Litla dóttirin náði besta árangrinum af íslensku stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 08:02 Bergrós Björnsdóttir er hér í miðjunni með samherjum sínum Reese Littlewood og Lucy Mcgonigle. @lucymcgonigle.cf Ísland átti fjóra flotta keppendur í liðakeppni Wodapalooza CrossFit stórmótsins sem fór fram í Miami um helgina. Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir fengu auðvitað mikla athygli enda að keppa saman í fyrsta sinn í liðakeppni. Þær voru allar að koma til baka eftir meiðsli eða barnsburð og stefnan var meira sett á að hafa gaman saman en að reyna að vinna mótið. Svo fór að lið dætranna frá Íslandi endaði í sautjánda sæti á mótinu en þátttökuliðin voru alls fjörutíu. Þær náðu tvisvar einu af tíu bestu sætunum en besti árangur liðsins í einni grein var fimmta sætið. Það var aftur á móti litla dóttirin í keppninni sem náði besta árangrinum af íslensku stelpunum. Hin stórnefnilega Bergrós Björnsdóttir náði tólfta sætinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“. Ekkert smá nafn og enginn smá árangur. Þær náðu tvisvar inn á topp fimm í keppninni og urðu í öðru sæti einni greininni. Reese Littlewood var fyrirliði liðsins en auk Bergrósar þá var Lucy Mcgonigle einnig í liðinu. Bergrós keppti fyrir hönd CrossFit Selfoss. Allar hafa þær verið að keppa við hverja aðra í unglingaflokknum síðustu ár og þær settu líka met með því að vera með yngsta liðið í sögu Wodapalooza. Þessar þrjár eiga framtíðina fyrir sér og þær ætlar sér greinilega stærri hluti í framtíðinni. „Árið 2027 verður okkar ár,“ skrifaði Lucy Mcgonigle á samfélagsmiðla og birti mynd af þeim þremur saman. Hér má sjá viðtal við stelpurnar sem Talking Elite Fitness tók í miðri keppninni. View this post on Instagram A post shared by Lucy McGonigle (@lucymcgonigle.cf) CrossFit Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir fengu auðvitað mikla athygli enda að keppa saman í fyrsta sinn í liðakeppni. Þær voru allar að koma til baka eftir meiðsli eða barnsburð og stefnan var meira sett á að hafa gaman saman en að reyna að vinna mótið. Svo fór að lið dætranna frá Íslandi endaði í sautjánda sæti á mótinu en þátttökuliðin voru alls fjörutíu. Þær náðu tvisvar einu af tíu bestu sætunum en besti árangur liðsins í einni grein var fimmta sætið. Það var aftur á móti litla dóttirin í keppninni sem náði besta árangrinum af íslensku stelpunum. Hin stórnefnilega Bergrós Björnsdóttir náði tólfta sætinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“. Ekkert smá nafn og enginn smá árangur. Þær náðu tvisvar inn á topp fimm í keppninni og urðu í öðru sæti einni greininni. Reese Littlewood var fyrirliði liðsins en auk Bergrósar þá var Lucy Mcgonigle einnig í liðinu. Bergrós keppti fyrir hönd CrossFit Selfoss. Allar hafa þær verið að keppa við hverja aðra í unglingaflokknum síðustu ár og þær settu líka met með því að vera með yngsta liðið í sögu Wodapalooza. Þessar þrjár eiga framtíðina fyrir sér og þær ætlar sér greinilega stærri hluti í framtíðinni. „Árið 2027 verður okkar ár,“ skrifaði Lucy Mcgonigle á samfélagsmiðla og birti mynd af þeim þremur saman. Hér má sjá viðtal við stelpurnar sem Talking Elite Fitness tók í miðri keppninni. View this post on Instagram A post shared by Lucy McGonigle (@lucymcgonigle.cf)
CrossFit Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira