Tilnefningarnar verða tilkynntar á eftir í beinni útsendingu sem hefst klukkan 13:30 og fylgjast má með hér á Vísi.
Hátíðin er haldin í 97. skipti í ár og verður grínistinn Conan O' Brien kynnir. Það ríkir alltaf mikil eftirvænting eftir tilnefningunum og sérstaklega í ár enda gæti svo farið að Snerting úr smiðju Baltasars Kormáks verði tilnefnd.
Streymið er í boði ABC sjónvarpsstöðvarinnar og hefst athöfnin klukkan 13:30 á íslenskum tíma og má nálgast hér fyrir neðan. Einnig verður hægt að fylgjast með textalýsingu hér fyrir neðan.
Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan getur verið ráð að endurhlaða síðuna.