Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2025 12:38 Sverrir Þór er einn eigenda Drekans við Njálsgötu. Drekinn Snorri Guðmundsson rafrettukóngur og Sverrir Þór Gunnarsson eigandi söluturnsins Drekans hafa verið dæmdir í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til að greiða ríkissjóði hvor um sig 1,1 milljarð króna í sekt fyrir stórfelld tollalagabrot. Dómur var kveðinn upp í Hérðasdómi Reykjaness á tólfta tímanum. Mbl greinir frá niðurstöðu dómsins. Snorri, sem hagnast hefur ævintýralega á sölu hinna ýmsu nikótínvara á síðustu árum, var ákærður fyrir stórfelld tollalagabrot í félagi við Sverri og þriðja mann. Þeim var gefið að sök að hafa komist undan greiðslu 741 milljónar króna í tóbaksgjöld af innflutningi um einnar milljónar pakka af vindlingum. Í ákæru á hendur mönnunum kom fram að Snorri væri ákærður ásamt Sverri Þór Gunnarssyni sem fyrirsvarsmenn félagsins Áfengi og tóbak ehf. Þriðji maðurinn sem þáverandi starfsmaður flutningafyrirtækisins Thor shipping ehf.. Sá var lykilvitni saksóknara í málinu en fékk sjálfur sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í nóvember fyrir sinn þátt. Það athugist að Sverrir Þór á alnafna sem almennt gengur undir nafninu Sveddi tönn. Snorra og Sverri var gefið að sök að hafa framið stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Þeir hefðu komið því til leiðar að starfsmaður hjá Thor Shipping ehf., sem sinnti tollskjalagerð í umboði félagsins, tilgreindi rangar vörutegundir á aðflutningsskýrslum fyrir tollafgreiðslu, það er annars vegar prótein og hins vegar pappírsvörur, í stað þess að reyktóbakið væri réttilega tilgreint sem önnur framleiðsla úr tóbaki o.fl. og vindlingarnir sem vindlingar. Með framangreindum hætti hafi þeir komið því til leiðar að lögbundið tóbaksgjald upp á tæplega 741 milljón krónur var ekki lagt á innfluttar vörur félagsins. Snorri hefur sem áður segir gert að gott undanfarin ár á sölu nikótínvara. Það hefur hann fyrst og fremst gert í gegnum félögin Fitjaborg og Pólóborg ehf.. Félögin reka söluturnana Póló, sem voru meðal þeirra fyrstu til að hefja sölu á rafrettum og nikótínpúðum hér á landi. Pólóborg hagnaðist um 87 milljónir króna árið 2022 og 179 milljónir króna árið 2021. Sömu ár hagnaðist Fitjaborg um 235 milljónir króna og 261 milljón króna. Ársreikningar félaganna fyrir árið 2023 liggja ekki fyrir. Þá rataði Snorri í fréttir árið 2022 þegar hann keypti glæsilegt einbýlishús í Akrahverfinu í Garðabæ ásamt sambýliskonu sinni á litlar 220 milljónir króna. Sambýliskonan á helmingshlut í Fitjaborg á móti honum. Sverrir Þór rekur söluturninn fornfræga Drekann á Njálsgötu í gegnum félag sitt Urriðafoss ehf.. Áfengi og tóbak er skráð til húsa í sama húsnæði og Drekinn. Urriðafoss var meðal eigenda Bankastrætis club þegar hann var og hét. Saksóknari krafðist að allir ákærðu yrðu dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá voru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess var meðal annars krafist að Snorri yrði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krafðist ákæruvaldið þess að hann sætti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Héraðssaksóknari krafðist þess sömuleiðis að Sverrir Þór yrði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra. Loks var þess krafist að Áfengi og tóbaki ehf. yrði gert að sæta upptöku á 440.750 pökkum af vindlingum. Brotin tengdust innflutningi á um milljón pökkum af vindlingum. Mbl greinir frá því að upptökukröfur saksóknara hafi verið samþykktar. Dómurinn var birtur síðdegis og má lesa hér. Fréttin var uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að þeir hefðu verið dæmdir til að greiða samanlagt 1,1 milljarð króna. Dómsmál Skattar og tollar Rafrettur Efnahagsbrot Tóbak Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Hérðasdómi Reykjaness á tólfta tímanum. Mbl greinir frá niðurstöðu dómsins. Snorri, sem hagnast hefur ævintýralega á sölu hinna ýmsu nikótínvara á síðustu árum, var ákærður fyrir stórfelld tollalagabrot í félagi við Sverri og þriðja mann. Þeim var gefið að sök að hafa komist undan greiðslu 741 milljónar króna í tóbaksgjöld af innflutningi um einnar milljónar pakka af vindlingum. Í ákæru á hendur mönnunum kom fram að Snorri væri ákærður ásamt Sverri Þór Gunnarssyni sem fyrirsvarsmenn félagsins Áfengi og tóbak ehf. Þriðji maðurinn sem þáverandi starfsmaður flutningafyrirtækisins Thor shipping ehf.. Sá var lykilvitni saksóknara í málinu en fékk sjálfur sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í nóvember fyrir sinn þátt. Það athugist að Sverrir Þór á alnafna sem almennt gengur undir nafninu Sveddi tönn. Snorra og Sverri var gefið að sök að hafa framið stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Þeir hefðu komið því til leiðar að starfsmaður hjá Thor Shipping ehf., sem sinnti tollskjalagerð í umboði félagsins, tilgreindi rangar vörutegundir á aðflutningsskýrslum fyrir tollafgreiðslu, það er annars vegar prótein og hins vegar pappírsvörur, í stað þess að reyktóbakið væri réttilega tilgreint sem önnur framleiðsla úr tóbaki o.fl. og vindlingarnir sem vindlingar. Með framangreindum hætti hafi þeir komið því til leiðar að lögbundið tóbaksgjald upp á tæplega 741 milljón krónur var ekki lagt á innfluttar vörur félagsins. Snorri hefur sem áður segir gert að gott undanfarin ár á sölu nikótínvara. Það hefur hann fyrst og fremst gert í gegnum félögin Fitjaborg og Pólóborg ehf.. Félögin reka söluturnana Póló, sem voru meðal þeirra fyrstu til að hefja sölu á rafrettum og nikótínpúðum hér á landi. Pólóborg hagnaðist um 87 milljónir króna árið 2022 og 179 milljónir króna árið 2021. Sömu ár hagnaðist Fitjaborg um 235 milljónir króna og 261 milljón króna. Ársreikningar félaganna fyrir árið 2023 liggja ekki fyrir. Þá rataði Snorri í fréttir árið 2022 þegar hann keypti glæsilegt einbýlishús í Akrahverfinu í Garðabæ ásamt sambýliskonu sinni á litlar 220 milljónir króna. Sambýliskonan á helmingshlut í Fitjaborg á móti honum. Sverrir Þór rekur söluturninn fornfræga Drekann á Njálsgötu í gegnum félag sitt Urriðafoss ehf.. Áfengi og tóbak er skráð til húsa í sama húsnæði og Drekinn. Urriðafoss var meðal eigenda Bankastrætis club þegar hann var og hét. Saksóknari krafðist að allir ákærðu yrðu dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá voru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess var meðal annars krafist að Snorri yrði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krafðist ákæruvaldið þess að hann sætti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Héraðssaksóknari krafðist þess sömuleiðis að Sverrir Þór yrði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra. Loks var þess krafist að Áfengi og tóbaki ehf. yrði gert að sæta upptöku á 440.750 pökkum af vindlingum. Brotin tengdust innflutningi á um milljón pökkum af vindlingum. Mbl greinir frá því að upptökukröfur saksóknara hafi verið samþykktar. Dómurinn var birtur síðdegis og má lesa hér. Fréttin var uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að þeir hefðu verið dæmdir til að greiða samanlagt 1,1 milljarð króna.
Dómsmál Skattar og tollar Rafrettur Efnahagsbrot Tóbak Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira