Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 11:17 Nú bregður til tíðinda. Fjármálaráðherra kynnti fyrir helgi að valferli í fyrirtæki í eigu ríkisins verði nú byggt á faglegum forsendum. Þá verður sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Þetta eru frábærar fréttir. Við í borginni höfum verið hjartanlega sammála þessari vegferð og nýr meirihluti mun vonandi halda áfram á þessari braut og vinna með ríkinu að faglegu ferli í þær stjórnir sem við tilnefnum í saman. Undanfarin ár hef ég farið fyrir vinnu að innleiða góða stjórnarhætti í rekstur fyrirtækja í eigu borgarinnar. Árið 2022 var samþykkt fyrsta eigandastefna borgarinnar í þverpólitískri sátt. Það eru í raun stórfréttir og sýna mikla framsýni og þor og langar mig að þakka kollegum mínum úr borgarstjórn fyrir framsýnina. Fyrir var áratuga hefð um að stjórnir innviðafyrirtæki væru pólitískt mannaðar. Slíkt fyrirkomulag dregur fram mikla áhættu fyrir fyrirtækin. Stjórnarslit og eða meirihlutaskipti geta borið að fyrirvaralaust eins og dæmin sanna á undanförnum mánuðum þar sem forsætisráðherra sleit ríkisstjórninni í október síðastliðnum og borgarstjóri sleit meirihlutanum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Ef stjórnir fyrirtækja í eigu borgar og ríkis væru ekki nú að hluta mannaðar óháðum stjórnarfólki þá gæti pólitíkin skipt öllum út sem er afar vont fyrir fyrirtæki og þjónar engan vegin hagsmunum þeirra. Áhættunefndir hafa bent á þennan veikleika lengi og nú sjáum við loks alvöru breytingar í farvatninu. Góðir stjórnarhættir eru leiðarljós Rekstur innviðafyrirtækja er samofin starfssemi opinberra aðila. Í Reykjavík eru nokkur slík sem flestir þekkja og kallast B-hluta fyrirtæki. Þetta eru td. Orkuveitan ásamt dótturfélögum, Félagsbústaðir og Faxaflóahafnir. Mikilvægt er að í rekstri þessara fyrirtækja látum við góða stjórnarhætti leiða okkur áfram. Almennri eigandastefnu borgarinnar er gert að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun B-hluta fyrirtækja þannig að það ríki almennt traust á stjórn og starfsemi. Þá er sérstaklega fjallað um upplýsingagjöf milli eiganda og fyrirtækis um rekstur og stefnumörkun ásamt ábyrgðarskilum milli eigenda, stjórnar og stjórnenda. Eigandastefnan er ekki úr lausu lofti gripin heldur tekur mið af leiðbeiningum OECD um stjórnarhætti fyrirtækja í opinberri eigu ásamt leiðbeiningum Viðskiptaráðs. Hlutverk, umboð og upplýsingaskylda Almenn eigandastefna borgarinnar rammar inn með skýrum hætti markmið eiganda. Þar eru nokkrir þættir sérstaklega dregnir fram, s.s að Reykjavíkurborg er formlega skilgreind sem virkur eigandi og hlutverk, umboð og ábyrgð eiganda er skilgreint og afmörkuð gagnvart borgarráði og borgarstjórn, þar á meðal valdheimildir og mörk þeirra og upplýsingagjöf. Tekið er á forsendum fyrir eignarhaldi Reykjavíkurborgar í fyrirtækjum sem eru sérstaklega skilgreindar og háðar mati af hálfu eiganda. Annað sem tekið er á er að tryggður er skýrleiki á umboði stjórna fyrirtækjanna og að megin stefnumörkun fyrirtækjanna sé háð samþykki eigenda. Þá eru einnig skýrar kröfur gerðar til skipulags og stjórnarhátta, sem tryggir gagnsæi og áreiðanleika, ásamt fagmennsku og skilvirkni í störfum stjórna og stjórnenda, s.s. afmörkun á hlutverki, umboði, ábyrgð og stjórnarháttum. Það eru því frábærar fréttir að ríkið fari nú fram með góðu fordæmi og muni héðan í frá viðhafa faglegt valferli í stjórnir fyrirtækja ríkisins. Reykjavíkurborg hefur innleit slíkt ferli að hluta til. Vegferð ríkisins hefur mikil ruðningsáhrif á sveitarfélögin sem um allt land sitja á eignarhlutum í mörgum innviðafyrirtækjum. Það er mikið framfaramál að sveitarfélög um allt land skoði nú hvernig þau vilja hátta sínu eigandahlutverki. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Sjá meira
Nú bregður til tíðinda. Fjármálaráðherra kynnti fyrir helgi að valferli í fyrirtæki í eigu ríkisins verði nú byggt á faglegum forsendum. Þá verður sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Þetta eru frábærar fréttir. Við í borginni höfum verið hjartanlega sammála þessari vegferð og nýr meirihluti mun vonandi halda áfram á þessari braut og vinna með ríkinu að faglegu ferli í þær stjórnir sem við tilnefnum í saman. Undanfarin ár hef ég farið fyrir vinnu að innleiða góða stjórnarhætti í rekstur fyrirtækja í eigu borgarinnar. Árið 2022 var samþykkt fyrsta eigandastefna borgarinnar í þverpólitískri sátt. Það eru í raun stórfréttir og sýna mikla framsýni og þor og langar mig að þakka kollegum mínum úr borgarstjórn fyrir framsýnina. Fyrir var áratuga hefð um að stjórnir innviðafyrirtæki væru pólitískt mannaðar. Slíkt fyrirkomulag dregur fram mikla áhættu fyrir fyrirtækin. Stjórnarslit og eða meirihlutaskipti geta borið að fyrirvaralaust eins og dæmin sanna á undanförnum mánuðum þar sem forsætisráðherra sleit ríkisstjórninni í október síðastliðnum og borgarstjóri sleit meirihlutanum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Ef stjórnir fyrirtækja í eigu borgar og ríkis væru ekki nú að hluta mannaðar óháðum stjórnarfólki þá gæti pólitíkin skipt öllum út sem er afar vont fyrir fyrirtæki og þjónar engan vegin hagsmunum þeirra. Áhættunefndir hafa bent á þennan veikleika lengi og nú sjáum við loks alvöru breytingar í farvatninu. Góðir stjórnarhættir eru leiðarljós Rekstur innviðafyrirtækja er samofin starfssemi opinberra aðila. Í Reykjavík eru nokkur slík sem flestir þekkja og kallast B-hluta fyrirtæki. Þetta eru td. Orkuveitan ásamt dótturfélögum, Félagsbústaðir og Faxaflóahafnir. Mikilvægt er að í rekstri þessara fyrirtækja látum við góða stjórnarhætti leiða okkur áfram. Almennri eigandastefnu borgarinnar er gert að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun B-hluta fyrirtækja þannig að það ríki almennt traust á stjórn og starfsemi. Þá er sérstaklega fjallað um upplýsingagjöf milli eiganda og fyrirtækis um rekstur og stefnumörkun ásamt ábyrgðarskilum milli eigenda, stjórnar og stjórnenda. Eigandastefnan er ekki úr lausu lofti gripin heldur tekur mið af leiðbeiningum OECD um stjórnarhætti fyrirtækja í opinberri eigu ásamt leiðbeiningum Viðskiptaráðs. Hlutverk, umboð og upplýsingaskylda Almenn eigandastefna borgarinnar rammar inn með skýrum hætti markmið eiganda. Þar eru nokkrir þættir sérstaklega dregnir fram, s.s að Reykjavíkurborg er formlega skilgreind sem virkur eigandi og hlutverk, umboð og ábyrgð eiganda er skilgreint og afmörkuð gagnvart borgarráði og borgarstjórn, þar á meðal valdheimildir og mörk þeirra og upplýsingagjöf. Tekið er á forsendum fyrir eignarhaldi Reykjavíkurborgar í fyrirtækjum sem eru sérstaklega skilgreindar og háðar mati af hálfu eiganda. Annað sem tekið er á er að tryggður er skýrleiki á umboði stjórna fyrirtækjanna og að megin stefnumörkun fyrirtækjanna sé háð samþykki eigenda. Þá eru einnig skýrar kröfur gerðar til skipulags og stjórnarhátta, sem tryggir gagnsæi og áreiðanleika, ásamt fagmennsku og skilvirkni í störfum stjórna og stjórnenda, s.s. afmörkun á hlutverki, umboði, ábyrgð og stjórnarháttum. Það eru því frábærar fréttir að ríkið fari nú fram með góðu fordæmi og muni héðan í frá viðhafa faglegt valferli í stjórnir fyrirtækja ríkisins. Reykjavíkurborg hefur innleit slíkt ferli að hluta til. Vegferð ríkisins hefur mikil ruðningsáhrif á sveitarfélögin sem um allt land sitja á eignarhlutum í mörgum innviðafyrirtækjum. Það er mikið framfaramál að sveitarfélög um allt land skoði nú hvernig þau vilja hátta sínu eigandahlutverki. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar