Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2025 15:55 „Vinnan frelsar“ er letrað á hlið útrýmingarbúðanna alræmdu í Auschwitz. Fyrrverandi utanríkisráðherra sakaði forsætisráðherra um að skrópa í vinunni með því að mæta ekki á minningarathöfn þar í vikunni. Vísir/Getty Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var fyrsti fulltrúi íslenskra stjórnvalda til þess að sækja alþjóðlega athöfn til minningar um fórnarlömb helfararinnar í Auschwitz. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýndi forsætisráðherra harðlega fyrir að sækja ekki minningarathöfnina, einn norrænna leiðtoga. Áttatíu ár eru liðin frá frelsun fanga í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi. Alþjóðleg minningarathöfn var haldin þar á mánudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sakaði Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, um að skrópa í vinnunni með því að mæta ekki á athöfnina og sem afleiðingu af því, á fund leiðtoga Norðurlanda um öryggismál sem boðað var til með skömmum fyrirvara. „Fjarvera æðstu fulltrúa þjóðarinnar sýnir okkar nánustu bandamönnum og öðrum að Ísland forgangsraðar með allt öðrum og undarlegri hætti en löndin í kringum okkur,“ skrifaði Þórdís Kolbrún í samfélagsmiðlafærslu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir utanríkisráðuneytið að fram að þessu hafi Ísland ekki átt fulltrúa við minningarathöfn Auschwitz-Birkenau safnsins í Póllandi. Þorgerður Katrín hafi verið fyrsti fulltrúi íslenskra stjórnvalda til þess að sækja athöfnina þegar hún var viðstödd á mánudag. Boð séu ekki send sérstaklega á þjóðarleiðtoga heldur sé þátttaka þeirra í athöfninni valfrjáls. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Seinni heimsstyrjöldin Pólland Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Áttatíu ár eru liðin frá frelsun fanga í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi. Alþjóðleg minningarathöfn var haldin þar á mánudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sakaði Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, um að skrópa í vinnunni með því að mæta ekki á athöfnina og sem afleiðingu af því, á fund leiðtoga Norðurlanda um öryggismál sem boðað var til með skömmum fyrirvara. „Fjarvera æðstu fulltrúa þjóðarinnar sýnir okkar nánustu bandamönnum og öðrum að Ísland forgangsraðar með allt öðrum og undarlegri hætti en löndin í kringum okkur,“ skrifaði Þórdís Kolbrún í samfélagsmiðlafærslu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir utanríkisráðuneytið að fram að þessu hafi Ísland ekki átt fulltrúa við minningarathöfn Auschwitz-Birkenau safnsins í Póllandi. Þorgerður Katrín hafi verið fyrsti fulltrúi íslenskra stjórnvalda til þess að sækja athöfnina þegar hún var viðstödd á mánudag. Boð séu ekki send sérstaklega á þjóðarleiðtoga heldur sé þátttaka þeirra í athöfninni valfrjáls.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Seinni heimsstyrjöldin Pólland Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira