„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 12:16 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi eru til merkis um að líkur á eldgosi aukist enn. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir þó að hægt hafi lítillega á landrisi og kvikusöfnun, miðað við atburði síðasta árs. „Sem bendir til þess að við séum komin á seinni hluta þessa ferlis. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé búið,“ segir Magnús Tumi. Mun minna flæði GPS- og gervitunglamælingar séu notaðar til að vakta svæðið og mæla kvikusöfnun. „Þær hafa sýnt að þegar þetta byrjaði þarna í lok október í fyrra, svo í nóvember og svo framvegis, þá voru að fara þarna inn kannski sjö, átta til tíu rúmmetrar af kviku á sekúndu. Síðan hefur dregið úr því hægt og rólega, og núna eru að koma kannski inn tveir, þrír, fjórir rúmmetrar af kviku á hverri sekúndu.“ Horfir til loka febrúar Síðasta eldgos hófst 20. nóvember og lauk 18 dögum síðar. Magnús Tumi segir að mánuður geti verið í það næsta. „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt, miðað við núverandi stöðu, að komi gos sem verði ekkert ósvipað þeim sem komið hafa á síðustu árum.“ Reikna megi með því að fyrirvari næsta eldgoss verði á bilinu hálf til ein klukkustund. „Það eru allar líkur á að þetta verði þannig. Þetta gerist ekki þannig að þetta stingi sér upp með engum fyrirvara og það sjáist hvergi nein merki. Það sjást bæði merki í jarðhitakerfinu, í borholunum fer að koma þrýstinbreyting, og svo eru það jarðskjálftar. Þó þeir séu ekki mjög stórir, “ sagði Magnús Tumi Guðmundsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi eru til merkis um að líkur á eldgosi aukist enn. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir þó að hægt hafi lítillega á landrisi og kvikusöfnun, miðað við atburði síðasta árs. „Sem bendir til þess að við séum komin á seinni hluta þessa ferlis. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé búið,“ segir Magnús Tumi. Mun minna flæði GPS- og gervitunglamælingar séu notaðar til að vakta svæðið og mæla kvikusöfnun. „Þær hafa sýnt að þegar þetta byrjaði þarna í lok október í fyrra, svo í nóvember og svo framvegis, þá voru að fara þarna inn kannski sjö, átta til tíu rúmmetrar af kviku á sekúndu. Síðan hefur dregið úr því hægt og rólega, og núna eru að koma kannski inn tveir, þrír, fjórir rúmmetrar af kviku á hverri sekúndu.“ Horfir til loka febrúar Síðasta eldgos hófst 20. nóvember og lauk 18 dögum síðar. Magnús Tumi segir að mánuður geti verið í það næsta. „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt, miðað við núverandi stöðu, að komi gos sem verði ekkert ósvipað þeim sem komið hafa á síðustu árum.“ Reikna megi með því að fyrirvari næsta eldgoss verði á bilinu hálf til ein klukkustund. „Það eru allar líkur á að þetta verði þannig. Þetta gerist ekki þannig að þetta stingi sér upp með engum fyrirvara og það sjáist hvergi nein merki. Það sjást bæði merki í jarðhitakerfinu, í borholunum fer að koma þrýstinbreyting, og svo eru það jarðskjálftar. Þó þeir séu ekki mjög stórir, “ sagði Magnús Tumi Guðmundsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55
Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21