Arnór sendi öllum í Blackburn kveðju: Vildi ekki enda þetta svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 07:31 Arnór Sigurðsson í síðasta leiknum sem hann skoraði fyrir Blackburn Rovers sem var á móti Oxford United í ágúst. Getty/Lee Parker Arnór Sigurðsson er að leita sér að nýju félagi en vildi senda öllum í kringum Blackburn Rovers kveðju eftir fréttir gærdagsis. Íslenski landsliðsmaðurinn er laus úr prísund sinni hjá B-deildarliðinu Blackburn Rovers eftir að hann náði í gær samkomulagi um starfslok við félagið. Arnór sendi í framhaldinu leikmönnum, starfsmönnum og stuðningsmönnum Blackburn kveðju á samfélagsmiðlum. Arnór hefur glímt við mikil meiðsli og veikindi í vetur og ekki komið mikið við sögu hjá Blackburn. Hann fékk síðan skell á dögunum þegar forráðamenn félagsins tjáðu honum að hann væri ekki í leikmannahópi liðsins í ensku B-deildinni. „Það hefur verið unaður að fá að klæðast Blackburn Rovers treyjunni undanfarin tvö ár. Ég vill þakka öllum leikmönnum og starfsmönnum félagsins fyrir að láta mér liða eins og heima hjá mér frá fyrsta degi. Þessi hópur er svo sannarlega sérstakur,“ skrifaði Arnór á ensku. „Ég vildi ekki enda þetta svona og ég var farinn að hlakka til að koma til baka og hjálpa liðinu að komast upp um deild. Svona er bara fótboltinn og það er sumt sem þú hefur enga stjórn á sjálfur,“ skrifaði Arnór. „Til ykkar stuðningsmannanna þá vil ég þakka fyrir mig og þakka ykkur fyrir allan þann stuðning sem þið hafi gefið mér í bæði hæðum og lægðum. Minningarnar sem við höfum búið til saman verða hluti af mér til eilífðar. Þið létuð mig líða eins og heima hjá mér hjá þessum klúbbi og ég mun alltaf bera það með mér í hjarta mínu,“ skrifaði Arnór. Arnór lék 41 leik með Blackburn Rovers en hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar í þeim. Í ensku b-deildinni var hann með sex mörk og tvær stoðsendingar í 34 leik. Hann skoraði síðasta mark sitt fyrir félagið í 2-1 sigri á Oxford United í ágúst. Hér fyrir neðan má sjá færsluna sem yfir tíu þúsund manns höfðu líkað við. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sigurðsson (@arnor.sigurdsson) Tengdar fréttir Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07 Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn er laus úr prísund sinni hjá B-deildarliðinu Blackburn Rovers eftir að hann náði í gær samkomulagi um starfslok við félagið. Arnór sendi í framhaldinu leikmönnum, starfsmönnum og stuðningsmönnum Blackburn kveðju á samfélagsmiðlum. Arnór hefur glímt við mikil meiðsli og veikindi í vetur og ekki komið mikið við sögu hjá Blackburn. Hann fékk síðan skell á dögunum þegar forráðamenn félagsins tjáðu honum að hann væri ekki í leikmannahópi liðsins í ensku B-deildinni. „Það hefur verið unaður að fá að klæðast Blackburn Rovers treyjunni undanfarin tvö ár. Ég vill þakka öllum leikmönnum og starfsmönnum félagsins fyrir að láta mér liða eins og heima hjá mér frá fyrsta degi. Þessi hópur er svo sannarlega sérstakur,“ skrifaði Arnór á ensku. „Ég vildi ekki enda þetta svona og ég var farinn að hlakka til að koma til baka og hjálpa liðinu að komast upp um deild. Svona er bara fótboltinn og það er sumt sem þú hefur enga stjórn á sjálfur,“ skrifaði Arnór. „Til ykkar stuðningsmannanna þá vil ég þakka fyrir mig og þakka ykkur fyrir allan þann stuðning sem þið hafi gefið mér í bæði hæðum og lægðum. Minningarnar sem við höfum búið til saman verða hluti af mér til eilífðar. Þið létuð mig líða eins og heima hjá mér hjá þessum klúbbi og ég mun alltaf bera það með mér í hjarta mínu,“ skrifaði Arnór. Arnór lék 41 leik með Blackburn Rovers en hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar í þeim. Í ensku b-deildinni var hann með sex mörk og tvær stoðsendingar í 34 leik. Hann skoraði síðasta mark sitt fyrir félagið í 2-1 sigri á Oxford United í ágúst. Hér fyrir neðan má sjá færsluna sem yfir tíu þúsund manns höfðu líkað við. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sigurðsson (@arnor.sigurdsson)
Tengdar fréttir Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07 Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira
Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07
Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55