Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2025 21:37 Svali hjá Tenerife ferðum hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti Íslendingum og fara í ferðir með þá um eyjuna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku nú yfir vetrartímann og njóta þess að sleikja sólina með heimamönnum. Á síðasta ári heimsóttu um fimmtíu þúsund Íslendingar eyjuna en alls voru ferðamennirnir, sem sóttu Tenerife það ár um sjö milljónir talsins. Það myndast oft langar biðraðir í Leifsstöð þegar Íslendingar bíða eftir því að komast upp í flugvél og fljúga til Tenerife í sólina. Eyjan hefur upp á fjölbreytta afþreyingu að bjóða en íbúar á Tenerife er um ein milljón en á hverju ári koma þangað um sjö milljónir ferðamanna. Það er alveg ljóst að Íslendingar elska að vera í sólinni á Tenerife einhvern tímann yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er alltaf kallaður hjá Tenerife ferðum þekkir eyjuna allra manna best enda með fjölbreyttar ferðir fyrir Íslendinga. „Íslenskir ferðamenn eru náttúrulega mjög vel liðnir og það er aðallega vegna þess að við erum að skilja eftir einhverja aura hérna. Við erum dugleg að fara út að borða, í skoðunarferðir og erum ekki bara bundin við hótel garðinn,” segir Svali. En veit Svali hvað það eru margir Íslendingar á eyjunni yfir vetrartímann? „Ég myndi typpa á að í hverri viku séu hérna einhversstaðar í kringum átján hundruð til tvö þúsund manns. Það er bara eins og gott byggðafélag,” segir Svali hlæjandi. Það er mjög vinsælt hjá hjónum að láta teikna skopmynd af sér á Tenerife en allskonar listamenn taka á móti fólki og bjóða því þjónustu sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg ljóst að Íslendingar elska Tenerife enda íslenska fánanum flaggað víða. „Já, það er fullmikið af Íslendingum hérna, maður getur varla verið að grínast á íslensku þá skilur það einhver,” segir Matthías Bjarnason og hlær en hann er núna ferðamaður á Tenerife. Matthías Bjarnason frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi nýtur þess að vera á Tenerife með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við þennan stað? „Bara sólin og strendurnar og tær sjór. Verðlagið er líka fínt hérna og bjórinn er ódýr”, segir Lára systir Matthíasar. Lára Bjarnadóttir frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem elskar eins og bróðir sinn að vera á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur líst bara mjög vel á Tenerife, hér er bara dásamlegt að vera, ótrúlega huggulegt að brjóta veturinn svona upp og koma hérna í febrúar, við mælum með því. Og hér eru Íslendingar út um allt,” segja vinkonurnar og ferðamennirnir frá Akranesi eða þær Helga Sjöfn Jónasdóttir og Vigdís Elfa Jónsdóttir. Vinkonurnar frá Akranesi, sem fóru þangað með fjölskyldum sínum til að fagna 40 ára afmælinu sínu báðar tvær. Helga Sjöfn til vinstri og Vigdís Elfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sólarlagið á Tenerife er engu líkt.Magnús Hlynur Hreiðarsson McDonalds er einn af vinsælustu veitingastöðunum hjá Íslendingum á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitinni að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Það myndast oft langar biðraðir í Leifsstöð þegar Íslendingar bíða eftir því að komast upp í flugvél og fljúga til Tenerife í sólina. Eyjan hefur upp á fjölbreytta afþreyingu að bjóða en íbúar á Tenerife er um ein milljón en á hverju ári koma þangað um sjö milljónir ferðamanna. Það er alveg ljóst að Íslendingar elska að vera í sólinni á Tenerife einhvern tímann yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er alltaf kallaður hjá Tenerife ferðum þekkir eyjuna allra manna best enda með fjölbreyttar ferðir fyrir Íslendinga. „Íslenskir ferðamenn eru náttúrulega mjög vel liðnir og það er aðallega vegna þess að við erum að skilja eftir einhverja aura hérna. Við erum dugleg að fara út að borða, í skoðunarferðir og erum ekki bara bundin við hótel garðinn,” segir Svali. En veit Svali hvað það eru margir Íslendingar á eyjunni yfir vetrartímann? „Ég myndi typpa á að í hverri viku séu hérna einhversstaðar í kringum átján hundruð til tvö þúsund manns. Það er bara eins og gott byggðafélag,” segir Svali hlæjandi. Það er mjög vinsælt hjá hjónum að láta teikna skopmynd af sér á Tenerife en allskonar listamenn taka á móti fólki og bjóða því þjónustu sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg ljóst að Íslendingar elska Tenerife enda íslenska fánanum flaggað víða. „Já, það er fullmikið af Íslendingum hérna, maður getur varla verið að grínast á íslensku þá skilur það einhver,” segir Matthías Bjarnason og hlær en hann er núna ferðamaður á Tenerife. Matthías Bjarnason frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi nýtur þess að vera á Tenerife með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við þennan stað? „Bara sólin og strendurnar og tær sjór. Verðlagið er líka fínt hérna og bjórinn er ódýr”, segir Lára systir Matthíasar. Lára Bjarnadóttir frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem elskar eins og bróðir sinn að vera á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur líst bara mjög vel á Tenerife, hér er bara dásamlegt að vera, ótrúlega huggulegt að brjóta veturinn svona upp og koma hérna í febrúar, við mælum með því. Og hér eru Íslendingar út um allt,” segja vinkonurnar og ferðamennirnir frá Akranesi eða þær Helga Sjöfn Jónasdóttir og Vigdís Elfa Jónsdóttir. Vinkonurnar frá Akranesi, sem fóru þangað með fjölskyldum sínum til að fagna 40 ára afmælinu sínu báðar tvær. Helga Sjöfn til vinstri og Vigdís Elfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sólarlagið á Tenerife er engu líkt.Magnús Hlynur Hreiðarsson McDonalds er einn af vinsælustu veitingastöðunum hjá Íslendingum á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitinni að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“