Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2025 15:27 Trump fylgist með X litla bora í nefið á blaðamannafundi í tengslum við sparnaðarstofnunina DOGE. Getty Tónlistarkonan Grimes hefur lýst yfir óánægju með að Elon Musk hafi farið með fjögurra ára son þeirra í Hvíta húsið í gær þegar Donald Trump skrifaði undir forsetatilskipun sem jók völd DOGE, sparnaðastofnunar Musk. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk, náinn bandamaður Trump og einn auðugasti maður heims, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunarinnar DOGE. Þar skrifaði Trump undir forsetatilskipun um að auka völd stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Musk kom ekki einn á fundinn því sonur hans, hinn fjögurra ára X Æ A-Xii, var með í för og vakti mikla lukku viðstaddra og annarra sem fylgdust með fundinum. Á blaðamannafundinum tók Musk soninn á háhest auk þess sem X litli hermdi eftir föður sínum, boraði í nefið og hvíslaði í eyra forsetans. Ætti ekki að vera á meðal almennings Ekki voru þó allir ánægðir með að Musk skyldi taka soninn með á fundinn. Allavega ekki móðirin, hin 36 ára Claire Elise Boucher, sem gengur undir tónlistarnafninu Grimes, sem frétti af blaðamannafundinum á samfélagsmiðlinum X. Elon, X og Donald voru kátir á blaðamannafundinum í gær.Getty Grimes hafði skrifað færslu um stjórnmálaskýrandann Ezra Klein þegar einn X-verji svaraði henni og sagði „X litli var mjög kurteis í dag!... Þú ólst hann vel upp... Hann var svo sætur þegar hann sagði við DJT: ,Afsakaðu mig, ég þarf að pissa'.“ „Hann ætti ekki að vera meðal almennings á þennan máta. Ég sá þetta ekki, takk fyrir að láta mig vita. En ég er glöð að hann var kurteis. Andvarp,“ svaraði hún þá færslunni. Grimes og Elon Musk hafa reglulega hætt saman og svo stungið saman nefjum að nýju undanfarin ár. Nú eiga þau í hatrammri forsjárdeilu.Photo by Taylor Hill/Getty Images Eiga í forsjárdeilu um X, Exu og Techno Grimes og Musk eiga þrjú börn saman. Elstur er X Æ A-Xii sem er fæddur í maí 2020, næstelst er Exa Dark Sideræl sem þau eignuðust með staðgöngumóður í desember 2021 og í júní 2022 fæddist Techno Mechanicus. Sjá einnig: Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Musk og Grimes hættu saman 2023 og hafa staðið í hatrammri forsjárdeilu síðan. Nýleg fordæmdi hún „alt-right“-stefnu Musk og nasistakveðju hans við innsetningu Trump í embætti. Hún hefur einnig sagt að hún vilji ekki að Musk sé stöðugt að flagga syni þeirra meðal almennings. Hún sagði í færslu á X þann 10. janúar að hún legði ekki blessun sína á þessa hegðun Musk. „Ég vil ólm leysa úr þessu. Þetta er persónulegur harmleikur fyrir mig. En eins og staðan er núna, veit ég ekki hvernig ég að gera það,“ sagði hún um málið. Daginn fyrir innsetningu Trump mætti Musk með X litla á fjöldafund í Washington D.C. þann 19. janúar þar sem sá fjögurra ára hljóp um og hoppaði á sviðinu. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk, náinn bandamaður Trump og einn auðugasti maður heims, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunarinnar DOGE. Þar skrifaði Trump undir forsetatilskipun um að auka völd stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Musk kom ekki einn á fundinn því sonur hans, hinn fjögurra ára X Æ A-Xii, var með í för og vakti mikla lukku viðstaddra og annarra sem fylgdust með fundinum. Á blaðamannafundinum tók Musk soninn á háhest auk þess sem X litli hermdi eftir föður sínum, boraði í nefið og hvíslaði í eyra forsetans. Ætti ekki að vera á meðal almennings Ekki voru þó allir ánægðir með að Musk skyldi taka soninn með á fundinn. Allavega ekki móðirin, hin 36 ára Claire Elise Boucher, sem gengur undir tónlistarnafninu Grimes, sem frétti af blaðamannafundinum á samfélagsmiðlinum X. Elon, X og Donald voru kátir á blaðamannafundinum í gær.Getty Grimes hafði skrifað færslu um stjórnmálaskýrandann Ezra Klein þegar einn X-verji svaraði henni og sagði „X litli var mjög kurteis í dag!... Þú ólst hann vel upp... Hann var svo sætur þegar hann sagði við DJT: ,Afsakaðu mig, ég þarf að pissa'.“ „Hann ætti ekki að vera meðal almennings á þennan máta. Ég sá þetta ekki, takk fyrir að láta mig vita. En ég er glöð að hann var kurteis. Andvarp,“ svaraði hún þá færslunni. Grimes og Elon Musk hafa reglulega hætt saman og svo stungið saman nefjum að nýju undanfarin ár. Nú eiga þau í hatrammri forsjárdeilu.Photo by Taylor Hill/Getty Images Eiga í forsjárdeilu um X, Exu og Techno Grimes og Musk eiga þrjú börn saman. Elstur er X Æ A-Xii sem er fæddur í maí 2020, næstelst er Exa Dark Sideræl sem þau eignuðust með staðgöngumóður í desember 2021 og í júní 2022 fæddist Techno Mechanicus. Sjá einnig: Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Musk og Grimes hættu saman 2023 og hafa staðið í hatrammri forsjárdeilu síðan. Nýleg fordæmdi hún „alt-right“-stefnu Musk og nasistakveðju hans við innsetningu Trump í embætti. Hún hefur einnig sagt að hún vilji ekki að Musk sé stöðugt að flagga syni þeirra meðal almennings. Hún sagði í færslu á X þann 10. janúar að hún legði ekki blessun sína á þessa hegðun Musk. „Ég vil ólm leysa úr þessu. Þetta er persónulegur harmleikur fyrir mig. En eins og staðan er núna, veit ég ekki hvernig ég að gera það,“ sagði hún um málið. Daginn fyrir innsetningu Trump mætti Musk með X litla á fjöldafund í Washington D.C. þann 19. janúar þar sem sá fjögurra ára hljóp um og hoppaði á sviðinu.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira