Handbolti

Guð­mundur hættir sem for­maður HSÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundinum þegar hann kynnti Snorra Stein Guðjónsson til leiks sem nýjan landsliðsþjálfara.
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundinum þegar hann kynnti Snorra Stein Guðjónsson til leiks sem nýjan landsliðsþjálfara. VÍSIR/VILHELM

Það verða stór tímamót hjá Handknattleikssambandi Íslands á næsta ársþingi því Guðmundur B. Ólafsson ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður HSÍ.

Guðmundur hefur verið formaður sambandsins í tólf ár. Hann staðfesti ákvörðun sína um að hætta störfum í vor í viðtali við Ríkissjónvarpið en hafði áður tilkynnt hana á formannafundi félaganna.

Það verður því kosið um nýjan formann 5. apríl næstkomandi þegar ársþingið fer fram.

„Ég held að það sé bara kominn tími að skipta um mann í brúnni,“ segir Guðmundur við RÚV. 

Hann hefur verið formaður HSÍ síðan 2013, næstlengst allra. Aðeins Guðmundur Ágúst Ingvarsson hefur verið lengur í embættinu, 1996-2009. Fyrir utan árin tólf sem formaður var Guðmundur B. varaformaður frá 2009-2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×