Nú síðast á Grammy-verðlaunahátíðinni þar sem Censori, sem er fyrirsæta, var nánast nakin á rauða dreglinum. Fjölmargir greindu frá því í kjölfarið að Kanye virtist hafa skipað henni að henda af sér kápunni.
Í frétt breska miðilsins, Daily Mail, segir að samkvæmt heimildum þeirra hafi Kanye og Censori komist að samkomulagi um að hún fái fimm milljónir Bandaríkjadala eftir skilnaðinn. Haft er eftir nánum vini Kanye að þau séu þegar flutt í sundur og eigi von á því að skilnaðurinn gangi í gegn, lagalega, á næstu dögum. Á bandaríska miðlinum TMZ kemur fram að samkvæmt þeirra heimildum hafi þau bæði leitað til lögfræðings vegna skilnaðarins.
Censori í LA en Kanye í Japan
Censori er sögð hafa til í íbúð þeirra í Beverly Park í Los Angeles en óvitað hvar Kanye heldur sig. Sumir telja hann hafa snúið aftur til Japan þar sem hann hefur búið síðasta árið á hóteli.
Ekki er í fyrsta sinn sem sögur fara af stað um mögulegan skilnað parsins. Í október í fyrra var fjallað um það á Vísi að ekki hefði sést til parsins í um tvær vikur og að þau væru á barmi þess að skilja.
Ranglega greindur og yfirlýstur nasisti
Nokkrum dögum eftir Grammy-verðlaunahátíðina greindi West frá því að hann teldi sig ranglega greindan með geðhvörf og væri í raun með einhverfu.
Fjallað var um það fyrr í vikunni að Kanye væri hættur á samfélagsmiðlinum X eftir að hafa farið hamförum þar um helgina þar sem hann lýsti því meðal annars að hann væri nasisti.