Mona Lisa fær sérherbergi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. janúar 2025 19:23 Macron hélt blaðamannafund í dag um fyrirhugaða uppbyggingu og endurbætur á Louvre-safninu í París. AP Mona Lisa verður færð í sérherbergi í Louvre-safninu í París, og gestir utan Evrópusambandsins munu greiða hærri aðgangseyri. Þetta kom fram á blaðamannafundi Macrons frakklandsforseta um fyrirhugaðar umbætur á safninu. Í síðustu viku greindi forstjóri Louvre frá því að ástand safnsins væri bágborið, og bað frönsku ríkisstjórnina um aðstoð við viðhald og enduruppbyggingu húsnæðisins. Sagt var að gamla byggingin væri nánast að hruni komin, víða væru þaklekar og snöggar hitabreytingar sem gætu haft slæm áhrif á listaverkin væru til vandræða. Louvre-höllin var byggð seinnihluta 12. aldar, en þar bjó franska konungsfólkið þar til Loðvík 14. flutti aðsetur konungsfjölskyldunnar til Versala. Louvre varð að safni fyrir konunglega listasafnið árið 1793. Ráða ekki við aðsóknina Í fyrra tók Louvre á móti 8,7 milljónum gesta, en þegar húsnæðið var hannað var gert ráð fyrir fjórum milljónum gesta á ári. Árið 2018 var metaðsókn þegar safnið tók á móti 10,2 milljónum gesta. Reuters hafði eftir forstjóranum að heimsókn á safnið væri orðin að líkamlegu erfiði, þar sem erfitt er að fóta sig vegna mannmergðar, svæðin séu illa merkt, og lítið sé um svæði þar sem hægt er að hvíla sig. Þá sé skortur á veitingastöðum og klósettaðstöðu. Macron tilkynnti svo um sex ára áætlun franskra stjórnvalda um endurbætur og stækkun húsnæðisins. Byggður verði nýr inngangur sem auðveldar fólki að ganga inn og út, og frægasta verk safnsins, Mona Lisa, verði í sérherbergi með sérinngangi. Þá muni gestir utan Evrópusambandsins þurfa greiða hærri aðgangseyri, frá og með næsta ári. Frakkland Söfn Myndlist Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Í síðustu viku greindi forstjóri Louvre frá því að ástand safnsins væri bágborið, og bað frönsku ríkisstjórnina um aðstoð við viðhald og enduruppbyggingu húsnæðisins. Sagt var að gamla byggingin væri nánast að hruni komin, víða væru þaklekar og snöggar hitabreytingar sem gætu haft slæm áhrif á listaverkin væru til vandræða. Louvre-höllin var byggð seinnihluta 12. aldar, en þar bjó franska konungsfólkið þar til Loðvík 14. flutti aðsetur konungsfjölskyldunnar til Versala. Louvre varð að safni fyrir konunglega listasafnið árið 1793. Ráða ekki við aðsóknina Í fyrra tók Louvre á móti 8,7 milljónum gesta, en þegar húsnæðið var hannað var gert ráð fyrir fjórum milljónum gesta á ári. Árið 2018 var metaðsókn þegar safnið tók á móti 10,2 milljónum gesta. Reuters hafði eftir forstjóranum að heimsókn á safnið væri orðin að líkamlegu erfiði, þar sem erfitt er að fóta sig vegna mannmergðar, svæðin séu illa merkt, og lítið sé um svæði þar sem hægt er að hvíla sig. Þá sé skortur á veitingastöðum og klósettaðstöðu. Macron tilkynnti svo um sex ára áætlun franskra stjórnvalda um endurbætur og stækkun húsnæðisins. Byggður verði nýr inngangur sem auðveldar fólki að ganga inn og út, og frægasta verk safnsins, Mona Lisa, verði í sérherbergi með sérinngangi. Þá muni gestir utan Evrópusambandsins þurfa greiða hærri aðgangseyri, frá og með næsta ári.
Frakkland Söfn Myndlist Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira