Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. febrúar 2025 12:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra Íslands. vísir/einar Flugfélögum verður skylt að afhenda íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til landsins nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Ráðherra segir nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir þá sem koma hingað til að hægt sé að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi. Undanfarna mánuði og jafnvel ár hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýst yfir óánægju með það viðbragðsleysi sem hann segir hafa ríkt þegar kemur að öryggi á landamærum landsins. Hefur hann ítrekað sagt flugfélög komast upp með að afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna til landsins en slíkir listar séu nauðsynlegir til að hafa yfirsýn yfir þá sem ferðast hingað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra tekur á þessu í nýju frumvarpi sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. „Ég er að leggja fram frumvarp til að tryggja að íslensk lögregluyfirvöld hafi það aðgengi sem þau þurfa að farþegaupplýsingum um það fólk sem kemur hingað til lands. Upp á það hefur aðeins vantað. Markmiðið með þessu er að hafa yfirsýn til þess að geta brugðist meðal annars við skipulagðri brotastarfsemi sem hefur því miður náð að festa rætur á Íslandi. Auðvitað er engin ástæða til að mála myndina dekkri en hún raunverulega er en við þurfum á því að halda að hafa aðgang að þessu upplýsingum og upp á það hefur vantað og til þess er frumvarpið lagt fram.“ Fleiri aðgerðir boðaðar Nái frumvarpið fram að ganga verður því skylda fyrir öll flugfélög í öllum tilvikum að afhenda farþegalista. Ráðherra boðar fleiri aðgerðir sem taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Eitt er að auðvelda yfirvöldum að endurheimta fjárhagslegan ávinning af skipulagðri brotastarfsemi líka og alvarlegum afbrotum. Þarna erum við líka að miða að því að standa til samræmis við aðrar þjóðir þannig það eru svona fyrstu skrefin á þessu þingi mínu, ýmsar aðgerðir til að efla getu yfirvalda til að bregðast við afbrotum með það auðvitað alltaf að leiðarljósi að tryggja öryggi fólksins í landinu.“ Landamæri Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Sjá meira
Undanfarna mánuði og jafnvel ár hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýst yfir óánægju með það viðbragðsleysi sem hann segir hafa ríkt þegar kemur að öryggi á landamærum landsins. Hefur hann ítrekað sagt flugfélög komast upp með að afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna til landsins en slíkir listar séu nauðsynlegir til að hafa yfirsýn yfir þá sem ferðast hingað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra tekur á þessu í nýju frumvarpi sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. „Ég er að leggja fram frumvarp til að tryggja að íslensk lögregluyfirvöld hafi það aðgengi sem þau þurfa að farþegaupplýsingum um það fólk sem kemur hingað til lands. Upp á það hefur aðeins vantað. Markmiðið með þessu er að hafa yfirsýn til þess að geta brugðist meðal annars við skipulagðri brotastarfsemi sem hefur því miður náð að festa rætur á Íslandi. Auðvitað er engin ástæða til að mála myndina dekkri en hún raunverulega er en við þurfum á því að halda að hafa aðgang að þessu upplýsingum og upp á það hefur vantað og til þess er frumvarpið lagt fram.“ Fleiri aðgerðir boðaðar Nái frumvarpið fram að ganga verður því skylda fyrir öll flugfélög í öllum tilvikum að afhenda farþegalista. Ráðherra boðar fleiri aðgerðir sem taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Eitt er að auðvelda yfirvöldum að endurheimta fjárhagslegan ávinning af skipulagðri brotastarfsemi líka og alvarlegum afbrotum. Þarna erum við líka að miða að því að standa til samræmis við aðrar þjóðir þannig það eru svona fyrstu skrefin á þessu þingi mínu, ýmsar aðgerðir til að efla getu yfirvalda til að bregðast við afbrotum með það auðvitað alltaf að leiðarljósi að tryggja öryggi fólksins í landinu.“
Landamæri Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Sjá meira