Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. janúar 2025 11:47 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, býst við mikilli stemningu í Iðnó í kvöld. vísir/vilhelm Blásið verður til Kvennaárs með dansveislu í Iðnó í kvöld. Í ár eru fimmtíu ár liðin frá Kvennafrídeginum og í tilefni þess verður allt árið verður lagt undir jafnréttisbaráttu að sögn formanns BSRB. Tugir samtaka standa að viðburðinum. „Þetta er fyrsti formlegi viðburðurinn okkar og við erum hátt í fimmtíu samtök, þau sömu og stóðu að kvennaverkfalli, að fylgja eftir byltingunni og vitundarvakningunni og höfum boðað til Kvennaárs 2025,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Blásið er til Kvennaárs í tilefni þess að í ár eru fimmtíu ár liðin frá kvennafrídeginum. Sonja segir aðstandendur kvennaverkfallsins, sem efnt var árið 2023 með útifundi á Arnarhóli, hafa greint mikla eftirspurn eftir frekari samstöðuvettvangi. „Þannig við horfðum aðeins aftur í söguna og sáum að árið 1975, þegar kvennafrí var fyrst haldið, var allt árið undir. Það var af því að Sameinuðu þjóðirnar höfðu lýst yfir alþjóðlegu kvennaári og konur hér á landi tóku þetta mjög föstum tökum. Margir viðburðir og mikið að gerast þannig við ákváðum að blása aftur til þessa.“ Myndin er tekin á kvennaverkfalli árið 2023, líklega stærsta útifundi Íslandssögunnar. Talið er að hátt í hundrað þúsund manns hafi safnast saman á Arnarhóli.Vísir/Vilhelm Kröfurnar eru ýmsar og snúa meðal annars að því að uppræta kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi. „Svo erum við líka að fjalla um ólaunuðu störfin. Að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að það sé jöfn skipting á ábyrgð á börnum og heimilshaldi hjá kynjum.“ Árið verður litað að ýmsum viðburðum en Sonja segir enn óákveðið hvað gert verður á kvennafrídeginum sjálfum í október. Ekki verði boðað aftur til verkfalls en aðstandendur taki á móti öllum hugmyndum, meðal annars í partýinu í Iðnó í kvöld. Sonja býst við góðri mætingu en viðburðurinn stendur frá klukkan fimm til níu og boðið verður upp á danskennslu til þess að keyra stemninguna í gang. „Svo ætlum við að hafa líka „trúnó og plott svæði“ þar sem fólk getur lagt á ráðin um það sem það ætlar að gera á árinu – heimsyfirráð eða dauða,“ segir Sonja glettin. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Stéttarfélög Dans Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Þetta er fyrsti formlegi viðburðurinn okkar og við erum hátt í fimmtíu samtök, þau sömu og stóðu að kvennaverkfalli, að fylgja eftir byltingunni og vitundarvakningunni og höfum boðað til Kvennaárs 2025,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Blásið er til Kvennaárs í tilefni þess að í ár eru fimmtíu ár liðin frá kvennafrídeginum. Sonja segir aðstandendur kvennaverkfallsins, sem efnt var árið 2023 með útifundi á Arnarhóli, hafa greint mikla eftirspurn eftir frekari samstöðuvettvangi. „Þannig við horfðum aðeins aftur í söguna og sáum að árið 1975, þegar kvennafrí var fyrst haldið, var allt árið undir. Það var af því að Sameinuðu þjóðirnar höfðu lýst yfir alþjóðlegu kvennaári og konur hér á landi tóku þetta mjög föstum tökum. Margir viðburðir og mikið að gerast þannig við ákváðum að blása aftur til þessa.“ Myndin er tekin á kvennaverkfalli árið 2023, líklega stærsta útifundi Íslandssögunnar. Talið er að hátt í hundrað þúsund manns hafi safnast saman á Arnarhóli.Vísir/Vilhelm Kröfurnar eru ýmsar og snúa meðal annars að því að uppræta kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi. „Svo erum við líka að fjalla um ólaunuðu störfin. Að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að það sé jöfn skipting á ábyrgð á börnum og heimilshaldi hjá kynjum.“ Árið verður litað að ýmsum viðburðum en Sonja segir enn óákveðið hvað gert verður á kvennafrídeginum sjálfum í október. Ekki verði boðað aftur til verkfalls en aðstandendur taki á móti öllum hugmyndum, meðal annars í partýinu í Iðnó í kvöld. Sonja býst við góðri mætingu en viðburðurinn stendur frá klukkan fimm til níu og boðið verður upp á danskennslu til þess að keyra stemninguna í gang. „Svo ætlum við að hafa líka „trúnó og plott svæði“ þar sem fólk getur lagt á ráðin um það sem það ætlar að gera á árinu – heimsyfirráð eða dauða,“ segir Sonja glettin.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Stéttarfélög Dans Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira