Sport

Dag­skráin í dag: Fót­bolti, körfu­bolti og keila

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla og stöllur eru í beinni.
Glódís Perla og stöllur eru í beinni. Charlotte Wilson/Getty Images

Alls eru átta beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 hefst útsending frá Keflavík þar sem heimakonu taka á móti Haukum í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Klukkan 21.05 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.30 er Úrvalsdeildin í keilu á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 11.55 er leikur Hearts og Rangers í efstu deild skoska fótboltans á dagskrá.

Klukkan 14.10 er leikur Bayern München og Werder Bremen í efstu deild kvenna í þýska fótboltanum á dagskrá. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern.

Klukkan 16.20 er leikur Frankfurt og Kiel í efstu deild karla í þýska fótboltanum á dagskrá. Klukkan 18.30 er leikur Heidenheim og Mainz 05 í sömu deild á dagskrá.

Bónus deild kvenna

Klukkan 19.10 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti Njarðvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×