Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2025 16:02 Enn er verið að leita að fólki í Podomac-ánni. AP/Mark Schiefelbein Herþyrlan sem skall saman við farþegaþotu yfir Washington DC í nótt var á hefðbundnu æfingarflugi þegar slysið varð. Áhöfn hennar var nokkuð reynslumikil en flugmennirnir voru að æfa næturflug og voru búnir nætursjónaukum. Þetta sagði Pete Hegseth, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við Fox News og í myndbandi sem varnarmálaráðuneytið birti á X. AP fréttaveitan hefur eftir aðilum innan hersins að ekki sé vitað með vissu hvort flugmennirnir hafi verið með nætursjónaukana á sér þegar slysið varð. Þar segir hann einnig að búið sé að stöðva flug frá umræddri herstöð í að minnsta kosti tvo sólarhringa á meðan rannsakað er hvernig slysið varð. Hvort þyrlunni hafi verið flogið í réttri hæð og á réttri leið. Update on Guantanamo Bay Operations and @SecDef Hegseth Addresses Tragic Mishap Involving US Army Helicopter pic.twitter.com/80J5djB4oP— Department of Defense 🇺🇸 (@DeptofDefense) January 30, 2025 Hvorki Hegseth né talsmenn ráðuneytisins hafa reynt að útskýra af hverju áhöfn þyrlunnar var við æfingar að kvöldi til við svo stóran flugvöll en það ku vera algengt. Þyrlan var af gerðinni UH-60 Black Hawk og var henni flogið frá Fort Belvoir herstöðinni í Virginíu. Þrír menn voru um borð og eru þeir allir látnir. Farþegaþotan var af gerðinni Bombardier CRJ700. Ekki er talið að einhver af þeim 64 sem voru um borð í þotunni hafi lifað af. Flugvélin fannst í þremur hlutum í ánni og er sömuleiðis búið að finna brak úr þyrlunni. Að minnsta kosti 28 lík hafa fundist. Hér má sýna flugleiðiðr þyrlunnar og þotunnar, sem var í aðflugi að Ronald Reagan flugvellinum.AP Heyra má á upptökum flugumferðarstjóra að innan við þrjátíu sekúndum áður en slysið varð spurði flugumferðarstjóri hvort flugmenn þyrlu sæju flugvélina í aðflugi. Skömmu síðar sagði hann áhöfninni bíða eftir þotunni en ekkert svar barst. Nokkrum sekúndum síðar varð slysið. Bandaríkin Fréttir af flugi Flugslys í Washington-borg Tengdar fréttir Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43 Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52 Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. 30. janúar 2025 06:14 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Þetta sagði Pete Hegseth, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við Fox News og í myndbandi sem varnarmálaráðuneytið birti á X. AP fréttaveitan hefur eftir aðilum innan hersins að ekki sé vitað með vissu hvort flugmennirnir hafi verið með nætursjónaukana á sér þegar slysið varð. Þar segir hann einnig að búið sé að stöðva flug frá umræddri herstöð í að minnsta kosti tvo sólarhringa á meðan rannsakað er hvernig slysið varð. Hvort þyrlunni hafi verið flogið í réttri hæð og á réttri leið. Update on Guantanamo Bay Operations and @SecDef Hegseth Addresses Tragic Mishap Involving US Army Helicopter pic.twitter.com/80J5djB4oP— Department of Defense 🇺🇸 (@DeptofDefense) January 30, 2025 Hvorki Hegseth né talsmenn ráðuneytisins hafa reynt að útskýra af hverju áhöfn þyrlunnar var við æfingar að kvöldi til við svo stóran flugvöll en það ku vera algengt. Þyrlan var af gerðinni UH-60 Black Hawk og var henni flogið frá Fort Belvoir herstöðinni í Virginíu. Þrír menn voru um borð og eru þeir allir látnir. Farþegaþotan var af gerðinni Bombardier CRJ700. Ekki er talið að einhver af þeim 64 sem voru um borð í þotunni hafi lifað af. Flugvélin fannst í þremur hlutum í ánni og er sömuleiðis búið að finna brak úr þyrlunni. Að minnsta kosti 28 lík hafa fundist. Hér má sýna flugleiðiðr þyrlunnar og þotunnar, sem var í aðflugi að Ronald Reagan flugvellinum.AP Heyra má á upptökum flugumferðarstjóra að innan við þrjátíu sekúndum áður en slysið varð spurði flugumferðarstjóri hvort flugmenn þyrlu sæju flugvélina í aðflugi. Skömmu síðar sagði hann áhöfninni bíða eftir þotunni en ekkert svar barst. Nokkrum sekúndum síðar varð slysið.
Bandaríkin Fréttir af flugi Flugslys í Washington-borg Tengdar fréttir Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43 Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52 Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. 30. janúar 2025 06:14 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43
Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52
Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. 30. janúar 2025 06:14