Handbolti

Mourinho stoltur af lands­liði Portúgals í hand­bolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Mourinho fylgdist með HM í handbolta og hrósaði sínum mönnum sem slógu í gegn.
Jose Mourinho fylgdist með HM í handbolta og hrósaði sínum mönnum sem slógu í gegn. vísir/getty

Portúgalski knattspyrnuþjálfarinn Jose Mourinho lét ekki HM í handbolta fram hjá sér fara.

Þessi sigursæli þjálfari fylgdist stoltur með gengi portúgalska liðsins á HM en liðið kom allra liða mest á óvart og endaði í fjórða sæti mótsins.

Þetta var í fyrsta sinn sem Portúgal leikur um verðlaun á stórmóti í handbolta.

„Mitt lið Portúgal fór mikinn á HM í handbolta og komst í undanúrslit. Ég vil óska þeim til hamingju með afrekið og áhrifin sem þau munu hafa á unga fólkið okkar,“ skrifaði Mourinho á Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×