Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2025 15:25 Ólafur Egilsson og Ester segja geta verið bagalegt þegar gestir þeirra þurfa að færa bíla sína á annað gjaldsvæði eftir þriggja tíma heimsókn. Þau elska lífið í miðborginni og segja málið í stóra samhenginu ekki skipta miklu máli. vísir Hjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey búa á dýrasta gjaldsvæðinu í miðborg Reykjavíkur. Greiða þarf rúmar 600 krónur á tímann fyrir bílastæði við húsið þeirra á Grettisgötunni. Þetta kom fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem Vala Matt tók bílastæðamál í miðbænum til skoðounar. Vala Matt hafði samband við hjónin fyrrnefndu og fór einnig yfir málin með fulltrúa í skipulagsráði borgarinnar. Í innslaginu lýsa þau að gestir þeirra þurfi að greiða rúmar 600 krónur á tímann í stöðumæli alla daga vikunnar frá því á morgnana til klukkan níu á kvöldin, einnig á laugardögum og sunnudögum. „Við búum í 101 á Grettisgötunni og erum með stæði sem við eigum á okkar lóð sem þýðir að við sleppum með mesta straffið frá borginni. En þetta er stundum svolítið erfitt ef maður er að fá gesti eða iðnaðarmenn,“ segir Ólafur og heldur áfram. „Ef fólk ætlar ekki að borga sex hundruð krónur á klukkustund og vera bara í heimsókn í þrjár klukkustundir þá þarf það að leggja niðri á Lindargötu eða uppi á Óðinstorgi sem eru svona sex til sjö hundruð metra í burtu.“ Ester bendir á áhrif sem bílastæðamálin geta haft á matarboð þeirra. Færa bílinn eftir þrjár klukkustundir „Ef þú kemur í matarboð og ert á bíl því það er ógeðslega vont veður þá þarft þú að fara úr matarboðinu eftir þrjá tíma og flytja bílinn á annað svæði því það er líka búið að lengja tímann til níu á kvöldin,“ segir Ester en bílar mega bara vera lagðir á Grettisgötunni í þrjá klukkutíma og þá þarf að fjarlægja þá og flytja í annað gjaldsvæði nokkrum götum frá. „Svo mega gestir okkar ekki leggja bílnum sínum fyrir aftan okkar bíl við okkar stæði,“ segir Ólafur. „Ég var með pípara um daginn og ég bauð honum að leggja fyrir aftan minn bíl, hann var bara sektaður,“ segir Ólafur. Hjónin hlæja aðspurð hvort það sé búandi í 101 við slíkt regluverk. Ástandið sé alls ekki það slæmt enda elski þau lífið í miðborginni. Vala ræddi einnig við Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Hún var spurð af hverju íbúar fengu aðeins eitt íbúakort við svæðið. „Þetta eru reglurnar eins og staðan er í dag en það er verið að skoða hvort hægt sé að rýmka reglurnar. Þegar það er verið að byggja í dag er miðað við eitt stæði á hvert heimili og það er verið að vinna með þann ramma hjá okkur þarna,“ segir Dóra. Svæðið sem Ólafur og Ester búa á er með dýrustu gjaldskylduna. „Gjaldskyldan á þessu svæði er auðvitað alveg í miðborginni og í kringum Laugaveginn. Ég veit að það eru skiptar skoðanir með þessar reglur en þess vegna erum við að rýna í það hvort við teljum að það sé ástæða til þess að skapa enn meira svigrúm til að mæta þessum þörfum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Reykjavík Bílastæði Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Sjá meira
Þetta kom fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem Vala Matt tók bílastæðamál í miðbænum til skoðounar. Vala Matt hafði samband við hjónin fyrrnefndu og fór einnig yfir málin með fulltrúa í skipulagsráði borgarinnar. Í innslaginu lýsa þau að gestir þeirra þurfi að greiða rúmar 600 krónur á tímann í stöðumæli alla daga vikunnar frá því á morgnana til klukkan níu á kvöldin, einnig á laugardögum og sunnudögum. „Við búum í 101 á Grettisgötunni og erum með stæði sem við eigum á okkar lóð sem þýðir að við sleppum með mesta straffið frá borginni. En þetta er stundum svolítið erfitt ef maður er að fá gesti eða iðnaðarmenn,“ segir Ólafur og heldur áfram. „Ef fólk ætlar ekki að borga sex hundruð krónur á klukkustund og vera bara í heimsókn í þrjár klukkustundir þá þarf það að leggja niðri á Lindargötu eða uppi á Óðinstorgi sem eru svona sex til sjö hundruð metra í burtu.“ Ester bendir á áhrif sem bílastæðamálin geta haft á matarboð þeirra. Færa bílinn eftir þrjár klukkustundir „Ef þú kemur í matarboð og ert á bíl því það er ógeðslega vont veður þá þarft þú að fara úr matarboðinu eftir þrjá tíma og flytja bílinn á annað svæði því það er líka búið að lengja tímann til níu á kvöldin,“ segir Ester en bílar mega bara vera lagðir á Grettisgötunni í þrjá klukkutíma og þá þarf að fjarlægja þá og flytja í annað gjaldsvæði nokkrum götum frá. „Svo mega gestir okkar ekki leggja bílnum sínum fyrir aftan okkar bíl við okkar stæði,“ segir Ólafur. „Ég var með pípara um daginn og ég bauð honum að leggja fyrir aftan minn bíl, hann var bara sektaður,“ segir Ólafur. Hjónin hlæja aðspurð hvort það sé búandi í 101 við slíkt regluverk. Ástandið sé alls ekki það slæmt enda elski þau lífið í miðborginni. Vala ræddi einnig við Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Hún var spurð af hverju íbúar fengu aðeins eitt íbúakort við svæðið. „Þetta eru reglurnar eins og staðan er í dag en það er verið að skoða hvort hægt sé að rýmka reglurnar. Þegar það er verið að byggja í dag er miðað við eitt stæði á hvert heimili og það er verið að vinna með þann ramma hjá okkur þarna,“ segir Dóra. Svæðið sem Ólafur og Ester búa á er með dýrustu gjaldskylduna. „Gjaldskyldan á þessu svæði er auðvitað alveg í miðborginni og í kringum Laugaveginn. Ég veit að það eru skiptar skoðanir með þessar reglur en þess vegna erum við að rýna í það hvort við teljum að það sé ástæða til þess að skapa enn meira svigrúm til að mæta þessum þörfum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Reykjavík Bílastæði Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Sjá meira