Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 19:10 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Þingflokksformenn minnihlutans hafa krafið forsætisráðherra um svör vegna meintra afskipta menntamálaráðuneytisins í kjaraviðræðum kennara. Ráðuneytið þvertekur fyrir að ráðherra eða annar starfsmaður hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara. Þingflokksformenn minnihlutaflokkanna þriggja sendu í dag fyrirspurn til forsætisráðherra um meint afskipti Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, eða starfsmanns á hennar vegum á kjaraviðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Í tilkynningu frá formönnunum segir að fregnir hermi að einhver úr ráðuneytinu hafi boðið tveggja prósentu launahækkun til viðbótar við það sem þá var á borðinu til að liðka fyrir í deilunni. „Alla jafna erum við ekki að hlaupa á eftir sögusögnum. En í ljósi alvarleika málsins og hversu sannfærandi þessar fregnir eru, þá ákváðum við að taka eitt skref í einu. Byrja á því að spyrja forsætisráðherra hvort þetta sé rétt, og ef svo hvað henni finnist um það,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrirspurnina hafi átt að bera fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag, sem var frestað vegna veðurs. Sé þetta satt, sé það afar alvarlegt. „Í fyrsta lagi eiga ráðherrar ekki að hafa aðkomu að kjaraviðræðum á milli aðila. Það er prinsipp númer eitt,“ segir Hildur. „Ef þetta er ekki rétt, nú jæja. Þá er það bara gott mál og við höldum áfram að öðrum störfum á þinginu.“ Í kjölfar fyrirspurnarinnar sendi menntamálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem segir að hvorki ráðherra né starfsmaður á hans vegum hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara. Hildur segir skautað framhjá ýmsu í tilkynningunni og að spurningin hafi verið til forsætisráðherra, ekki menntamálaráðherra. „Nú skulum við bara heyra hvað forsætisráðherra hefur að segja um hvað gerðist þarna. Tökum svo næstu skref í kjölfarið eftir að þau svör berast,“ segir Hildur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Þingflokksformenn minnihlutaflokkanna þriggja sendu í dag fyrirspurn til forsætisráðherra um meint afskipti Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, eða starfsmanns á hennar vegum á kjaraviðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Í tilkynningu frá formönnunum segir að fregnir hermi að einhver úr ráðuneytinu hafi boðið tveggja prósentu launahækkun til viðbótar við það sem þá var á borðinu til að liðka fyrir í deilunni. „Alla jafna erum við ekki að hlaupa á eftir sögusögnum. En í ljósi alvarleika málsins og hversu sannfærandi þessar fregnir eru, þá ákváðum við að taka eitt skref í einu. Byrja á því að spyrja forsætisráðherra hvort þetta sé rétt, og ef svo hvað henni finnist um það,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrirspurnina hafi átt að bera fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag, sem var frestað vegna veðurs. Sé þetta satt, sé það afar alvarlegt. „Í fyrsta lagi eiga ráðherrar ekki að hafa aðkomu að kjaraviðræðum á milli aðila. Það er prinsipp númer eitt,“ segir Hildur. „Ef þetta er ekki rétt, nú jæja. Þá er það bara gott mál og við höldum áfram að öðrum störfum á þinginu.“ Í kjölfar fyrirspurnarinnar sendi menntamálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem segir að hvorki ráðherra né starfsmaður á hans vegum hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara. Hildur segir skautað framhjá ýmsu í tilkynningunni og að spurningin hafi verið til forsætisráðherra, ekki menntamálaráðherra. „Nú skulum við bara heyra hvað forsætisráðherra hefur að segja um hvað gerðist þarna. Tökum svo næstu skref í kjölfarið eftir að þau svör berast,“ segir Hildur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira