Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði

Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir.
Tengdar fréttir

Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka
Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar.

Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda
Í gær sendi stjórn Arion banka bréf til Kauphallar þar sem þeir lýstu yfir áhuga á samruna við Íslandsbanka. Bankastjóri Arion banka segir samrunann geta skilað auknum sparnaði til neytenda. Bankastjóri Íslandsbanka segir tímasetningu tilkynningarinnar komið á óvart.

Stóru samlegðartækifærin á bankamarkaði liggja í gegnum Kviku
Útlit er fyrir frekari samruna á fjármálamarkaði þar sem stjórnendur keppast við að leita leiða til hagræðingar á tímum hækkandi launakostnaðar og erfiðari markaðsaðstæðna. Sum af stærri fjármálafyrirtækjum landsins hafa að undanförnu mátað sig við hvort annað sem hefur nú leitt til þess stjórn að Íslandsbanka, sem fundar á morgun, mun væntanlega samþykkja ósk Kviku banka um að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Óformlegt samtal um að sameina Kviku og Arion banka, sem margir höfðu spáð fyrir um, skiluðu ekki árangri en blessun frá Samkeppniseftirlitinu við slíkum bankasamruna gæti reynst þrautin þyngri.

Undantekning að samspil trygginga- og fjármálastarfsemi „gangi ekki vel“
Forstjóri Skaga, móðurfélag tryggingafélagsins VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar, segist sjá mikil tækifæri í samþættingu í tryggingafélagsins við fjármálstarfsemi. Reynslan hérlendis og alþjóðlega sýni að slíkt samspil sé farsælt. „Það heyrir heldur til undantekninga að slíkt samspil gangi ekki vel.“