Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2025 09:02 Anton Rúnarsson er öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda eftir að hafa verið lykilleikmaður hjá Val og svo aðstoðarþjálfari karlaliðsins síðustu tvær leiktíðir. vísir/Sigurjón „Þetta verður ekki auðvelt,“ segir Anton Rúnarsson sem í sumar verður nýr þjálfari hins sigursæla kvennaliðs Vals í handbolta. Þetta verður fyrsta starf Antons sem aðalþjálfari. Valskonur unnu alla sína leiki, í öllum keppnum, á árinu 2024. Þær eru því ríkjandi Ísland- og bikarmeistarar, efstar í Olís-deildinni og komnar í 8-liða úrslit í Evrópukeppni. Það er í raun varla hægt að gera betur og Anton er meðvitaður um það. „Ég er hrikalega spenntur og tilbúinn í þetta verkefni. Fullur tilhlökkunar að glíma við þetta. Það hefur verið frábær árangur hérna undir handleiðslu Ágústs, sem er auðvitað frábær þjálfari, en ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Anton og bætir við: „Þetta verður ekki auðvelt. En ég er til í svona áskorun og ég held að það sé rétt skref á mínum ferli að taka við svona verkefni, sem mun reyna rosalega mikið á mig og hópinn. Það verður bara veisla að glíma við þetta og ég er fullur tilhlökkunar og spenntur fyrir þessu.“ Getur leitað til margra reynslumikilla þjálfara Anton, sem er 36 ára, tekur við af Ágústi Jóhannssyni, sem hefur stýrt kvennaliði Vals síðustu átta ár við afar góðan orðstír. Ágúst tekur við karlaliði Vals í sumar en þar hefur Anton verið aðstoðarþjálfari síðustu tvö ár og meðal annars tekið þátt í fyrsta sigri íslensks liðs í Evrópukeppni. Það verður því auðvelt fyrir Anton að heyra í Ágústi kjósi hann svo: „Ég er í toppmálum hérna í Val og get leitað til margra reynslumikilla þjálfara. Gústi verður hérna á kantinum, Óskar [Bjarni Óskarsson, aðalþjálfari karlaliðs Vals] og fleiri. Ég verð í góðum höndum og mun eflaust leita einhverra ráða. Það er mjög gott og gerir Val að því sem félagið er í dag. Frábær liðsandi, sama í hvaða deild það er, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Anton. Mjög efnilegar stelpur banka á dyrnar „Núna fer maður á fullt í að skoða leikmannamálin, setjast niður og ræða við stelpurnar. Ég held það sé líka hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt inn í þetta. Vonandi verður árangurinn áfram góður, við reynum að gera þetta saman og nýta alla krafta sem við getum,“ segir Anton en hvernig sér hann framhaldið fyrir sér þegar hann tekur við liðinu? „Þetta er frábært lið eins og það hefur sýnt síðustu ár en við erum líka með mjög efnilegar stelpur í yngri flokkum sem banka á dyrnar. Við ætlum, eins og undanfarin ár, að gefa ungum stelpum tækifæri til að komast inn í þetta hægt og rólega. Þetta er spennandi og mjög björt framtíð.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
Valskonur unnu alla sína leiki, í öllum keppnum, á árinu 2024. Þær eru því ríkjandi Ísland- og bikarmeistarar, efstar í Olís-deildinni og komnar í 8-liða úrslit í Evrópukeppni. Það er í raun varla hægt að gera betur og Anton er meðvitaður um það. „Ég er hrikalega spenntur og tilbúinn í þetta verkefni. Fullur tilhlökkunar að glíma við þetta. Það hefur verið frábær árangur hérna undir handleiðslu Ágústs, sem er auðvitað frábær þjálfari, en ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Anton og bætir við: „Þetta verður ekki auðvelt. En ég er til í svona áskorun og ég held að það sé rétt skref á mínum ferli að taka við svona verkefni, sem mun reyna rosalega mikið á mig og hópinn. Það verður bara veisla að glíma við þetta og ég er fullur tilhlökkunar og spenntur fyrir þessu.“ Getur leitað til margra reynslumikilla þjálfara Anton, sem er 36 ára, tekur við af Ágústi Jóhannssyni, sem hefur stýrt kvennaliði Vals síðustu átta ár við afar góðan orðstír. Ágúst tekur við karlaliði Vals í sumar en þar hefur Anton verið aðstoðarþjálfari síðustu tvö ár og meðal annars tekið þátt í fyrsta sigri íslensks liðs í Evrópukeppni. Það verður því auðvelt fyrir Anton að heyra í Ágústi kjósi hann svo: „Ég er í toppmálum hérna í Val og get leitað til margra reynslumikilla þjálfara. Gústi verður hérna á kantinum, Óskar [Bjarni Óskarsson, aðalþjálfari karlaliðs Vals] og fleiri. Ég verð í góðum höndum og mun eflaust leita einhverra ráða. Það er mjög gott og gerir Val að því sem félagið er í dag. Frábær liðsandi, sama í hvaða deild það er, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Anton. Mjög efnilegar stelpur banka á dyrnar „Núna fer maður á fullt í að skoða leikmannamálin, setjast niður og ræða við stelpurnar. Ég held það sé líka hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt inn í þetta. Vonandi verður árangurinn áfram góður, við reynum að gera þetta saman og nýta alla krafta sem við getum,“ segir Anton en hvernig sér hann framhaldið fyrir sér þegar hann tekur við liðinu? „Þetta er frábært lið eins og það hefur sýnt síðustu ár en við erum líka með mjög efnilegar stelpur í yngri flokkum sem banka á dyrnar. Við ætlum, eins og undanfarin ár, að gefa ungum stelpum tækifæri til að komast inn í þetta hægt og rólega. Þetta er spennandi og mjög björt framtíð.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira