„Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2025 12:19 Líf er tilbúin að ganga inn í meirihlutasamstarf í borginni. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar að slíta einhliða meirihlutasamstarfi ólýðræðislega og óábyrga. Hún hefur verið í samtali við oddvita annarra flokka og er tilbúin að taka þátt í meirihlutasamstarfi með öðrum flokkum. Eftir kosningar 2022 sagði Líf Vinstri græn ætla að standa utan meirihlutasamstarfs. Meirihlutinn féll í þeim kosningum og hún vildi axla þá ábyrgð. Myndu hlutirnir breytast myndi hún líka axla þá ábyrgð. „Ég er í samtölum og við erum að tala saman, við sem vorum skilin eftir, en það liggur ekkert fyrir,“ segir Líf. Hún segist ekkert hafa heyrt af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Mér finnst þetta skelfilegt og hræðilegt. Mér finnst þetta vanvirðing við verkefni borgarinnar að vera með eitthvað svona „sóló stönt“. Þetta kemur líka á alversta tíma. Lóðbeint inn í kennaraverkföll sem eru á viðkvæmu stigi. Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan.“ Hún segir ákvörðunina „örvæntingarfullt útspil“ og það sé fráleitt og rangt að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar hafi verið að skoða það að mynda meirihluta til vinstri. „Þetta er úr einhverjum slúðurdálki í Viðskiptablaðinu og er rangt. Heiða getur ekki myndað meirihluta til vinstri nema að tala við mig eða Sósíalista og hún hefur ekki gert það. Þetta er hönnuð atburðarás,“ segir Líf. Engin ástæða til að slíta Hún segist ekki hafa orðið vör við verulegan ágreining í meirihlutanum. Hann hefur enga pólitíska ástæðu til að sprengja þennan meirihluta. Bara af því hann veldur ekki verkefninu, stendur sig ekki vel og mælist illa. Þau eru með meirihlutasáttmála og flugvöllurinn er hvort eð er ekki að fara neitt. Það verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili, sem dæmi. Hann hefur líka nefnt leikskólamál í þessu samhengi. „Það er algjörlega fráleit afstaða. Formaður skóla- og frístundaráðs er Framsóknarkona þannig hann er að gefa algjöran skít í hana. Hann er ekki einu sinni í samtali við flokksfélaga sína. Þau voru á þorrablóti og vissu ekkert. Þetta er bara gamli tíminn. Svona voru stjórnmálin þegar Villi Vill var í borginni og ég hafna þessu. Þetta er andlýðræðislegt og mér finnst þetta óábyrgt,“ segir Líf að lokum og á þá við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem var borgarstjóri 2006 til 2007 en sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil. Borgarstjórn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki um „einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Eftir kosningar 2022 sagði Líf Vinstri græn ætla að standa utan meirihlutasamstarfs. Meirihlutinn féll í þeim kosningum og hún vildi axla þá ábyrgð. Myndu hlutirnir breytast myndi hún líka axla þá ábyrgð. „Ég er í samtölum og við erum að tala saman, við sem vorum skilin eftir, en það liggur ekkert fyrir,“ segir Líf. Hún segist ekkert hafa heyrt af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Mér finnst þetta skelfilegt og hræðilegt. Mér finnst þetta vanvirðing við verkefni borgarinnar að vera með eitthvað svona „sóló stönt“. Þetta kemur líka á alversta tíma. Lóðbeint inn í kennaraverkföll sem eru á viðkvæmu stigi. Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan.“ Hún segir ákvörðunina „örvæntingarfullt útspil“ og það sé fráleitt og rangt að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar hafi verið að skoða það að mynda meirihluta til vinstri. „Þetta er úr einhverjum slúðurdálki í Viðskiptablaðinu og er rangt. Heiða getur ekki myndað meirihluta til vinstri nema að tala við mig eða Sósíalista og hún hefur ekki gert það. Þetta er hönnuð atburðarás,“ segir Líf. Engin ástæða til að slíta Hún segist ekki hafa orðið vör við verulegan ágreining í meirihlutanum. Hann hefur enga pólitíska ástæðu til að sprengja þennan meirihluta. Bara af því hann veldur ekki verkefninu, stendur sig ekki vel og mælist illa. Þau eru með meirihlutasáttmála og flugvöllurinn er hvort eð er ekki að fara neitt. Það verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili, sem dæmi. Hann hefur líka nefnt leikskólamál í þessu samhengi. „Það er algjörlega fráleit afstaða. Formaður skóla- og frístundaráðs er Framsóknarkona þannig hann er að gefa algjöran skít í hana. Hann er ekki einu sinni í samtali við flokksfélaga sína. Þau voru á þorrablóti og vissu ekkert. Þetta er bara gamli tíminn. Svona voru stjórnmálin þegar Villi Vill var í borginni og ég hafna þessu. Þetta er andlýðræðislegt og mér finnst þetta óábyrgt,“ segir Líf að lokum og á þá við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem var borgarstjóri 2006 til 2007 en sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil.
Borgarstjórn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki um „einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25
„Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki um „einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44
Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24