Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 14:47 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lét sig ekki vanta á öryggisráðstefnuna í Munchen um helgina en í dag sækir hún óformlegan leiðtogafund í París. AP/Matthias Schrader Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska forsætisráðuneytinu en líkt og fram hefur komið boðaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti til fundarins með skömmum fyrirvara í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í tengslum við boðaðar friðarviðræður Bandaríkjanna við Rússa vegna Úkraínu og sterk skilaboð frá Bandaríkjastjórn til Evrópu hvað varðar öryggismál í álfunni. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna hittast á fundi í Sádi-Arabíu á morgun þar sem friðarumleitanir í Úkraínu eru á dagskrá, án þátttöku Úkraínu eða annarra Evrópuríkja. „Við þurfum að auka hernaðarstuðning við Úkraínu, við þurfum að framleiða meira og við þurfum að gera það hraðar. Og svo verðum við að afnema hömlur á vopnanotkun Úkraínumanna svo þeir geti í raun varið sig gegn Rússum án þess að vera með aðra hönd fasta fyrir aftan bak. „Vopnahlé má ekki leiða til endurvopnunar Rússa, með tilheyrandi nýjum árásum Rússa,“ er haft eftir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í tilkynningunni. „Ég hlakka til að ræða þetta allt í París og ég er ánægð með að Macron forseti hafi átt frumkvæðið að fundinum. Ég skynja nýja evrópska staðfestu, alvarleika og drifkraft sem er nauðsynlegur,“ segir Mette. Sjá einnig: Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Fundurinn sem er sagður óformlegur og boðaður var með skömmum fyrirvara fer fram í Élysée-höllinni í París. Líkt og fram hefur komið verður Frederiksen fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á fundinum. Auk hennar og Frakklandsforseta taka þátt leiðtogar Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Póllands, Spánar og Hollands, auk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, forseti framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóri NATO. Danmörk Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska forsætisráðuneytinu en líkt og fram hefur komið boðaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti til fundarins með skömmum fyrirvara í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í tengslum við boðaðar friðarviðræður Bandaríkjanna við Rússa vegna Úkraínu og sterk skilaboð frá Bandaríkjastjórn til Evrópu hvað varðar öryggismál í álfunni. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna hittast á fundi í Sádi-Arabíu á morgun þar sem friðarumleitanir í Úkraínu eru á dagskrá, án þátttöku Úkraínu eða annarra Evrópuríkja. „Við þurfum að auka hernaðarstuðning við Úkraínu, við þurfum að framleiða meira og við þurfum að gera það hraðar. Og svo verðum við að afnema hömlur á vopnanotkun Úkraínumanna svo þeir geti í raun varið sig gegn Rússum án þess að vera með aðra hönd fasta fyrir aftan bak. „Vopnahlé má ekki leiða til endurvopnunar Rússa, með tilheyrandi nýjum árásum Rússa,“ er haft eftir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í tilkynningunni. „Ég hlakka til að ræða þetta allt í París og ég er ánægð með að Macron forseti hafi átt frumkvæðið að fundinum. Ég skynja nýja evrópska staðfestu, alvarleika og drifkraft sem er nauðsynlegur,“ segir Mette. Sjá einnig: Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Fundurinn sem er sagður óformlegur og boðaður var með skömmum fyrirvara fer fram í Élysée-höllinni í París. Líkt og fram hefur komið verður Frederiksen fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á fundinum. Auk hennar og Frakklandsforseta taka þátt leiðtogar Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Póllands, Spánar og Hollands, auk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, forseti framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóri NATO.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent