Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 16:12 Milan Lazarevski frá Norður-Makedóníu og Elias Kofler frá Austurríki í átökum í Varazdin í Króatíu í dag. Getty/Vjeran Zganec Filip Kuzmanovski tryggði Norður-Makedóníu stig gegn Austurríki í dag með mögnuðu langskoti á síðustu stundu, í 29-29 jafntefli á HM í handbolta. Sviss vann stórsigur á Túnis. Austurríki er því með þrjú stig í milliriðli II og þar ríkir mikil spenna, en tvö efstu liðin úr þeim milliriðli mæta svo liðum úr milliriðli Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Frakkar eru efstir með 4 stig og mæta Ungverjalandi (3 stig) í kvöld. Holland er með 2 stig líkt og Norður-Makedónía, en Katar með 0 stig, en Holland og Katar mætast í dag. Ljóst er að allt þarf að ganga upp hjá N-Makedóníumönnum og þeir að vinna Katar og Frakkland í síðustu leikjum sínum, til að eygja von um 2. sæti riðilsins, en markið frá Kuzmanovski heldur þeim á lífi. Austurríki var 14-13 yfir í hálfleik gegn Norður-Makedóníu í dag, eftir 6-2 kafla á lokamínútum fyrri hálfleiks, en liðið skoraði lokamark fyrri hálfleiksins á síðustu sekúndu. Gríðarleg spenna var í leiknum í seinni hálfleik og jafnt á öllum tölum. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Florian Kaiper vítakast fyrir Austurríki, frá Kuzmanovski, og í staðinn kom Eric Damböck Austurríki yfir, 28-27, með vítakasti á hinum enda vallarins. Marko Mitev náði að jafna metin 40 sekúndum fyrir leikslok, með sínu sjötta marki í leiknum, en Austurríki tók svo leikhlé til að undirbúa lokasókn sína. Lukas Hutecek lyfti sér svo upp og skoraði þegar örfáar sekúndur voru eftir, skoraði sitt sjötta mark og virtist hafa tryggt Austurríki sigur, en svo fór ekki því Kuzmanovski tókst einhvern veginn að jafna metin á síðustu stundu. Sviss fikrar sig nær Þýskalandi og Danmörku Sviss vann Túnis af miklu öryggi, 37-26, og var í raun búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, en staðan að honum loknum var 20-11. Svisslendingar eru því með í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum en þeir eru með þrjú stig í milliriðli I, á meðan að Túnis er enn án stiga. Danmörk og Þýskaland eru efst í þessum milliriðli með fjögur stig hvort, og mætast í kvöld. Fyrst mætast þó Tékkland og Ítalía, en Tékkar eru með eitt stig og Ítalir tvö. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Austurríki er því með þrjú stig í milliriðli II og þar ríkir mikil spenna, en tvö efstu liðin úr þeim milliriðli mæta svo liðum úr milliriðli Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Frakkar eru efstir með 4 stig og mæta Ungverjalandi (3 stig) í kvöld. Holland er með 2 stig líkt og Norður-Makedónía, en Katar með 0 stig, en Holland og Katar mætast í dag. Ljóst er að allt þarf að ganga upp hjá N-Makedóníumönnum og þeir að vinna Katar og Frakkland í síðustu leikjum sínum, til að eygja von um 2. sæti riðilsins, en markið frá Kuzmanovski heldur þeim á lífi. Austurríki var 14-13 yfir í hálfleik gegn Norður-Makedóníu í dag, eftir 6-2 kafla á lokamínútum fyrri hálfleiks, en liðið skoraði lokamark fyrri hálfleiksins á síðustu sekúndu. Gríðarleg spenna var í leiknum í seinni hálfleik og jafnt á öllum tölum. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Florian Kaiper vítakast fyrir Austurríki, frá Kuzmanovski, og í staðinn kom Eric Damböck Austurríki yfir, 28-27, með vítakasti á hinum enda vallarins. Marko Mitev náði að jafna metin 40 sekúndum fyrir leikslok, með sínu sjötta marki í leiknum, en Austurríki tók svo leikhlé til að undirbúa lokasókn sína. Lukas Hutecek lyfti sér svo upp og skoraði þegar örfáar sekúndur voru eftir, skoraði sitt sjötta mark og virtist hafa tryggt Austurríki sigur, en svo fór ekki því Kuzmanovski tókst einhvern veginn að jafna metin á síðustu stundu. Sviss fikrar sig nær Þýskalandi og Danmörku Sviss vann Túnis af miklu öryggi, 37-26, og var í raun búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, en staðan að honum loknum var 20-11. Svisslendingar eru því með í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum en þeir eru með þrjú stig í milliriðli I, á meðan að Túnis er enn án stiga. Danmörk og Þýskaland eru efst í þessum milliriðli með fjögur stig hvort, og mætast í kvöld. Fyrst mætast þó Tékkland og Ítalía, en Tékkar eru með eitt stig og Ítalir tvö.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira