„Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lovísa Arnardóttir skrifar 31. janúar 2025 15:44 Hér má sjá umrædd blóm sem var stillt upp við hvíta vegginn og verðlaunahöfum sömuleiðis. Mynd/Arnþór Birkisson Plastpottablóm sem verðlaunahöfum á Bókmenntaverðlaunum Íslands var stillt upp við síðastliðinn miðvikudag eru ekki hluti af innanhússmunum Bessastaða heldur voru leikmunir Ríkisútvarpsins. Blómin vöktu athygli pottablómaunnenda í Facebook-hópnum Stofublóm inniblóm pottablóm hópnum en í hópnum eru um 41 þúsund manns. „…ég var svo yfir mig hneyksluð á plastpottaplöntunum sem stillt var upp við afhendingu bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í gærkveldi. Þvílíkt metnaðarleysi,“ segir einn í hópnum á meðan annar segir: „Þar er íhaldskerlingunni rétt lýst,“ og á þá við forsetann. Sjá einnig: Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Aðrir lýsa yfir furðu á þessu vali á meðan einn stígur fram til varnar plastblómum. „Hvaða fordómar eru þetta? Plastblóm eru virkilega falleg og eiga fullan rétt á sér á mörgum stöðum. Falleg hönnun á plastjurtum er listgrein sem ber að virða rétt eins og alla aðra sköpun sem fólk gerir. Þetta er bara dónalegt viðhorf til þeirra sem gerðu þessi plastjurtir.“ Annar vísar í áramótaskaup sjónvarpsins þar sem var gert grín að Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og sett út á smekk hennar og jafnvel gefið til kynna að hún hefði lítið álit á íslenskum menningum og listum. Atriðið er hægt að sjá hér á mínútu 27:27. „Þetta er sama lenska og áramótaskaupið gerði svo skemmtilega grín að,“ segir einn í hópnum. Hér má sjá skjáskot af umræðunni í Facebook-hópnum.Facebook Blómin frá leikmunadeild RÚV Jón Víðir Hauksson kvikmyndatökumaður sá um framleiðslu á sjónvarpsútsendingu verðlaunanna fyrir hönd RÚV. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi beðið leikmunadeild RÚV að finna fyrir hann blóm til að stilla upp við hlið verðlaunahafanna. „Það var til að hylja þennan hvíta vegg sem var þarna. Rýmið er það lítið og það er erfitt að vera með svona mikið af fólki og margar myndavélar. Það þarf að skýla þessu þannig að þetta verði einhvern veginn mannsæmandi útlítandi,“ segir Jón Víðir. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hafði ekkert að gera með plastblómin.Vísir/Vilhelm Hann segist hafa leitað til leikmunadeildar RÚV og þetta sé það sem þau hafi komið með. Það hafi ekkert endilega komið til tals að vera sérstaklega með plastblóm heldur séu þetta blómin sem þau noti reglulega í leikmyndum. Það sem geti skipt máli í þessu tilfelli sé að myndavélarnar hafi verið svo nálægt og þess vegna blómin sést svona vel. „Myndavélarnar eru það nálægt að þá sést þetta kannski meira heldur en ef þetta væri stærri salur. Þá hefði þetta eflaust verið meira í bakgrunn og enginn tekið eftir þessu. Þetta leit betur út svona en að vera með hvítan vegg. Það er ekki flóknara en það. Ég er ekki viss um að fólk hafi tekið sérstaklega eftir því að þetta væru plastblóm. Þetta eru fíkusar sem hafa verið glansandi en gætu allt eins hafa verið alvöru blóm,“ segir Jón Víðir. Hann telur betra að vera með plastblóm en hálfdauð lifandi blóm. „En þetta snýst um það að fá lit í bakgrunn.“ Blóm Tíska og hönnun Íslensku bókmenntaverðlaunin Forseti Íslands Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. 19. desember 2024 17:46 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Sjá meira
„…ég var svo yfir mig hneyksluð á plastpottaplöntunum sem stillt var upp við afhendingu bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í gærkveldi. Þvílíkt metnaðarleysi,“ segir einn í hópnum á meðan annar segir: „Þar er íhaldskerlingunni rétt lýst,“ og á þá við forsetann. Sjá einnig: Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Aðrir lýsa yfir furðu á þessu vali á meðan einn stígur fram til varnar plastblómum. „Hvaða fordómar eru þetta? Plastblóm eru virkilega falleg og eiga fullan rétt á sér á mörgum stöðum. Falleg hönnun á plastjurtum er listgrein sem ber að virða rétt eins og alla aðra sköpun sem fólk gerir. Þetta er bara dónalegt viðhorf til þeirra sem gerðu þessi plastjurtir.“ Annar vísar í áramótaskaup sjónvarpsins þar sem var gert grín að Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og sett út á smekk hennar og jafnvel gefið til kynna að hún hefði lítið álit á íslenskum menningum og listum. Atriðið er hægt að sjá hér á mínútu 27:27. „Þetta er sama lenska og áramótaskaupið gerði svo skemmtilega grín að,“ segir einn í hópnum. Hér má sjá skjáskot af umræðunni í Facebook-hópnum.Facebook Blómin frá leikmunadeild RÚV Jón Víðir Hauksson kvikmyndatökumaður sá um framleiðslu á sjónvarpsútsendingu verðlaunanna fyrir hönd RÚV. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi beðið leikmunadeild RÚV að finna fyrir hann blóm til að stilla upp við hlið verðlaunahafanna. „Það var til að hylja þennan hvíta vegg sem var þarna. Rýmið er það lítið og það er erfitt að vera með svona mikið af fólki og margar myndavélar. Það þarf að skýla þessu þannig að þetta verði einhvern veginn mannsæmandi útlítandi,“ segir Jón Víðir. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hafði ekkert að gera með plastblómin.Vísir/Vilhelm Hann segist hafa leitað til leikmunadeildar RÚV og þetta sé það sem þau hafi komið með. Það hafi ekkert endilega komið til tals að vera sérstaklega með plastblóm heldur séu þetta blómin sem þau noti reglulega í leikmyndum. Það sem geti skipt máli í þessu tilfelli sé að myndavélarnar hafi verið svo nálægt og þess vegna blómin sést svona vel. „Myndavélarnar eru það nálægt að þá sést þetta kannski meira heldur en ef þetta væri stærri salur. Þá hefði þetta eflaust verið meira í bakgrunn og enginn tekið eftir þessu. Þetta leit betur út svona en að vera með hvítan vegg. Það er ekki flóknara en það. Ég er ekki viss um að fólk hafi tekið sérstaklega eftir því að þetta væru plastblóm. Þetta eru fíkusar sem hafa verið glansandi en gætu allt eins hafa verið alvöru blóm,“ segir Jón Víðir. Hann telur betra að vera með plastblóm en hálfdauð lifandi blóm. „En þetta snýst um það að fá lit í bakgrunn.“
Blóm Tíska og hönnun Íslensku bókmenntaverðlaunin Forseti Íslands Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. 19. desember 2024 17:46 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Sjá meira
Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. 19. desember 2024 17:46