Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 23:07 Sigurjón Þórðarson hefur undanfarin ár gert bátinn Sigurlaugu SK 138 út á strandveiðar. Hann verður formaður atvinnuveganefndar alþingis á komandi þingi þar sem til stendur að breyta lögum um strandveiðar. Vísir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ljóst að siðareglur fyrir alþingismenn hindri aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti. Sigurjón Þórðarson á með eiginkonu sinni fyrirtækið Sleppa ehf. sem rekur handfærabátinn Sigurlaugu SK 138, sem Sigurjón hefur gert út til strandveiða undanfarin ár. Síðastliðið sumar fór báturinn í 19 róðra frá 7. maí til 16. júlí, og landaði um 17 tonnum af afla. Reiknuð aflaverðmæti sumarsins miðað við verð á fiskmörkuðum í dag eru um tíu milljónir. Formaður nefndar sem fer með sjávarútvegsmál Í vikunni var jafnframt greint frá því að Sigurjón verði formaður atvinnuveganefndar alþingis, þar sem til stendur að vinna að lagabreytingu sem ætlað er að stórefla strandveiðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að tryggja 48 daga strandveiðitímabil á hverju sumri, þrátt fyrir að 10 þúsund tonna strandveiðikvótinn klárist áður en því lýkur. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið að hún hefði ekki verið upplýst um að Sigurjón hefði hagsmuna að gæta þegar kæmi að þeirri ákvörðun að stórefla strandveiðar. „Komi það í ljós að hann hafi slíkra persónulegra hagsmuna að gæta þá mun hann ekki sjá um að vinna þetta mál í þinginu, hann verður ekki framsögumaður,“ sagði hún. Í hagsmunaskrá þingmanna frá 2023 var ekki greint frá strandveiðum Sigurjóns, þegar spurt var um starfsemi sem væri rekin samhliða starfi alþingismanns og væri tekjumyndandi fyrir hann, eða félag sem hann ætti sjálfur eða væri meðeigandi í. Vanhæfur vegna hagsmunatengsla og fyrri tjáningar Haukur Arnþórsson segir í færslu á Facebook að ljóst sé að Sigurjón hafi ekki hæfi til að fjalla um málið hjá framkvæmdarvaldinu eða dómsvaldinu, vegna hagsmunatengsla og fyrri tjáningar. „Hann er nánast baráttumaður fyrir strandveiðar og ýmislegt fleira sem varðar atvinnugreinina.“ Haukur bendir á eftirfarandi ákvæði siðareglnanna máli sínu til stuðnings: 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: f. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra. g. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi. h. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. 9. gr. Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar. 10. gr. Þingmenn skulu, þar sem við á, vekja athygli á persónulegum hagsmunum sínum sem máli skipta við meðferð þingmála. 12. gr. Þingmenn skulu ekki nota aðstöðu sína sem alþingismenn til þess að vinna að eigin hagsmunum eða hagsmunum annars aðila þannig að ekki samrýmist siðareglum þessum. Engar útfærslur kynntar Ekkert liggur fyrir um það hvernig stendur til að breyta lögum um strandveiðar annað en það sem segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að tryggðir verði 48 dagar á hverju strandveiðitímabili. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum. Inga Sæland sagði í viðtali skömmu eftir að ríkisstjórnin var mynduð að breytingarnar fælu í sér margt annað en að auka kvóta. Í nokkuð snörpum orðaskiptum við þáttastjórnanda á Bylgjunni sagði hún að útfærslan væri frekar í einhvers konar tilfærslu á veiðiheimildum. Stjórnsýsla Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Sigurjón Þórðarson á með eiginkonu sinni fyrirtækið Sleppa ehf. sem rekur handfærabátinn Sigurlaugu SK 138, sem Sigurjón hefur gert út til strandveiða undanfarin ár. Síðastliðið sumar fór báturinn í 19 róðra frá 7. maí til 16. júlí, og landaði um 17 tonnum af afla. Reiknuð aflaverðmæti sumarsins miðað við verð á fiskmörkuðum í dag eru um tíu milljónir. Formaður nefndar sem fer með sjávarútvegsmál Í vikunni var jafnframt greint frá því að Sigurjón verði formaður atvinnuveganefndar alþingis, þar sem til stendur að vinna að lagabreytingu sem ætlað er að stórefla strandveiðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að tryggja 48 daga strandveiðitímabil á hverju sumri, þrátt fyrir að 10 þúsund tonna strandveiðikvótinn klárist áður en því lýkur. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið að hún hefði ekki verið upplýst um að Sigurjón hefði hagsmuna að gæta þegar kæmi að þeirri ákvörðun að stórefla strandveiðar. „Komi það í ljós að hann hafi slíkra persónulegra hagsmuna að gæta þá mun hann ekki sjá um að vinna þetta mál í þinginu, hann verður ekki framsögumaður,“ sagði hún. Í hagsmunaskrá þingmanna frá 2023 var ekki greint frá strandveiðum Sigurjóns, þegar spurt var um starfsemi sem væri rekin samhliða starfi alþingismanns og væri tekjumyndandi fyrir hann, eða félag sem hann ætti sjálfur eða væri meðeigandi í. Vanhæfur vegna hagsmunatengsla og fyrri tjáningar Haukur Arnþórsson segir í færslu á Facebook að ljóst sé að Sigurjón hafi ekki hæfi til að fjalla um málið hjá framkvæmdarvaldinu eða dómsvaldinu, vegna hagsmunatengsla og fyrri tjáningar. „Hann er nánast baráttumaður fyrir strandveiðar og ýmislegt fleira sem varðar atvinnugreinina.“ Haukur bendir á eftirfarandi ákvæði siðareglnanna máli sínu til stuðnings: 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: f. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra. g. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi. h. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. 9. gr. Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar. 10. gr. Þingmenn skulu, þar sem við á, vekja athygli á persónulegum hagsmunum sínum sem máli skipta við meðferð þingmála. 12. gr. Þingmenn skulu ekki nota aðstöðu sína sem alþingismenn til þess að vinna að eigin hagsmunum eða hagsmunum annars aðila þannig að ekki samrýmist siðareglum þessum. Engar útfærslur kynntar Ekkert liggur fyrir um það hvernig stendur til að breyta lögum um strandveiðar annað en það sem segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að tryggðir verði 48 dagar á hverju strandveiðitímabili. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum. Inga Sæland sagði í viðtali skömmu eftir að ríkisstjórnin var mynduð að breytingarnar fælu í sér margt annað en að auka kvóta. Í nokkuð snörpum orðaskiptum við þáttastjórnanda á Bylgjunni sagði hún að útfærslan væri frekar í einhvers konar tilfærslu á veiðiheimildum.
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira