Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. janúar 2025 07:58 Lík drengjanna fundust frosin við landamærin. No Name Kitchen/Collettivo Rotte Balcaniche Mannúðarsamtök segja yfirvöld í Búlgaríu hafa hunsað neyðarkall og hindrað sjálfboðaliða í því að bjarga þremur egypskum drengjum sem síðar fundust frosnir til dauða nærri landamærum Búlgaríu og Tyrklands. Samtökin, No Name Kitchen og Collettivo Rotte Balcaniche, hafa sett saman skýrslu um málið. Fjöldi fólks freistar þess að komast til Evrópu um fyrrnefnd landamæri en svæðið er erfitt yfirferðar og ekki síst yfir vetrartímann. Samkvæmt samtökunum var þeim gert viðvart um það 27. desember síðastliðinn að símtöl hefðu borist í neyðarlínu hjáparsamtaka þar sem talað var um þrjá táninga í hættu. Neyðarlínunni bárust hnit til að staðsetja drengina og sjálfboðaliðar gerðu ítrekaðar tilraunir til að koma þeim áfram til viðbragðsaðila. Þá freistuðu þeir þess einnig að komast sjálfir á staðinn. Samtökin segja lögregluyfirvöld hins vegar hafa hindrað för sjálfboðaliðanna, þrátt fyrir að hafa verið sýndar myndir af einum drengjanna í snjónum. Drengirnir þrír, Ahmed Samra, 17 ára, Ahmed Elawdan, 16 ára, og Seifalla Elbeltagy, 15 ára, fundust seinna látnir. Við lík Samra mátti sjá fótspor og hundaspor, sem samtökin segja benda til þess að lögregla hafi fundið drengina lifandi eða liðna en látið þá liggja áfram. Síðar, þegar komið var aftur að líkunum, höfðu sporin verið máð út. Í skýrslunni segir að yfirvöld hafi ítrekað hamlað björgunaraðgerðum sjálfboðaliða. Þeir hafi meðal annars verið áreittir af landamæravörðum og ein kona látin afklæðast á meðan verðirnir leituðu í fórum hennar. Samtökin hafa kallað eftir rannsókn á framgöngu yfirvalda í Búlgaríu í garð flóttafólks og sjálfboðaliða. Guardian fjallar ítarlega um málið. Búlgaría Flóttamenn Mannréttindi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Sjá meira
Samtökin, No Name Kitchen og Collettivo Rotte Balcaniche, hafa sett saman skýrslu um málið. Fjöldi fólks freistar þess að komast til Evrópu um fyrrnefnd landamæri en svæðið er erfitt yfirferðar og ekki síst yfir vetrartímann. Samkvæmt samtökunum var þeim gert viðvart um það 27. desember síðastliðinn að símtöl hefðu borist í neyðarlínu hjáparsamtaka þar sem talað var um þrjá táninga í hættu. Neyðarlínunni bárust hnit til að staðsetja drengina og sjálfboðaliðar gerðu ítrekaðar tilraunir til að koma þeim áfram til viðbragðsaðila. Þá freistuðu þeir þess einnig að komast sjálfir á staðinn. Samtökin segja lögregluyfirvöld hins vegar hafa hindrað för sjálfboðaliðanna, þrátt fyrir að hafa verið sýndar myndir af einum drengjanna í snjónum. Drengirnir þrír, Ahmed Samra, 17 ára, Ahmed Elawdan, 16 ára, og Seifalla Elbeltagy, 15 ára, fundust seinna látnir. Við lík Samra mátti sjá fótspor og hundaspor, sem samtökin segja benda til þess að lögregla hafi fundið drengina lifandi eða liðna en látið þá liggja áfram. Síðar, þegar komið var aftur að líkunum, höfðu sporin verið máð út. Í skýrslunni segir að yfirvöld hafi ítrekað hamlað björgunaraðgerðum sjálfboðaliða. Þeir hafi meðal annars verið áreittir af landamæravörðum og ein kona látin afklæðast á meðan verðirnir leituðu í fórum hennar. Samtökin hafa kallað eftir rannsókn á framgöngu yfirvalda í Búlgaríu í garð flóttafólks og sjálfboðaliða. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Búlgaría Flóttamenn Mannréttindi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Sjá meira