar myndin manns er á stuttlista, fer maður í kosningabaráttu? „Ég flaug til LA eftir áramót til þess að kynna myndina, það er hluti af þessu að fá akademíuna til þess að sjá myndirnar og þá er fólki boðið að sjá myndina. Ég var staddur í borginni nóttina þegar þetta leit sem verst út, við þurftum að rýma hótelið og þetta leit illa út og öllu var frestað,“ útskýrir Baltasar. Hann segir ástandið þá hafa verið hrikalegt. „Þarna varð borgin í raun lokuð og það var rosalegt að sjá þetta, þarna á Sunset Boulevard var þvílíka öngþveitið og þetta leit út eins og anddyri helvítis. Ég dvaldi þarna í viku á meðan eldunum stóð, þetta var algjört kaos og mér leið eiginlega eins og Neró á tímabili, maður gat ekkert gert annað en að bíða í sólbaði í öskufalli og sól á meðan allt brennur.“ Það hafi haft sitt að segja um kynninguna á Snertingu. „Það varð auðvitað ekki mikið úr þessari kynningu en það er bara þannig, það er ekki hægt að kvarta yfir því að fólk hafi ekki séð myndina þegar heimili þeirra brennur. Þetta er náttúrulega eitthvað sem fleiri eru að díla við en ég.“ Baltasar segist spurður vera í sama pakka og við hin, hann fær ekki að vita hvort Snerting verði á meðal hinna tilnefndu fyrr en allar tilnefningar verða tilkynntar á sérstakri kynningu á vegum Akademíunnar klukkan 13:30 að íslenskum tíma á fimmtudag. Þá verður Baltasar víðsfjarri, í Nýja-Sjálandi að undirbúa tökur. Ánægðastur með viðtökurnar heima „Þannig ætli þetta verði ekki tilkynnt um miðja nótt hjá mér. Svona er þetta bara,“ segir Baltasar sem segist ánægðastur með það hvað myndinni hafi verið vel tekið hér heima. Myndin var sú tekjuhæsta á landinu árið 2024 og skaut stórmyndum líkt og Deadpool & Wolverine ref fyrir rass en Vísi telst til að þetta sé í sjötta sinn sem Baltasar á tekjuhæstu mynd ársins hér á landi. Áhugi er enn mikill á að fá að bera myndina augum í kvikmyndahúsum hér á landi og höfðu forsvarsmenn Sambíóanna áhuga á að sýna hana aftur vegna eftirspurnar. Úr varð að blásið verður til hátíðarsýningar á fimmtudagskvöld. „Auðvitað er stórkostlegt að það sé enn áhugi heima fyrir að sjá myndina, það gefur manni ákveðna von að það er enn áhugi á myndum í þroskaðri kantinum og að þær nái árangri. Auðvitað er maður aldrei hundrað prósent viss um að myndir vekji áhuga fólks en það gleður mig mikið hvað Snerting hefur hitt í mark heima, sem og víðar.“ Baltasar hefur nægum hnöppum að hneppa, hann hefur síðustu daga þrætt vesturströnd Ástralíu í leit að tökustöðum, fer næst til Nýja-Sjálands eins og fram hefur komið. Þá er tökum á sjónvarpsþáttum hans King and Conquerer lokið og þeir komnir í eftirvinnslu. „Þetta dettur alltaf allt saman mín megin. Ég hef ekki getað gert allt sem ætlaði að gera og svo eru nokkur spennandi verkefni framundan. Það kemur alltaf annar dagur eftir daginn í dag, maður heldur áfram að róa.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Balti hélt að Pálmi myndi aldrei mæta Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Snerting, lýsir ótrúlegum tilþrifum Egils Ólafssonar, í hlutverki Kristófers í myndinni sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist einnig hafa leitað, árangurslaust, logandi ljósi að rétta leikaranum í hlutverk Kristófers á yngri árum. Þegar stungið var upp á syni hans, Pálma Kormáki, hafi hann ekki haft neina trú á að sonurinn myndi hafa nokkurn áhuga. 24. maí 2024 07:00 „Gaman hvað verið er að tala fallega um samstarfsfólkið mitt“ Kvikmyndin Snerting hefur hlotið lof í mörgum af stærstu bíómyndamiðlum vestanhafs. Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar fagnar góðu dómunum sem og góðu áhorfi í bíóhúsum hérlendis. 17. júní 2024 13:49 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Ég veit í raun bara ekki neitt,“ segir Baltasar hlæjandi í samtali við Vísi um mögulega Óskarstilnefningu þar sem hann er staddur í Sydney í Ástralíu við fortökur á spennumyndinni Apex sem mun skarta þeim Charlize Theron og Taron Egerton í aðalhlutverkum. Baltasar hefur því eðli málsins samkvæmt haft lítinn tíma til að velta fyrir sér örlögum Snertingar sem frumsýnd var í kvikmyndahúsum á Íslandi í apríl. Eins og fram hefur komið er myndin á stuttlista Óskarsverðlaunanna í flokknum besta erlenda kvikmyndin. 85 þjóðir sendu inn framlag til verðlaunanna og eru fimmtán nú eftir. Tilkynnt verður á morgun fimmtudag hvaða fimm myndir verða tilnefndar. Að sögn Baltasars réði tilviljun ein því að myndin verði sýnd að nýju í Kringlunni sama dag en eins og fram hefur komið var tilkynningum um tilnefningar frestað vegna gróðurelda sem gert hafa íbúum Los Angeles lífið leitt. Egill Ólafsson fór með aðahlutverkið í Snertingu og vakti verðskuldaða athygli. Eins og anddyri helvítis í LA En hvernig virkar þetta þegar myndin manns er á stuttlista, fer maður í kosningabaráttu? „Ég flaug til LA eftir áramót til þess að kynna myndina, það er hluti af þessu að fá akademíuna til þess að sjá myndirnar og þá er fólki boðið að sjá myndina. Ég var staddur í borginni nóttina þegar þetta leit sem verst út, við þurftum að rýma hótelið og þetta leit illa út og öllu var frestað,“ útskýrir Baltasar. Hann segir ástandið þá hafa verið hrikalegt. „Þarna varð borgin í raun lokuð og það var rosalegt að sjá þetta, þarna á Sunset Boulevard var þvílíka öngþveitið og þetta leit út eins og anddyri helvítis. Ég dvaldi þarna í viku á meðan eldunum stóð, þetta var algjört kaos og mér leið eiginlega eins og Neró á tímabili, maður gat ekkert gert annað en að bíða í sólbaði í öskufalli og sól á meðan allt brennur.“ Það hafi haft sitt að segja um kynninguna á Snertingu. „Það varð auðvitað ekki mikið úr þessari kynningu en það er bara þannig, það er ekki hægt að kvarta yfir því að fólk hafi ekki séð myndina þegar heimili þeirra brennur. Þetta er náttúrulega eitthvað sem fleiri eru að díla við en ég.“ Baltasar segist spurður vera í sama pakka og við hin, hann fær ekki að vita hvort Snerting verði á meðal hinna tilnefndu fyrr en allar tilnefningar verða tilkynntar á sérstakri kynningu á vegum Akademíunnar klukkan 13:30 að íslenskum tíma á fimmtudag. Þá verður Baltasar víðsfjarri, í Nýja-Sjálandi að undirbúa tökur. Ánægðastur með viðtökurnar heima „Þannig ætli þetta verði ekki tilkynnt um miðja nótt hjá mér. Svona er þetta bara,“ segir Baltasar sem segist ánægðastur með það hvað myndinni hafi verið vel tekið hér heima. Myndin var sú tekjuhæsta á landinu árið 2024 og skaut stórmyndum líkt og Deadpool & Wolverine ref fyrir rass en Vísi telst til að þetta sé í sjötta sinn sem Baltasar á tekjuhæstu mynd ársins hér á landi. Áhugi er enn mikill á að fá að bera myndina augum í kvikmyndahúsum hér á landi og höfðu forsvarsmenn Sambíóanna áhuga á að sýna hana aftur vegna eftirspurnar. Úr varð að blásið verður til hátíðarsýningar á fimmtudagskvöld. „Auðvitað er stórkostlegt að það sé enn áhugi heima fyrir að sjá myndina, það gefur manni ákveðna von að það er enn áhugi á myndum í þroskaðri kantinum og að þær nái árangri. Auðvitað er maður aldrei hundrað prósent viss um að myndir vekji áhuga fólks en það gleður mig mikið hvað Snerting hefur hitt í mark heima, sem og víðar.“ Baltasar hefur nægum hnöppum að hneppa, hann hefur síðustu daga þrætt vesturströnd Ástralíu í leit að tökustöðum, fer næst til Nýja-Sjálands eins og fram hefur komið. Þá er tökum á sjónvarpsþáttum hans King and Conquerer lokið og þeir komnir í eftirvinnslu. „Þetta dettur alltaf allt saman mín megin. Ég hef ekki getað gert allt sem ætlaði að gera og svo eru nokkur spennandi verkefni framundan. Það kemur alltaf annar dagur eftir daginn í dag, maður heldur áfram að róa.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Balti hélt að Pálmi myndi aldrei mæta Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Snerting, lýsir ótrúlegum tilþrifum Egils Ólafssonar, í hlutverki Kristófers í myndinni sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist einnig hafa leitað, árangurslaust, logandi ljósi að rétta leikaranum í hlutverk Kristófers á yngri árum. Þegar stungið var upp á syni hans, Pálma Kormáki, hafi hann ekki haft neina trú á að sonurinn myndi hafa nokkurn áhuga. 24. maí 2024 07:00 „Gaman hvað verið er að tala fallega um samstarfsfólkið mitt“ Kvikmyndin Snerting hefur hlotið lof í mörgum af stærstu bíómyndamiðlum vestanhafs. Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar fagnar góðu dómunum sem og góðu áhorfi í bíóhúsum hérlendis. 17. júní 2024 13:49 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Balti hélt að Pálmi myndi aldrei mæta Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Snerting, lýsir ótrúlegum tilþrifum Egils Ólafssonar, í hlutverki Kristófers í myndinni sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist einnig hafa leitað, árangurslaust, logandi ljósi að rétta leikaranum í hlutverk Kristófers á yngri árum. Þegar stungið var upp á syni hans, Pálma Kormáki, hafi hann ekki haft neina trú á að sonurinn myndi hafa nokkurn áhuga. 24. maí 2024 07:00
„Gaman hvað verið er að tala fallega um samstarfsfólkið mitt“ Kvikmyndin Snerting hefur hlotið lof í mörgum af stærstu bíómyndamiðlum vestanhafs. Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar fagnar góðu dómunum sem og góðu áhorfi í bíóhúsum hérlendis. 17. júní 2024 13:49