Elon Musk

Fréttamynd

Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfir­mann

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE.

Erlent
Fréttamynd

Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks

Hægri sinnaði rithöfundurinn og áhrifavaldurinn Ashley St. Clair, staðfesti á dögunum að hún hefði eignast barn með Elon Musk, auðugasta manni heims. Þetta er þrettánda barn auðjöfursins en St. Clair segist hafa eignast það fyrir um fimm mánuðum síðan.

Lífið
Fréttamynd

Hótar hertum að­gerðum neiti Pútín að semja

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, segir að neiti Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að semja um frið í Úkraínu og tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, muni Bandaríkin herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Þá kæmi einnig til greina að senda bandaríska hermenn til Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Segja nánast öllum nýjum starfs­mönnum upp

Yfirmönnum opinberra stofnana í Bandaríkjunum hefur verið sagt að segja upp svo gott sem öllum nýjum starfsmönnum. Sumum yfirmannanna var sömuleiðis tilkynnt að frekari uppsagnir væru í vændum.

Erlent
Fréttamynd

Móðirin ó­sátt við veru sonarins í Hvíta húsinu

Tónlistarkonan Grimes hefur lýst yfir óánægju með að Elon Musk hafi farið með fjögurra ára son þeirra í Hvíta húsið í gær þegar Donald Trump skrifaði undir forsetatilskipun sem jók völd DOGE, sparnaðastofnunar Musk.

Lífið
Fréttamynd

Veitti Musk og DOGE meiri völd til niður­skurðar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunar Musks, DOGE. Trump skrifaði þar að auki undir forsetatilskipun um að auka völd Musks og stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra um­mæla

Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims.

Erlent
Fréttamynd

Starfs­menn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfs­menn úti

Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni.

Erlent
Fréttamynd

Enn deila Musk og Altman

Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfir­maður strandgæslunnar látinn fjúka

Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Segir Hitler-samanburð þreyttan

Elon Musk, auðugasti maður heims, segir árásir Demókrata gegn sér vera orðnar þreyttar. Þeir þurfi að finna ný „óþrifabrögð“ því að það sé orðið þreytt að kalla fólk nasista eða Adolf Hitler.

Erlent
Fréttamynd

Musk sakaður um að heilsa „að nas­istasið“

Auðjöfurinn Elon Musk sætir gagnrýni vegna handahreyfinga sem hann gerði á samkomu Repúblikana í tilefni innsetningar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Hreyfingar hans eru sagðar minna á nasistakveðju. 

Erlent
Fréttamynd

Mikið sjónar­spil eftir að Starship sprakk

Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils.

Erlent
Fréttamynd

Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter

Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn auðjöfrinum Elon Musk. Hann er sakaður um að hafa ekki sagt frá hlutabréfaeign sinni í Twitter í aðdraganda kaupa hans á samfélagsmiðlinum en þannig mun hann hafa greitt að minnsta kosti 150 milljónum dala minna en annars.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Musk reynir að hafa á­hrif víða: „Ekki fóðra tröllið“

Auðjöfurinn Elon Musk, hægri hönd Donald Trump í forsetakosningunum, reynir nú að beita áhrifum sínum til að styðja við þýska fjarhægriflokkinn AfD og hvetja Bretakonung til að leysa upp breska þingið. Kanslari Þýskalands varar fólk við því að fóðra tröllið.

Erlent
Fréttamynd

Trump kemur John­son til bjargar

Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins.

Erlent
Fréttamynd

Musk og Trump valda upp­námi í Washington

Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir rúman mánuð, gekk að öllum líkindum frá nýju fjárlagafrumvarpi til skamms tíma sem byggði á samkomulagi milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi. Í leiðinni gróf hann verulega undan Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og það gerði hann að undirlagi auðjöfursins Elons Musk.

Erlent
Fréttamynd

Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningur við Trump kostaði sam­bandið við Elon

Faðir Elon Musk segir stuðning sinn við Donald Trump ástæðuna fyrir því að sonurinn afneitaði honum fyrir sjö árum. Elon hafi loksins yfirgefið frjálslyndu fígúruna sem hann var áður. Hann rifjar upp hvernig móðurafi Elon flutti til Suður-Afríku vegna stuðnings við aðskilnaðarstefnu ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Vona að Musk tak­marki tolla Trumps

Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sigur­vegarar í keppni Musks ekki valdir af handa­hófi

Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins.

Erlent
  • «
  • 1
  • 2