Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2025 07:00 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Sigmars Hjartar Jónssonar, karlmanns á þrítugsaldri, fyrir að nauðga kunningjastúlku sinni á göngustíg í nágrenni við heimili hans á Suðurlandi um nótt í september 2021. Sigmari var gefið að sök að beita stúlkuna ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hún var sögð hafa reynt að losa sig frá honum, en hann hafi tekið niður buxur hennar, ýtt á bak hennar, beygt hana fram og haft við hana samræði. Fyrir vikið hlaut konan áverka á kynfærum. Sigmar hefur staðfastlega neitað sök frá því að málið kom upp. Landsrétti þótti framburður hans hafa verið stöðugur. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki yfirgefið heimili sitt umrætt kvöld. Hann hafi hins vegar verið í samskiptum við stúlkuna á Snapchat, og þau talað um að hittast daginn eftir og hann ætlað að gefa henni svokallað viðnámsspólu í rafsígarettu. Féll í yfirlið Landsréttur sagði að framburður stúlkunnar hefði líka verið stöðugur. Þessa nótt hafi hún mælt sér mót við Sigmar til að fá hjá honum „veipvökva“ og viðnámsspóluna. Skömmu eftir að þau hittust hafi liðið yfir hana. Þegar hún vaknaði hafi hann verið búinn að taka niður um hana buxur og nærbuxur, látið hana beygja sig yfir grindverk svo nauðgað henni líkt og segir í ákæru. Vitnisburður fjölskyldumeðlima Sigmars var líka á þá leið að hann hafi ekki yfirgefið heimilið um nóttina. Héraðsdómur tók því með fyrirvara vegna tengsla við hann, en líka vegna þess að þeir höfðu verið sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Sigmar setti út á þetta mat héraðsdóms, en Landsréttur sagði frásagnir þeirra hafa breyst við gang málsins og það þótti draga úr sönnunargildi þeirra. Ekkert sem bendi til að lífsýni hafi borist með óbeinum hætti Niðurstaða héraðsdóms byggði fyrst og fremst á lífsýnarannsókn, og byggði Landsréttur líka á henni. Sérstaklega var horft til þess að DNA úr stúlkunni fannst í sýni sem var tekið af getnaðarlimi hans, og úr nærbuxum hans. Sigmar hafði í héraði útskýrt þessar niðurstöður með þeim hætti að stúlkan hefði notað „veipið“ hans, en hann geymdi það iðulega í klofinu á sér þegar hann væri að keyra, og vegna þess að rennilás buxna hans væri bilaður hefði DNA úr henni borist af „veipinu“ á nærbuxur hans. Í dómi Landsréttar segir að engar vísbendingar séu um það að DNA úr stúlkunni hafi getað ratað í nærbuxur hans eða á getnaðarlim með óbeinum hætti. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þau hefðu hist umrætt kvöld, og þar af leiðandi bæri að taka dóm stúlkunnar trúverðugan. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja ára fangelsisdóm Sigmars. Honum er gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Í héraði var honum gert að greiða tæplega 4,6 milljónir í sakarkostnað. Þá bætast viðtæplega 2,4 milljónir í áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Sigmari var gefið að sök að beita stúlkuna ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hún var sögð hafa reynt að losa sig frá honum, en hann hafi tekið niður buxur hennar, ýtt á bak hennar, beygt hana fram og haft við hana samræði. Fyrir vikið hlaut konan áverka á kynfærum. Sigmar hefur staðfastlega neitað sök frá því að málið kom upp. Landsrétti þótti framburður hans hafa verið stöðugur. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki yfirgefið heimili sitt umrætt kvöld. Hann hafi hins vegar verið í samskiptum við stúlkuna á Snapchat, og þau talað um að hittast daginn eftir og hann ætlað að gefa henni svokallað viðnámsspólu í rafsígarettu. Féll í yfirlið Landsréttur sagði að framburður stúlkunnar hefði líka verið stöðugur. Þessa nótt hafi hún mælt sér mót við Sigmar til að fá hjá honum „veipvökva“ og viðnámsspóluna. Skömmu eftir að þau hittust hafi liðið yfir hana. Þegar hún vaknaði hafi hann verið búinn að taka niður um hana buxur og nærbuxur, látið hana beygja sig yfir grindverk svo nauðgað henni líkt og segir í ákæru. Vitnisburður fjölskyldumeðlima Sigmars var líka á þá leið að hann hafi ekki yfirgefið heimilið um nóttina. Héraðsdómur tók því með fyrirvara vegna tengsla við hann, en líka vegna þess að þeir höfðu verið sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Sigmar setti út á þetta mat héraðsdóms, en Landsréttur sagði frásagnir þeirra hafa breyst við gang málsins og það þótti draga úr sönnunargildi þeirra. Ekkert sem bendi til að lífsýni hafi borist með óbeinum hætti Niðurstaða héraðsdóms byggði fyrst og fremst á lífsýnarannsókn, og byggði Landsréttur líka á henni. Sérstaklega var horft til þess að DNA úr stúlkunni fannst í sýni sem var tekið af getnaðarlimi hans, og úr nærbuxum hans. Sigmar hafði í héraði útskýrt þessar niðurstöður með þeim hætti að stúlkan hefði notað „veipið“ hans, en hann geymdi það iðulega í klofinu á sér þegar hann væri að keyra, og vegna þess að rennilás buxna hans væri bilaður hefði DNA úr henni borist af „veipinu“ á nærbuxur hans. Í dómi Landsréttar segir að engar vísbendingar séu um það að DNA úr stúlkunni hafi getað ratað í nærbuxur hans eða á getnaðarlim með óbeinum hætti. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þau hefðu hist umrætt kvöld, og þar af leiðandi bæri að taka dóm stúlkunnar trúverðugan. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja ára fangelsisdóm Sigmars. Honum er gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Í héraði var honum gert að greiða tæplega 4,6 milljónir í sakarkostnað. Þá bætast viðtæplega 2,4 milljónir í áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira