Frá þessu greinir Ríkisútvarpið.
Haft er eftir Tómasi Degi Helgasyni, flugrekstrarstjóra Norlandair, að um sé að ræða mikil vonbrigði en fundað verði með Samgöngustofu til að fara yfir niðurstöðuna.
Tómas vildi ekki greina frá því á hvaða forsendum beiðninni var hafnað.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar greindi frá því í gær að flugmenn hefðu mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli eftir að austur-vestur flugbrautinni var lokað.
„Þetta er af mannavöldum sem við erum að lenda í þessum aðstæðum í dag. Við erum með aðra braut sem er lokuð í dag sem er beint upp í vindinn og væru kjöraðstæður til þess að nota þá braut,“ sagði Tómas.
Menn teldu sig ekki geta búið við þetta ástand og því hefði verið sótt um undanþágu til Samgöngustofu.
„Við einfaldlega bara verðum að fá að komast hérna inn á þessar brautir. Það er ekkert flókið,“ sagði Tómas.